Klámið á mbl.is

Mbl.is hikar ekki við að færa okkur fréttir af klámiðnaðinum, rétt eins og um hluta af almenna skemmtibransanum eða dægurmálum sé að ræða.

Einum þekktasta klámmyndaleikara heims Ron Jeremy sem leikið hefur í meira en 2000 klámmyndum, varð misdægurt og þá frétt telur mbl.is að eigi vel við núna þegar umræðan um barnaníð og klám er í sögulegu hámarki í landinu.

Til þess er tekið í þeirri umræðu hversu meðvirk þjóðin er gagnvart barnaníðingum og hversu ráðalaus bæði stjórnvöld og heilbrigðisyfirvöld standa gagnvart þessu þjóðfélagsmeini.  

Mbl.is sýnir sinn hug í þessu  og leggur sitt af mörkum með því að birta þessa glaðhlakkalegu frétt af klámmynda-kónginum sem m.a er kunnur fyrir barnaníð eins og t.d. í máli  Tracy Lords.

Skilaboð mbl.is eru að þetta sé bara eðlilegur hluti af fréttaflóru dagsins. Fréttir af klámmyndastjörnum og barnaníðingum eiga jafnt heima meðal dægurmálanna og hvaða kvikmyndastjarna eigi næst von á barni. 


mbl.is Klámiðnaðurinn andar léttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér þykir þú grípa heldur hart í þetta.

Ron Jeremy er best þektur fyrir leik sinn í klámmyndum, það er rétt. En hann er verulega þekkt og frægt andlit hjá fólki sem hefur aldrei séð þannig efni útfrá ævisögu sinni, kvikmynd um sig, viðtöl og annað. Fréttin er um frægann mann sem lenti í lífshættu en nær að lifa af. Svipað og ef Brad Pitt hefði lent í því líka. Nei bíddu, Brad Pitt leikur náttúrulega í ofbeldismyndum, og var ekki skotárás um daginn í bandaríkjunum? Best að þegja yfir því þá ef það gerist!

Eða villtu að fjölmiðlarnir þegi yfir öllum fréttum nema af sérstaklega samþykktu efni?

kristinn (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 16:14

2 Smámynd: Páll Jónsson

Huh? Er þér alvara Svanur? Ég hef séð Ron Jeremy í fjölda kvikmynda en aldrei gerst svo frægur að sjá hann í klámmynd (ugh). Maðurinn er raunverulega frægur og þetta því fréttnæmt eins og samfélagið er.

En það er grimmilegt af þér saka hann um "barnaníð" vegna Traci Lords. Einhverjir framleiðendur eða leikstjórar hefðu eflaust átt að sjá í gegnum fölsuð skilríki hjá henni en það er varla á ábyrgð starfsmanna á plani.

Páll Jónsson, 7.2.2013 kl. 20:42

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Svo Ron Jeremy er ekki klámmyndastjarna af því hann hefur leikið í bíómyndum sem ekki eru klámmyndir. Og hann lék með stúlku undir aldri í klámmynd svona óvart. Sem ég segi, meðvirkni á háu stigi. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.2.2013 kl. 12:44

4 Smámynd: Páll Jónsson

Ef það er skilgreining þín á meðvirkni að kalla manninn ekki barnaníðing fyrir þetta atvik (ég þekki ekki til annarra dæma) þá höfum við mismunandi skilning á orðinu meðvirkni.

Ég hef ekki heyrt um það að konan sjálf telji hann hafa vitað af þessu. 

Páll Jónsson, 8.2.2013 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband