Klappstýran aftur á kreik

Ólafur Ragnar vílaði ekki fyrir sér að gerast klappstýra útrásarvíkinganna þegar þeir réru að því öllum árum að knésetja íslenska bankakerfið. Ólafur er ekki að baki dottinn því nú kallar hann eftir "þjóðaráætlun" til að taka á móti 2 milljónum ferðamönnum á næstu árum,  rétt rúmlega þrefalt meiri fjölda en nú heimsækir landið og ferðaþjónustuaðilar okkar eiga þegar fullt í fangi með að þjónusta.

Þegar Ólafur Ragnar byrjar að tala um "þjóðaráætlun" í tengslum við helsta vaxtarsprotann í atvinnuvegum þjóðarinnar, líkt og hann sé staddur í einhverju ráðstjórnarríki, hljóta ýmsar viðvörunarbjöllur að klingja.

Þetta er jú sami maðurinn og sagði þetta um ferilinn sem leiddi til efhagshruns þjóðarinnar fyrir aðeins fjórum árum. 

Útrásin er byggð á hæfni og getu, þjálfun og þroska sem einstaklingar hafa hlotið og samtakamætti sem löngum hefur verið styrkur okkar Íslendinga. Nauðsyn þess að allir komi að brýnu verki var kjarninn i lífsbaráttu bænda og sjómanna á fyrri tíð, fólkið tók höndum saman til að koma heyi i hús meðan þurrkur varði eða gerði strax að afla sem barst á land." ÓRG 10 janúar 2006

Eigi ferðaþjónustan að reiða sig á spádómsorð Ólafs Ragnars, eða eiga framtíð sína undir skilningi hans á  geiranum á einhvern hátt, er voðinn vís.

Ferðaþjónusta á Íslandi á vissulega glæsilega framtíð fyrir sér. En sá glæsileiki er ekki endilega fólgin í sí-auknum fjölda  ferðamanna sem aftur kallar á stöðugt meiri fjárfestingar í hafna og vegagerð auk samhliða eflingu allra hinna fjölmörgu stoða sem halda uppi innviðum ferðþjónustunnar.  

Stórfeldar fjárfestingar í greininni hljóta  nefnilega að haldast í hendur við stóraukin ágang og aukið aðgengi að viðkvæmri náttúru landsins sem er megin aðdráttarafl þess fyrir ferðamenn. Alla þessa þætti þarf að vega og meta og hafa um leið í huga að hér er fyrst og fremst stefnt að sjálfbærri atvinnugrein frekar en iðnaði sem aðeins hefur græðgina að leiðarljósi.

Nú loks þegar ferðaþjónustuaðilar vítt og breytt um landið, sem lengi hafa þurft að lepja dauðan úr skel við uppbyggingu iðnaðarins, horfa fram á þá tíma að atvinugreinin er að verða arðbær, stökkva fram á völlin gusar og gervispámenn sem þykjast hafa vit á málum og vilja ýmist skattleggja hana til ólífis eða þykjast þess umkomnir að leggja fyrir hvert atvinnugreinin eigi að stefna.

Hvorutveggja ber að vísa á bug og eins og staðan er í dag, ber reyndar að afþakka öll afskipti stjórnmálamanna og sjálfskipaðra klappstýra með vafasaman feril að baki, af geiranum.


mbl.is Tvær milljónir ferðamanna til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sættu þig nú við orðinn hlut, Svanur.

Sá gamli vann forsetakosningarnar, þér og mörgum öðrum til ólýsanlegrar gremju!

En hann gæti nú vandað sig betur í lokabarningnum, því get ég verið sammála. Sleppt dúbíus Dubæ-tengslum og gufuverkefnum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.9.2012 kl. 20:35

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Alltaf nýjar uppáhellingar. Var að horfa á Kastljós og þátt um ríkisendurskoðun. Síðan kemur þú með nýjar spurningar um ræðu forseta. Spádómsgáfa eða fullfermi fyrir vestan og margfaldað með fjórum. Hver getur verið á móti þjóðaráætlun á afmælisdegi?

Sigurður Antonsson, 25.9.2012 kl. 21:00

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Grætur þú Svanur, þóru????

Vilhjálmur Stefánsson, 25.9.2012 kl. 21:28

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ferðamannabissnesinn á Íslandi stefnir sem sagt rakleiðis í ruglið. það að ÓRG er kominn á kreik eru sterk viðvörunnarljós.

Hitt er annað, þetta með 2 milljónir ferðamanna og einhverja áætlun - þ.e.a.s. þessi tilhneyging til að stökkva á eina atvinnugrein, loðdýr, fiskeldi, bankar o.s.frv. - þetta virðist vera veikleiki hjá íslendingum. Stökkva á eitthvað eitt - og gera það að magnframleiðslu. Hrárri magnframleiðslu. Færibandaiðnaði.

þar fyrir utan, almennt séð, þá getur ferðamannabissness verið afar riský bissnes. það er ekkert hægt að skikka ferðamenn hingað upp og eg stórefa að einhver svona átök eða auglýsigarmennska skili alltaf jafnt og þétt aukningu til lengri tíma litið. Stórefa það. Er ekki ástæðan fyrir aukningu síðustu ára sú - að allt verður talsvert ódýrara á íslandi en var lengi vel. (fyrir þá sem eiga evrur og dollara). Eg held að það sé meginástæðan fyrir aukningunni. það er alveg fullt af fólki í Evrópu sem hefur áhuga á norðlægum slóðum og þegar það verður svona ,,ódýrt" þá nota menn tækifærið.

Ennfremur, talandi um ferðamannabissnes, að þá er sérkennileg tíska þessi ferðamannaskip sem eru orðin talsvert algeng víða um land á sumrin. þá er bara landað einhverjum ósköpum af fólki og að er bara svona að skoða. Tekjurnar koma úr gjöldum sem skipið þarf að greiða til að leggjast að bryggju. Veit það ekki, eg er soldið hugsi yfir þessari útfærslu. Nú þekki eg ekkert hve mikið skipin þurfa að greiða í Hafnarsjóð en það hlýur þá að vera eitthvað umtalsvert.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.9.2012 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband