Persónuupplýsingar og Geir Jón Þórsisson

Fátt er gagnlegra í pólitík en aðgangur að upplýsingum. Alls konar upplýsingum. Verðmætustu upplýsingarnar eru persónuupplýsingar, bæði um stuðningsfólk og andstæðinga.

Margir stjórnmálamenn byggja vald sitt á slíkum upplýsingum. Þær ráða oft úrslitum um hverjar niðurstöður mikilvægra mála verða, í kjörklefunum, á alþingi og ekki hvað síst...í reyklausum bakherbergjunum.

Þess vegna er reynt eftir mætti að varðveita aðgengi pólitíkusa slíkum upplýsingum og það varðar við lög að misnota þær.

Fáir hafa eins góðan aðgang að öllum mögulegum upplýsingum, þar á meðal viðkvæmum persónuupplýsingum og sá sem gegnir stöðu yfirlögregluþjóns í Reykjavík.

Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn fékk embætti sitt á sínum tíma vegna þess hvar í flokki hann stóð. Ekki vegna hæfni hans sem löggæslumanns. Hann er og var dyggur Sjálfstæðismaður.

Geir á OmegaHonum hefur samt tekist furðu vel í embættinu að halda stjórnmála og trúar skoðunum sínum til hlés í starfinu, þó sumir hafi bent á að hann hafi farið yfir strikið þegar hann mætti til trúbræðra sinna á Omega í einkennisbúningi til að leggja áherslu á predikun sína. 

Geir Jón Þórisson, sem er í þann mund að láta af embættinu, vill nú launa velgjörðamönnum sínum og láta eitthvað gott af sér leiða á vettvangi pólitíkurinnar. Honum finnst hann helst geta orðið að liði  sem foringi og forystumaður innan Sjálfstæðisflokksins.

Hann vill sem sagt gjarnan verða einn Geirinn í viðbót til að stýra þeim  flokki.

Hann gaf þetta til kynna um leið og hann sýndi fólki hvernig hann hyggist nota þær upplýsingar sem hann hafði aðgang að sem yfirlögregluþjónn. Sem slíkur hafði hann áreiðilega vitneskju um símtöl ákveðinna þingmanna við búsáhaldabyltingarfólkið.

Nú þegar Geir Jón hefur sýnt hvar hann álítur að styrkur hans liggi og að hann sé ekki smeykur við að nota upplýsingarnar sem hann hafði og hefur reyndar enn  aðgang að sem yfirlögregluþjónn, til að klekkja á pólitískum andstæðingum sínum, verður spennandi að fylgjast með hvernig honum nýtast allar þær upplýsingar sem hann hefur sankað að sér í gegnum tíðina, um samherja sína.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona ofurkrissi eins og Geir Jón.. hefur ekki séð ástæðu til að segja sig úr spillingarbælinu sem er sjálfstæðisflokkur; Að auki er sjálfstæðisflokkur fullur af ofurkrissum, hver öðrum spilltari...  Munið hvernig BB gaf Árna fulla sakaruppgjöf.. í snarhasti.. og allir hinir sjálfstæðiskrissarnir.. mar bara ælir

DoctorE (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 14:19

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Geir Jón hefur engin nöfn nefnt.Ákveðinn þingmaður rekur alltaf upp ramakvein um leið og þetta er nefnt, hefur sá þingmaður kannski eitthvað óhreynt í pokahorninu, það lítur þannig út. En Geir Jón hlítur að mega rannsaka málið fyrir lögreglustjórann án þess að Ráðherrar og þingmenn fari á límingunum, þetta er bara stórundarlegt háttarlag, og lísir sektarkennd hjá sumum!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 29.2.2012 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband