Ekki skákborðið sem Fischer og Spasskí tefldu við

spassky-and-fischer-1972Fyrri fréttin um þessa sölu á skákborði og taflmönnum úr skákeinvígi allra tíma, sagði örugglega að borðið hafi verið notað í þriðju skákinni sem fór fram í bakherberginu. Nú er sagt að aðeins taflmennirnir hafi verið notaðir en taflborðið verið eitt af mörgum (sumir segja allt að 16)  sem hinn sérvitri Fischer hafði til að velja úr og voru síðan gefin skáksambandsmönnum.

Spurningin sem vaknar er hvar er þá skakborðið sem var notað? Skáksambandið sendi frá sér einhverja athugasemd um að það harmaði að munir tengdir einvíginu væru farnir eitthvað á flakk. Hvað hefur sambandið gert til að halda þeim saman? Hvar er Volkswagen bjallan sem Fischer var fengin til umráða, hvar eru marmarareitirnir sem prýddu skákborðið til að byrja með en var skipt um að beiðni Fischers? Og hvar er pálminn sem keyptur var í Alaska til að prýða sviðið fyrir aftan keppendurnar og sést svo vel á meðfylgjandi mynd. Hver á húsið í Goðalandi sem Fischer var ætlað að búa í og væri kannski upplagt að það hýsti safnið um þennan heimsatburð sem fyrr eða seinna kemur til með að verða sett upp.


mbl.is Enginn sýndi taflmönnum áhuga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég er alveg mát. Er GGÞ samkvæmt þessu eitraður riddari eða bara saklaust peð? Gat hann ekki fengið lán hjá MP banka?

Ég á skyrdollu sem Fischer át úr. Hún er ekki til sölu. Nú er mér sagt að ég geti fengið nokkra milljónir fyrir hana.

Þar sem mjólkuróþol er mjög algengt meðal gyðinga er líklegt að skyr hafi ekki verið sérlega hollt fyrir Fischer, og gæti jafnvel skýrt hegðunarmunstur hans í stórmeistaraeinvíginu.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.4.2011 kl. 10:24

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þar er komin skýringin á dyntunum í Fischer. Mjólkuróþol var það heillin.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.4.2011 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband