Hvers vegna er ekki tekið mark á Ólafi Ragnari?

Ólafur Ragnar vill ekki halda áfram að vera forseti. Það er alveg ljóst og skýrt. Hann sagði það í nýársávarpinu og hefur ekki dregið þá yfirlýsingu til baka. Hann talaði skýrt.

Það eru bara einhverjir fræðimenn og fjölmiðlar sem ekki sætta sig við ákvörðun hans um að hætta og reyna að gera orð hans loðin og tvíræð. En Ólafur sjálfur talið skýrt, hann vildi hætta. -

En vegna þess að  fræðimennirnir og fjölmiðlarnir fóru svona með hann, neyðist Ólafur nú til að kanna baklandið og sjá hvað setur.

Hann getur alls ekki farið að tala skýrt núna, og segja t.d. að hann ætli ekki í framboð, eftir að svona margir eru farnir að trúa því að hann hafi talað óskýrt á gamlárskvöld og vilji kannski alveg vera forseti áfram þrátt fyrir hversu skýrt hann hafi tekið það fram að hann vildi ekki vera það. -

Hvers vegna tekur fólk ekki mark á Ólafi? Og hversvegna er fólk að gera honum þann óleik að safna undirskriftum til að skora á hann að halda áfram. Skilur fólk ekki mælt mál, eða hvað.

Niðurstaðan er sem sagt orðin sú, eftir að vilji hans sjálfs var ekki virtur og eftir að fræðimenn og fjölmiðlar neituðu að taka hann trúanlegan í nýársávarpi hans, og nú verður  hann, herra Ólafur Ragnar Grímsson, nauðugur að íhuga lýðræðislega skyldur sínar, kanna baklandið og sjá til, hvort hann vilji gefa áfram kost á sér til að gegna áfram forsetaembættinu. Það er alveg ljóst og skýrt.


mbl.is Forsetar „rjúka ekki til“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þeim fækkar nú óðum, sem geta vitnað þráðbeint í Kristján Eldjárn, þó þessi forseti hafi 'rokið til' og fundið einhverja hógværa orðræðu, sem seint gæti sæmt 16 ára forseta.  

Vitna í ágætan "laugara" sem stynur upp;  Íslands vættir, hví hafið þér yfirgefið oss!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 29.2.2012 kl. 07:03

2 Smámynd: Landfari

Ég sé nú ekkert að því þó Ólafur verði áfram, jfnvel þó ég sé almennt þeirrar skoðunar að menn eigi ekki aðsitja of lengi í sömu stólunum.

Sé í fljótu bragði ekki að ég færi að kjósa neitt annað en hann ef hann fer fram aftur, nema ef ég færi sjálfur í framboð. En ég hef nú ekki fundið þessa vaxandi þungu stuðningsöldu frá fólkinu í landinu þannig að ég á nú ekki von á því að verða neitt í framboði sko.

En það yrði þá í fyrsta skipti sem ég kysi Ólaf Ragnar. Einhvern tíman verður allt fyrst.

Landfari, 29.2.2012 kl. 08:47

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Lárusson gefur líka kost á sér til að gegna forsetaembættinu. Hvers vegna er ekki tekið mark á því?

Á hjariveraldar.is er kynning á þeim ágæta manni. Það getur vel verið að c.a. 65% þjóðarinnar vilji kjósa hann! Á að hundsa lýðræðislegan vilja þeirra? Þetta er orðið vandræðalegt fjölmiðla-leikrit í kringum Ólaf Ragnar. Svona þrýstingur er ekki lýðræðislegur.

Er þjóðinni ekki treyst til að kjósa forseta lengur?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.2.2012 kl. 09:46

4 identicon

Anna. Eru kosningarnar yfirstaðnar og ég fékk ekki að kjósa? Ef forsetinn er að leika einhvern ljótan leik, þá hlýtur hann að bíta úr nálinni með það. Og þið þá væntanlega að gleðjast yfir því. En ég sé nú  bara storm í vatnsglasi

Benni (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 10:27

5 identicon

Heill og sæll Svanur Gísli; sem og aðrir gestir, þínir !

Svanur Gísli !

Þegar þorri; 63menninganna, í steinkumbaldanum við Austurvöll í Reykjavík, hafa orðið berir að sviksemi, við land og lýð og fénað allan, en Ó.R. Grímsson, þrátt fyrir fyrri tíðar afglöp hans, tekur af skarið, og kemur landsmönnum til liðs, er einboðið, að fólk vilji kalla hann til áframhaldandi starfa - breytir öngvu, hvort menn sitji í 20 ár, eða 200 ár, séu þeir sannir að einhverjum þeim skörungs skap, sem réttlætir áframhaldandi setu þeirra.

Rama IX.; Thailandskonungur, hefir setið frá árinu 1946, þar eystra - og er ekkert, á förum, nema Elli kerling verði til þess, að vinna á honum, svo sem.

Mér er engin launung á; að ég hefi verið - og er, fylgjandi Landshöfðingja, eða þá Ríkisstjóra, í stað Forseta - sem væri allt að 3/4 ódýrari í kostnaði, fyrir tæpra 300 Þúsunda manna samfélag, eins og Íslendinga - sem fer hvort eð er fækkandi, með hverju árinu, sem líður, úr þessu, gott fólk.  

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 13:05

6 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Óskar það er einmitt málið. Anna hvað er lýðræði í þínum augum, verður ekki kosið um forseta? Hver segir að það verði ekki?

Eyjólfur G Svavarsson, 29.2.2012 kl. 17:19

7 identicon

Hvers vegna tekur fólk ekki mark á Ólafi Ragnari ?

Því er auðsvarað; Hann er loddari, í efsta styrkleikaflokki í þeirri deild. Hann hagar seglum eftir vindum og er mesti tækifærissinni sem Ísland hefur alið, ef ekki heimurinn allur.

Hann er alltaf að hugsa um sjálfan sig; hann er illa haldinn af menntahroka og gáfumannahroka.

Það er ekki út af engu sem helmingur þjóðarinnar er beinlínis illa við forsetann.

Þeir sem stóðu að undirskriftasöfnuninni ætlast til þess að forsetinn verði í fararbroddi þeirra sem ekki vilja ganga í ESB.
Ég held að Ólafur sé nógu vitlaus til að glepjast til þess að gefa kost á sér einu sinni enn og standa áfram í stríði við stóran hluta þjóðarinnar hér eftir sem hingað til.

Láki (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 22:35

8 identicon

Komið þið sæl, sem oftar !

Láki minn !

Rifa þú nú segl; og rifjaðu upp með okkur hinum, fyrir hverju við stóðum frammi, að hálfu hins gjörfúna alþingis (já;sleppi stóra Ainu, hér eftir); árin 2010 - 2011, og reyndar enn, ágæti drengur.

Margir eru; annmarkar - sem hnökrar Ólafs Ragnars, svo sem, en hann ÞORÐI að standa með sínu fólki, ólíkt þorra þeirra 63a menninga, við Austurvöll í Reykjavík, Láki minn.

Gleymum því ekki; þrátt fyrir allt, annað.

Sömu kveðjur - sem seinustu, að sjálfsögðu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 01:18

9 identicon

Óskar Helgi.

Eitt af því sem er svo skrítið við hann Ólaf Ragnar eru þessar meintu gáfur hans. Hann heldur að hann sé gáfaður sjálfur og hefur platað marga til þess að trúa því líka. Hann er háfleygur og mælskur og reigir sig gjarnan eins og hani á fjóshaug. En samt er eitthvað svo óttalega heimskt við hann.

Og þegar hann er farinn að sleikja sig upp við Sjálfstæðisflokkinn og sækja sinn helsta stuðning til hægri manna, þá verður mér bara hálf bumbult. Hann syngur svo falskt maðurinn að ég er viss um að hann er laglaus í raun og veru blessaður maðurinn

Aldrei hef ég litið svo á að Ólafur Ragnar hafi staðið með þjóðinni. Hann sá að hann var að missa vinsældir og reyndi að afla nýrra vinsælda á nýjum slóðum með inngripi sínu í störf Alþingis. Það tókst honum a.m.k. um stund.  Hann gerir hvað sem er til að öðlast vinsældir og er mikið í mun að hans verði minnst í sögubókunum sem stórmennis. En sagan á frekar eftir að minnast hans í embætti forseta Íslands sem mannsins sem reyndi að hrifsa völdin á Íslandi. Einræðistilburðir hans eru hreint út sagt ógnvekjandi.

Ég held að hann hafi ekki meira en 50% stuðning hjá þjóðinni í dag og myndi skíttapa í kosningum ef alvöru frambjóðandi kæmi fram á móti honum.
Ólafur Ragnar getur aldrei orðið sameiningartákn þjóðarinnar.
Hann er of umdeildur til þess.

Ég á ekki betri ósk í fórum mínum en þá að fram komi forseti sem þjóðin (og þá meina ekki öll þjóðin en ekki bara helmingurinn) getur verið stolt af. Forseti sem þjóðin lítur upp til og stappar í okkur stálinu þegar illa gengur. Gleðst með okkur þegar vel gengur. Sameinar en sundrar ekki.

Góðar stundir.

Láki (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 18:57

10 identicon

Smá villa hjá mér í sviganum neðarlega;

Þar átti að standa (og þá meina ég öll þjóðin en ekki bara helmingurinn)

Láki (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 21:14

11 Smámynd: Landfari

Var hann að missa vinsældir þegar hann synjaði fjölmiðlalögunum samþykkis sem aldrei skiyldi verið hafa?

Miðað við þá gjörð hefði honum ekki verið stætt á hundsa undirskriftir í Icesave málinu.

Landfari, 2.3.2012 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband