Er Monica Caneman fulltrúi kröfuhafa í Kaupþing

Monica CanemanMonica Caneman er sænskur hagfræðingur sem býr í Svíþjóð. Hún hefur það fyrir atvinnu að sitja í stjórnum stórra fyrirtækja og hefur gert það frá 2001. Ég veit ekki hvað hún situr í stjórnum margra fyrirtækja um þessar mundir en þeirra á meðal er Arion Banki þar sem hún situr fyrir hönd Kaupskila ehf. Kaupskil ehf eiga 87% í Aron banka og stjórna bankanum. Monica ljær sitt "góða nafn" þeim fyrirtækjum sem hún starfar fyrir og er handbendi eigenda þeirra. Í  staðinn fær hún ríkulega umbun eins og fréttin hér að neðan vitnar um. 

Eignarhald bankans er sem sagt í höndum sérstaks dótturfélags Kaupþings (Kaupskila), sem lýtur stjórn sem er að meirihluta skipuð stjórnarmönnum óháðum Kaupþingi, stórum kröfuhöfum í Kaupþing og Arion banka.

Það er alveg ljóst að að Fjarmálaeftirlitið var í blóra við góða stjórnskipan þegar það heimilaði  að fyrirtæki í eigu annars fyrirtækis sem komið er í umsjá skilanefndar að eiga hlut í banka, eins raunin er með Kaupþing, Kaupskil og Arion Banka.

Það hefur heldur aldrei komið fram hverjir eru helstu kröfuhafar í Kaupþing og þar með raunverulegir eigendur Kaupskila ehf sem á eins og áður sagði 87% af Arion Banka á móti 13% sem íslenska ríkið á.

Enginn veit hvort einver bein hagsmunatengsl (önnur en laun stjórnarmanna) eru á milli helstu kröfuhafa í Kaupþing og stjórnarmanna í Arion banka og þar á meðal Moncu Caneman. Ef slík engsl eru til er það klárlega brot á lögum.


mbl.is Með 1,4 milljónir á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Svo ekki sé talað um Steen Hemmingsen, Danann sem situr með Monicu Caneman í stjórn bankans.

Hann hefur "svo sannarlega" sýnt "hæfi" sitt á síðasta árinu í lífi Amagerbankans sáluga, sem var lógað hér í vetur, eftir að hann var settur til að varna því. 

Hemmingsen hefur einnig tjáð sig á neikvæðan hátt um íslensk efnahagslíf í Berlingske Tidende, svo ekki sæmir manni sem á að vinna við endurreisn trausts á íslensku efnahagslífi.

Þetta stjórnarsetufólk er ofmetið lið.  Gerir ekkert annað en að lána nafn sitt sem er í háu gengi í óraunverulegum heimi. Bankastjórnarfólk er ofmetið lið og laun þess eru birtingarmynd græðginnar sem olli hruninu. Græðgin hefur ekkert minnkað. Vandinn mun því ekki minnka.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.4.2011 kl. 08:34

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég vil taka það fram sérstaklega.. ég er sammála Villa :)

Óskar Þorkelsson, 4.4.2011 kl. 10:17

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég er sammála síðasta ræðumanni :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.4.2011 kl. 10:19

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hið raunverulega rán er í fullum gangi núna á öllum vígstöðvum árið 2008 var það ekki byrjað, þá lauk bara undirbúningnum.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2011 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband