David farið að förlast

David Attenborough er meðal fremstu náttúru kvikmyndagerðamanna heims. Í Bretlandi er litið á hann sem þjóðargersemi og þegar hann tjáir sig um eitthvað leggur fólk við hlustir. Í seinni tíð hefur hann gerst æ gagnrýnari og einnig svartsýnni á framtíðarhorfur lífríkis jarðarinnar.

Í viðtalinu sem viðtengd frétt vísar til, segir David mannkynið vera plágu og fjölgun þess beri að hefta, og endurómar þannig fræg orð Agent Smith í kvikmyndinni Matrix sem segir að mannkynið sé krabbamein sem sjúgi í sig alla orku og auðlindir og skilji eftir sig auðnina eina.

David segir að eina leiðin til þess að bjarga jörðinni frá hungursneyð og útrýmingu tegunda væri að draga úr fjölgun mannkynsins.

 Fyrir skömmu fluttu fjölmiðlar heimsins okkur fréttir af því hversu ógnarmikið magn af framleiddum matvörum færu til spillis og er hreinlega sóað. Á jörðinni eru þegar framleidd matvæli sem mundu duga til að fæða tvöfaldan fjölda mannkynsins. Hungursneyðir stafa ekki af því að næg matvæli séu ekki til í heiminum, heldur hvernig matvælum heimsins er dreift og hvernig pólitík og stríð koma í veg fyrir að fólk geti bjargað sér. 

Það sama gildir um ofnýtingu annarra auðlinda. Neyslumenningunni er viðhaldið með gengdarlausri sóun, frekar en að mennirnir séu orðnir of margir til að jörðin geti alið þá.

Þrátt fyrir hin ýmsu vandamál sem mannkynið á við að stríða hefur langlífi þess aldrei verið meira, heilsufar þess aldrei betra og velmegun þess aldrei verið meiri eða útbreiddari.

Ást og aðdáun Davids Attenborough á öðrum lífverum jarðarinnar virðist hafa glapið honum sýn og orðið til þess að hann ýkir stórlega hættuna af offjölgun mannkynsins.

 


mbl.is Vill hefta fjölgun mannkyns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Þannig að mannkyninu getur s.s. fjölgað endalaust...?

Haraldur Rafn Ingvason, 22.1.2013 kl. 13:50

2 identicon

Þetta er nú bara hárétt hjá David. Jörðin tekur ekki endalaust við. Ekki spurning um ef heldur hvenær...

Guðmundur (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 14:16

3 Smámynd: Árni Matthíasson

Víst fjölgar íbúum í heiminum enn en það hægir á fjölguninni: Það tók 123 ár að ná tveimur milljörðum, 33 ár að ná þremur, 14 ár að ná fjórum, 13 ár að ná fimm og 12 árum að ná sex milljörðum, en 13 ár að ná sjö.

Fjölgun / fæðingartíðni er mismikil milli þjóða, en svo komið að hjá meira en helmingi mannkyns er fæðingartíðni orðin minni en sem nemur endurnýjun, þ.e. komin niður fyrir 2,1 fæðingu á hverja konu. Í ljósi þess að það dregur hratt úr fæðingartíðni hjá hinum helmingnum gera fræðimenn hjá IIASA því skóna að eftir tvöhundruð ár eða svo hafi mannkyni fækkað um nærfellt helming.

Árni Matthíasson , 22.1.2013 kl. 14:29

4 identicon

Það eru líka aðrar lífverur á jörðinni...

William (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 16:48

5 identicon

Hjá helming mannkyns er fæðingartíðni minni en 2,1 % og það er einmitt hjá siðmenntuðu þjóðunum, sem eru mestu matarframleiðendurnir, en hinar þjóðirnar hrúga niður börnum eins og kanínur og er meðalaukning þeirra þjóða frá 3,2 til nánast 3,9 % per ár. Þetta eru fyrst og frems múslimar og aðrar vanþróaðar þjóðir t.d. í Afríku.

Jarðarbúar eiga von á góðri framtíð.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 17:34

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Misskipting er helsta vandamálið þegar kemur að auðlindum jarðarinnar. Menntun er megin þáttur lausnarinnar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.1.2013 kl. 17:41

7 identicon

http://topdocumentaryfilms.com/dirtiest-place-planet/

Mengun er einnig stór þáttur í þessu. 

Ingó (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 18:22

8 identicon

Fjölgun mannkyns er ekki æskilegt markmið, af margvíslegum ástæðum.

Betri nýting matvæla er það.

Það er engin ástæða til að þvæla þessu tvennu saman, Svanur.

Jóhann (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 19:44

9 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Attenborough er ekki að segja neitt nýtt þarna. Thomas Malthus hélt þessu líka fram sautjánhundruð og súrtkál og enn finnast ráð.

Sæmundur Bjarnason, 22.1.2013 kl. 20:01

10 identicon

Þetta minnir á umræðuna fyrir 50 árum, þegar það var vísindalega sannað að allar olíubirgðir heimsins yrðu þurrausnar eftir 10 til 15 ár.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 22:34

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mannkynið náði fyrsta milljarði um 1860 og hefur marfeldið fært okkur sjöföldun á einni og hálfri öld. Samkvæmt þvíættum við að ná rúmum 40 milljöðum á sama tíma héðan í frá.

Þetta reikningsdæmi er þó ekki svona einfalt. Aföll voru mikil fyrir daga iðnbyltingarinnar, en með henni, olíunni og framförum í vísindum þá lifum við helmingi lengur en meðaltalið við upphaf tímatalsins. Það sem ver er nært fjölgar sér og þessi fjölgun takmarkast við þá næringu, aulindir og uppskeru. Þessu er öllu takmörk sett og finnur sér jöfnuð á endanum. Ég gætimtrúað að við þolum 15 milljarða markið um einhvern tíma. Við gætum farið upp,fyrir þau mörk, en eimd mannkyns og öfgar munu aukast í hlutfalli. Það lifa bara svo og svo mörg tré á hverjum hektara. Eitthvað gefur undan í lokin og jafnvægi næst. Þeir sterkustu og best gerðu lifa. Ekki endilega þeir feitustu og frekustu.

Það er allavega ljóst að vöxtur mannkyns elur af sér óróa og uppnám. Veldi rísa og velmegun vex og svo vex allt úr sér og veldi falla. Er það ekki sagan endalausa?

Jón Steinar Ragnarsson, 23.1.2013 kl. 02:56

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

The Fall eftir Stewe Taylor lýsir þessu annars ágætlega, þótt mér þyki hann helst til öfgafullur á köflum.

http://www.amazon.com/Fall-Insanity-Human-History-Dawning/dp/1905047207

Jón Steinar Ragnarsson, 23.1.2013 kl. 03:02

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jóhann; Greinarkornið er athugasemd mín við ummæli Davids og það er hann sem talar um hungursneyð af völdum offjölgunar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.1.2013 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband