Ein nótt með þér

 
 051124_BH1-1
Menn horfa öðruvísi en konur á einnar náttar kynni

Margar konur eru skildar eftir óánægðar eftir einnar náttar kynni  samkvæmt nýlegri könnun.

Helmingur kvenna sem svaraði í netkönnun sem birtist í "Human Nature", sagði að þeim hefði fundist þeir hafa gert mistök eftir að að hafa stofnað til einna náttar kynna.

Fjórir af hverjum fimm karlmönnum sögðust aftur á móti hafa verið afar ánægðir eftir slík kynni.

Sá sem leiddi könnunina sagði að það væru engir þróunarlegar ástæður til staðar sem hvettu konur til skyndikynna.

 

1700 manns tók þátt í þessari könnun sem allir höfðu reynslu af skyndikynnum. 

Karlmenn sögðust yfirleitt vera ánægðari og kynferðislega fullnægðari eftir skyndikynni en konur höfðu meiri áhyggjur af því að þær hefðu einhvernvegin svikið sjálfa sig.

Sumar sögðu að ástæður þeirra fyrir að stunda skyndikynni hefði verið von eftir varanlegu sambandi.

Prófessor Anne Campbell frá Durham Háskóla, sú sem stjórnaði könnuninni sagði að þarna væri þróunin að verki. 

chas6ha5"Þróunarlega eru það konurnar sem bera meginábyrgð á uppeldi barna og það hefur almennt verið talið vera betra fyrir þær að velja maka sinn vel og vera honum trygg svo að hann hefði ekki ástæðiu til að halda að hann væri að ala upp annað barn. Fyrir skömmu settu líffræðingar fram þá  tilgátu að það gæti hafa verið hentugt fyrir konur að eðla sig með mörgum karlmönnum, að slíkt mundi auka fjölbreytni litninga barna þeirra og þótt hágæðamaður væri yrði ekki til staðar um aldur og æfi þá væru frá honum fengin góðir litningar fyrir barnið."

Sem sagt, sagði hún, ef konan væri gerð fyrir skyndikynni mundi hún hafa meir ánægju af þeim en þessi könnun gefur til kynna. 

"Grunnkenndir okkar vísa vegina sem voru til framdráttar fyrir forfeður okkar" sagði  Prófessor Campbell.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Áhugaverð lesning. Það er í eðli karlmanna að koma genum sínum sem víðast til þess er best að vera með mörgum konum og barna sem flestar.

Konur sem deita marga menn eru oft kallaðar druslur og hórur en karlmenn sem deita margar konur eru kallaðir folar en ekki skammyrðum eins og konur af hverju ætli það sé? Konur fæða börnin ekki karlmenninir þess vegna hefur lauslæti meiri áhrif á þær.

Skattborgari, 29.6.2008 kl. 01:18

2 Smámynd: Gulli litli

Mér finnst lauslæti ljótt orð. Hvað segiði um gleðilæti? samfaragleði? lífsleikni? Flott grein...

Gulli litli, 29.6.2008 kl. 09:16

3 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

En hvernig er það með konur sem komnar eru úr barneign?? Var ekkert sagt um þær?

Marta Gunnarsdóttir, 29.6.2008 kl. 09:59

4 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Skemmtileg lesning... mikið er ég sammála þessum helming kvenna....

Ég er alltaf að ýhuga þessi mál... og vinkonur mínar sem eru á sama aldri og ég og einstæðar líka... það myndast oft skemmtilegar umræður þegar þetta ber á góma..

Margrét Ingibjörg Lindquist, 29.6.2008 kl. 10:19

5 Smámynd: Skattborgari

Það er spurning hvaða orð á best við en það er alveg á hreinu að það er litið öðruvísi á karlmann en konu sem er með samafaragleði hef ekki heyrt það orð áður.

Skattborgari, 29.6.2008 kl. 12:18

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Marta: Það var ekki tekið til þess hvort konur væru í barneign eða ekki. Líklega er samt hægt að draga þá ályktun að konur séu enn uppalendur þótt þær séu komnar úr barneign og því sem þeim eðlilegt að gera ekkert sem stuggað getur karlinum frá. -

Ég setti þessa frétt niður hér af því mér fannst kostulegt hversu mannlegt framferði er vélrænt þegar aðeins er tekið tillit til mögulegra erfðafræðilegra ástæðna.  

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.6.2008 kl. 12:45

7 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Konur eru óánægðar með einna nátta kynna í flestum tilvikum vegna þess að karlmaðurinn var ekki að leggja sig fram við verk sitt gagnvart konunni.  Konur þurfa natni og meira tilfinningalega heldur en karlmenn og því tel ég víst að karlmaður sem ætlar sér aðeins að tjalda til einnar nátta, hann er ekkert að sinna þessum þætti konunnar.  Sem sagt hann fullnægir henni ekki svo það sé sagt hreint út.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 29.6.2008 kl. 12:56

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Ásta. Spurningin er hvernig karlmaðurinn getur farið að því, vaki ekki annað fyrir honum en stutt glens. Er þarna kannski komin skýringin á vinsældum fagurgala sem geta með orðunum einum gert konuna örugga og tilfinningalega fullnægða. Er þetta kannski rómantíkin sem svo mörgum karlmanninum veitist svo  erfitt að skilja, nema auðvitað hann sé franskur eða ítalskur?

Og hvernig er með mótsögnina sem myndast, því konan hlýtur að sjá í gegn um slíkt hjal og vitandi að þetta er allt lygi, hvernig getur hún fengið það sem hún sækist eftir út úr dæminu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.6.2008 kl. 13:31

9 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Sæll Svanur hehe ég held að líkamlega og andlega fullnægð kona sjái ekki eftir einnar nætur gamni. Það sem reynist karlmönnum erfitt, það er að skilja að konan vill ekki endilega rómantík og fast samband með þeim sem hún svaf hjá. En hún vill vera til og ekki gleymd og grafin fyrir karlmanninum.  Konur þola MJÖG illa að karlmaður sem hún átti ástríðufulla nótt með nánast útiloki hana strax morguninn eftir.

Kona sér í gegn um fagurgala og orða sem hafa ekki neina merkingu, en það getur samt kveikt í henni þótt hún vilji ekki giftast honum.  Fattarðu?

Getur verið að einhverjir karlmenn séu ekki að leggja sig fram þegar kemur að einnar nætur gamni, vegna þess að þeir eru hræddir um að konan fari að gera áframhaldandi kröfur á þá. hmmmmm

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 29.6.2008 kl. 14:03

10 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Þetta eru alltaf að verða skemmtilegri umræður, því meir sem þær lengjast. Mér fannst furðulegt hvað lögð var rík áhersla á þróunar-, gena- og fjölgunarhugmyndir. Það er ekki það sem stjórnar kynlífi fólks sem komið er á "fullorðinsár". Kannski það sé þá fyrst sem hægt er að einbeita sér að ánægjunni og láta eitthvað fjölgunar kjaftæði lönd og leið. Hafa bara samfaragleðina í lagi.

Annars er það löngu ljóst að hugsanir kvenna og karla eru ólíkar hvað kynlíf og samskipti varðar, en alltaf jafn gaman að pæla í þeim mismun.

Marta Gunnarsdóttir, 29.6.2008 kl. 14:12

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér finnst svarið við því hvers vegna konum finnst þær svíkja sjálfa sig eftir skyndikynni koma til af margra alda innrætingu samfélgaslegra gilda um konuna.  Fruss.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.6.2008 kl. 16:49

12 Smámynd: Skattborgari

Þetta er alltaf að verða áhugaverðari og áhugaverðari umræða.

Skattborgari, 29.6.2008 kl. 16:52

13 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Mér finnst Gulli litli og Marta rita um þetta á þeim grundvelli sem ég lærði í uppeldinu (svo lengi lærir sem lifir - uppeldið er enn í gangi). 

1. Mér finnst alveg út úr korti,  þegar kona sængar hjá karlmanni í skyndikynnum, þá er hún: "Ekki við eina fjölina felld" eða "Lauslát" eða "Hóra" eða "Mella" o.s.frv.   Þegar karlinn hinsvegar er kallaður "Kvennagull" og svaka flottur. Í versta falli "Kvennabósi" og þá svaka kúl.

2. Ég lærði það hjá mér vitrara mönnum, kvenmönnum sem karlmönnum, að báðir aðilar eru "elskhugar".  "Góður elskhugi" er sú persona sem hinum aðilanum líður vel hjá, fer ekki eftir stærð lims eða brjósta o.s.frv., eða getu til X fjölda samfara á X klukkustunda tímabili. 

3. Að karlinn hafi: "Getað fullnægt kvenmanninum svo og svo oft".  Ég hélt að báðir aðilar væru ábyrgir fyrir sinni eigin fullnægingu hvor, allavega sagði vandaður kynfræðingur það í góðum og fræðandi fyrirlestri.  Konan liggur ekki bara eins og flatur saltfiskur og karlinn á að vera eins og stór og loðinn "titrari" sem lætur kvikna í flakinu.

4. "Hann barnaði stelpuna."  Hversu oft hefur maður ekki heyrt þessa vitleysu?  Lá hún bara eins og heypoki og hann "tók hana" án þess að hún vissi af og hljóp hann svo burt?  Tók kvenmaðurinn engann þátt í þessu?  Eru konur bara örvitar sem karlar "taka" að eigin vild og skilja svo eftir?  O, sei sei nei.  Konur eiga að bera ábyrgð á sjálfri sér, nú sem fyrr.

Annars veit ég ekkert um þessi mál, bless

Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 29.6.2008 kl. 17:32

14 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

,,Fjórir af hverjum fimm karlmönnum sögðust aftur á móti hafa verið afar ánægðir eftir slík kynni" sannar hið fornkveðna ,,karlmenn hugsa bara um eitt" það var mér kennt þegar ég fór mín fyrstu spor út á lífsins ólgusjól.  Innrætingin sem Jenný Anna minnist á er fakta en varð til af nauðsyn. Ekki sitja karlarnir eftir með barnið þeir forða sér oft. Taka ekki alltaf ábyrgð. Það er meinið. 

Þórdís Bára Hannesdóttir, 29.6.2008 kl. 20:02

15 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þakka ykkur öllum sem lagt hafa orð í belg. Hér er greinilega málefni á ferð þar sem sitt sýnist hverjum. Ég ætla að vinna aðeins vandaðri grein en þessa frétt um málið og birti hana hér fljótlega. Ég get ekki sætt mig við að tilfinningar fólks stjórnist algjörlega af genatískum forsendum eins og greinin heldur fram.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.6.2008 kl. 23:33

16 identicon

Svanur: Það stjórnast fleira af "genetískum forsendum" en við höldum.

Það kom til dæmis fram í rannsókn að konur eru líklegastar til að halda framhjá mökum sínum í kringum það tímabil þegar þær hafa egglos....m.ö.o. þegar þær eru hvað frjóastar.

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband