Lærisveinninn sem Jesú elskaði

Jón Gnarr hefur staðið sig vel sem borgarstjóri, kannski vegna þess að hann hefur ekki staðið við öll kosningaloforðin sín. En þeim bar vissulega að taka eins og þau voru meint.

Sumir finna honum samt allt til foráttu og íslenskan á greinilega engin orð til að lýsa manni eins og Jóni Gnarr eða gjörðum hans. En það stöðvar ekki mennina sem ekki hafa smekk fyrir gríninu í Jón Gnarr.  Þeir eru nokkuð lunknir við að finna upp orð sem eiga við hann. Þeir tala "hommavæðingu" og "hommaboðskap" og eru sjálfir auðsjáanlega haldnir miklu homma blæti. En þeim er greinilega sama þótt það komi í ljós bara ef þeir halda sig hafa fundið  höggstað á Jóni Gnarr.

Þessir menn er afar uppteknir af homma tali Jóns og segja það sýna vankosti Jóns Gnarr umfram annað, að hann skuli opinberlega hafa minnst á að Jesú gæti hafa verið Hommi. Þeir vitna í Jón sem hafði yfir í einhverju viðtali æva-gamla ruglkenningu sem margir hafa velt upp, og síðan velt sér upp úr,  í gegnum tíðina.

Það sem sagt er styðja þá kenningu er að Jesú hafi verið einhleypur og að minnst er á Guðsspjöllunum "lærisveininn sem Jesú elskaði". Sumir hafa reyndar reynt að leiða líkur að því að þar hafi verið átt við Maríu Magdalenu, en ekki einhvern karlmann.

Ef þetta er það versta sem hægt er að herma upp á Jón Gnarr er fyrirsjáanlegt að hann hljóti glimrandi kosningu í næstu bæjarstjórnarkosningum, ákveði hann að gefa kost á sér.


mbl.is Besti flokkurinn býður fram að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg hægt að elska fólk án þess að þurfa að endilega vilja hafa við það kynmök, alveg eins og hægt er að hafa kynmök við manneskju án þess að endilega elska viðkomandi. Gnarrið er einungis að reyna að vekja athygli á sjálfum sér.

NN (IP-tala skráð) 7.8.2013 kl. 18:58

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mikið rétt NN. Kristur elskaði alla, konur og kalla. 

Jóni Gnarr tókst það greinilega það sem hann ætlaði sér hafi það verið áform hans að vekja athygli á sér. En það eiga reyndar bæði pólitíkusar og grínarar sameiginlegt að þeir þurfa athygli.

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.8.2013 kl. 19:07

3 identicon

Jón Gnarr hefur vakið athygli á sér fyrir margra hluta sakir.

Eitt er það, að hann (ásamt öðrum) á ríkan þátt í að hafa gjörbreytt skilningi Íslendinga á hvað megi þykja fyndið. Allir svo góðir húmoristar eru yfirburðamenn, samkvæmt skilgreiningu.

Jón Gnarr valhoppaði inn í íslenska pólitík sem flippaði pönk-gaurinn, þegar öllum mátti vera ljóst að pólitíkusarnir voru gjörsamlega afhjúpaðir sem vanhæfir wannabís.

Nú hefur hann stýrt Reykjavíkurborg með þeim hætti, að hljóti að teljast ekkert minna en bylting.

Aldrei áður hafa Reykvíkingar lifað jafn góða tíma, ef tekið er mið af fyrra endalausa þvargi fjölmiðla, sem varðaði ýmis konar furðulegan ágreining í þáverandi borgarstjórnum.

Það eina sem ég hef áhyggjur af, er að Jón Gnarr leiðist þetta þvarg og gefist upp á að mennta þessa þjóð.

Jóhann (IP-tala skráð) 7.8.2013 kl. 23:56

4 identicon

Jón Gnarr er í draumastöðu allra stjórnmálamanna

Klúðra ég einhverju - nei þá var þetta bara grín hjá mér.

Grímur (IP-tala skráð) 8.8.2013 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband