Vitrasti kjáninn

Bjarna Ben, formanni sjálfstæðisflokksins finnast tillögur stjórnlagaráðs vera fúsk. Í orðum hans til flokksfélaga sinna liggur að honum finnist sá ferill sem að lokum gat af sér þessar tillögur, einnig vera fúsk. Kröfur Búsáhaldabyltingarinnar um nýja stjórnarskrá sem leiddi til nýrra stjórnarhátta, Þjóðfundurinn og stjórnlagaráð, allt er þetta eintómt fúsk

Bjarni telur það ennfremur ólýðræðislegt að bera þessar tillögur að frumvarpi um nýja stjórnarskrá undir þjóðina, án þess að þingið hafi fjallað um þær efnislega áður. Honum finnst það ekki lýðræðislegt að þingið fjalli efnilega um tillögurnar eftir að þjóðin hefur fengið að segja álit sitt á þeim eins og ráð er gert fyrir. 

Hann hefði svo gjarnan viljað að hans sjónarmið og flokkurinn hans hefðu fengið að hefla tillögurnar til og matreiða þær betur ofaní þjóðina eftir hans smekk. Það hefði verið miklu lýðræðislegra að mati Bjarna. Meiri umræða í þinginu hefði líka seinkað þjóðarkosningu fram yfir alþingiskosningar og eftir þær gerir Bjarni sér vonir um að vera í betri stöðu til að fara um þær höndum og gefa þeim það bragð sem honum hugnast. 

Bjarni fer ekki leynt með hverra erinda hann gengur. Öll símtölin frá LÍÚ eru loksins að kikka inn og örvænting hans leynir sér ekki.Það verður að stoppa þetta fúsk! Gerðu eitthvað drengur!

Verði tillögurnar samþykktar, táknar það endalok yfiráða valdastéttarinnar sem ráðið hefur öllu sem þeir vildu ráða á Íslandi undanfarna áratugi. Það má aldrei gerast.  Og fyrst rök og umræða duga ekki lengur, skal nú látið reyna á það eina sem eftir er, foringjaræðið.

Og skilaboðin eru skýr. Hafnið tillögunum, verjist fúskinu, fylgið foringjanum, vitrasti kjáninn hefur talað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Því miður þá hljómar þetta einhvernveginn nákvæmlega svona.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2012 kl. 23:06

2 identicon

Ég var að horfa á Stefán Pálsson formann félags herstöðvarandstæðinga í sjónvarpsþætti á sunnudagskvöldið þar sem hann var sömu skoðunar og Bjarni Benediktsson. Og þar var líka Pavel Bartoszek meðlimur stjórnlagaráðs sama sinnis.

Fyrir utan að hafa heyrt þessa sömu skoðun hjá fjölda hugsandi manna og kvenna á báðum vængjum stjórnmálanna.

Finnst nokkuð ódýrt og hrokafullt hjá ykkur að stimpla þá kjána sem ekki eru sammála ykkur, það er ekki þessu máli til framdráttar.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 23:55

3 identicon

Kröfur búsáhaldabyltingarinnar. Hvar eru þær framsettar og af hvaða aðila.

Þetta er eftirá tilbúningur í rökleysu. Það eru engar mótaðar kröfur til efir árás skríls á Alþingi og lögreglu. Aðeis skömm þáttekenda og niðurlæging.

Hermóður (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 09:28

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góð grein Svanur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.10.2012 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband