Bonniebert Tylerdinck í Júró

Enn og aftur ætla Bretar að senda útbrunna  hasbín stjörnu sem fulltrúa sinn í júróvisjón eða sjálfa Bonniebert Tylerdinck sem hefur lag á því að láta manni finnast allt snúast í hausnum á manni eða vera að detta í sundur. Bonnie Tyler kom á sínum tíma til Íslands og mæmaði fyrir nokkur hundruð Íslendinga helstu lögin sín við litla hrifningu viðstaddra.

Bretar sem hafa afar blendnar tilfinningar til keppninnar, svo ekki sé meira sagt, geta greinilega ekki ákveðið sig hvort þeir vilji lýsa frati á keppnina eða sanna að þeir geti unnið hana á fornri frægð.

Ef hið seinna er ætlun þeirra kóróna þeir eflast gjörninginn með að senda konung hasbínanna, Paul McCartney til leiks á næsta ári. Bretar eru ein þeirra fjögra stofnþjóða júróvisjón og komast því sjálfkrafa í úrslitakeppnina og þurfa því ekki eins og Íslendingar að keppa þar um sæti. Whisky rödd Tyler mun því ekki etja kappi við gospel útsetninguna á I am cow framlagi Íslendinga, nema að það lag komist áfram í forkeppninni sem verður að teljast ólíklegt ef marka má veðbankaspár.

Ef þær spár ganga eftir þurfa hvorki Íslendingar eða Paul McCartney að kvíða ferðakostnaðinum á næsta ári því keppnin verður haldin annað hvort í Osló eða i Kaupmannahöfn.


mbl.is Bonnie Tyler í Evróvisjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband