Dozmary Pool

IMG_0018

Í sumar ferðaðist ég um lendur Bodmin heiðar í Cornwall þar sem talsvert er um steinaldar minjar. Þar kom ég m.a. að hinni sögufrægu tjörn Dozmary Pool.

Tjörnin tengist meðal annars sögunni af Artúri konungi, en sagt er að hann hafi róið út á tjörnina og þegið þar sverðið Excalubur úr hendi vatna-dísarinnar sem í vatninu býr. Og að þangað hafi Bedivere, einn af riddurum hringborðsins, skilað sverðinu, eftir orrustuna við Camlann, þar sem Artúr hlaut banamein sín. -

IMG_0017

Ekki varð ég var við neinar vatnadísir hvað þá sverðið góða, en hins vegar voru út í vatninu nokkrar sækýr, eins og meðfylgjandi mynd sínir. Reyndar var greinilega búið að sprengja nasablöðruna á þeim sem gerði þeim mögulegt að snúa alfarið aftur í vatnið. -

 

IMG_0113

Svæðið í kring um tjörnina er einnig þekkt fyrir ókennilegt hljóð, sem þar má heyra. - Þetta hljóð líkist mest væli úr öryggisbúnaði sumra bifreiða. Ég og ferðafélagar mínir heyrðu hljóðið greinilega en ógerlegt var að átta sig á hvaðan það barst. 

Þjóðsaga ein tengist þessu hljóði og segir af Jan Tregeagle, ríkum og harðúðugum óðalsbónda í Cornwall, sem gerði við Skrattann samkomulag í anda Faust. Að loknum lífdögum sínum var honum gert að eyða eilífðinni á botni tjarnarinnar en vofa hans reikar um svæðið vælandi af kvölum.

 

Vissulega var hljóðið ámátlegt og leiddi hugann að öðrum torkennilegum hljóðum sem fólk heyrir en kann ekki skil á. Þekktast þeirra er vafalaust hið svo kallað humm eða suð, sem sagt er að heyrist nú æ víðar í heiminum. Um er að ræða látíðni hljóð sem 2-11% af fólki heyrir og tengist að sögn ekki ofheyrn af nokkru tagi. Þekktustu hummin eru Bristol-hummið, Taos-hummið og Bondi-hummið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband