Make me one with everything

Íslenska pylsan er einn af fáum réttum sem getur gert tilkall til þess að kallast þjóðarréttur íslendinga. Það líður sjaldan langur tími frá því að ég stíg á íslenska grund og þangað til ég er kominn inn í einhverja sjoppuna til að fá, það sem fyrir mér er hinn eina sanna pylsa.

Hér áður fyrr, áður fyrr þegar Prins póló var og hét og bragðaðist eins og Prins á að bragðast, var það hluti af þjóðarréttinum, eins konar eftirréttur. En eftir Chernobyl slysið breyttist bragðið og síðan umbúðirnar og þá fór þjóðlegi svipurinn af því.

Eins og pylsa með öllu er nú góð og vinsæl á landinu er mesta furða að útlenskir  matargurúar hafi ekki fyrir löngu tekið hana upp á sína arma líkt og gert er í Huffington Post. En þá ber þess að gæta að smekkurinn fyrir réttinum er "áunninn" því margir af þeim útlendingum sem ég hef boðið upp á góðgætið, eru ekki eins hrifnir og ég, alla vega ekki í fyrsta sinn.

Besti pylsubrandarinn sem ég hef heyrt er svona; Búddisti gekk upp að pylsusalanum í New York og sagði; make me one with everything.


mbl.is Íslenska pylsan slær í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

árum saman voru SS pylsurnar kallaðar SS vínarpylsur.. en þessar pulsur eiga fátt sameiginlegt með vínarpulsum nema nafnið.. svo nafninu var breytt í kyrrþey í SS-pulsur :) En .. góðar eru þær ekki nema beint úr ofni..

Óskar Þorkelsson, 5.4.2011 kl. 14:18

2 Smámynd: Egill

það er síðan seinni partur af þessum brandara sem sumir hafa ekki heyrt en í heild sinni er þetta eitthvað á þessa leið.

A buddist monk walks up to a hot dog vendor and asks the vendor 

"make me one with everything"

the vendor prepares and hands over a slathered hot dog to the monk and says

"that'll be $2.50"

the monk hands over a 20 dollar bill

he then waits a few moments and finally asks

"where's my change?"

 the vendor replies

"change comes only from within"

Egill, 5.4.2011 kl. 16:18

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Góður Egill.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.4.2011 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband