Kaldrifjaður Björgólfur Thors

BTBAuðvitað þarf breskt blað til að vekja athygli á að Björgólfsfeðgar hafi tekið út 32 milljarða úr Landsbankanum sama dag og hann var þjóðnýttur.

Geta þessir Bretar ekki verið til friðs og og leyft Íslendingum að halda áfram að trúa því að peningarnir sem Landsbankinn rakaði að sér frá trúgjörnum hollenskum og breskum innlánurum hafi gufað upp.

Björgólfur Guðmundsson er sagður gjaldþrota. Hann tók greinilega skellinn gamli maðurinn eins og svo títt er á Íslandi og bjargaði syninum.  Björgólfur Thors Björgólfsson er hins vegar einn af auðugustu mönnum heims. En hann er það vegna þess að hann er skuldseigur. Það hefur ætíð verið litið upp til skuldseigra manna á Íslandi.

Hann saug síðustu krónurnar út úr svikamillunni sem hann og faðir hans settu upp í Landsbankanum og honum finnst sjálfsagt að eftirköstin falli á þjóðina. Björgólfur Thors er greinilega ekki aðeins skuldseigur, hann er einnig kaldrifjaður. Þess vegna er hann vinamargur og dáður af fólki í öllum flokkum. Þess vegna mun hann komast upp með að borga aldrei þessa 32 milljarða til baka.


mbl.is 32 milljarða millfærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit vel að þú meinar það sem "ironi" að hann skuli vera vinamargur og elskaður af öllum.  En það er nú einu sinni þannig, að fólk elskar peninga ... þess vegna var hægt að lokka alla Íslensku þjóðina með glópagulli (og glópagull skal það kallast).  Og það er af sömu ástæðu sem fólk hatast út í "peningamennina", því þeir fóru burt með peningana ... Fólk elskar peninga ... svo einfalt er það.

Þess vegna eru "hugvits" menn, illa séðir ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 11:01

2 identicon

Ég vil bend þér Bjarne á að það eru ekki allir sem elska peninga. Það hefur verið hlegið af mér fyrir það að elska ekki peninga. Ég lét ekki plata mig út í að taka ofurlán fyrir hinu og þessu. Ég á en þá túpu skjá ekki flat skjá ég á ekki bíl ég geng í vinnuna og þangað sem ég þarf að komast. Því er það ósangjart að ætlast til þess að ég borgi skuldir þessara manna því þeir eru öruglega ekki tilbúnir til þess að borga mínar skuldir.

Ingó (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 15:11

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hefurðu séð hvað JÁ auglýsingunum svipar til Landsbankalogosins?  Blár flötur með ramma, sem búið er að krossa í með rauðu og öfugsnúnu L-i.

Skyldi það vera meðvitað? lanssave.jpg

Jón Steinar Ragnarsson, 3.4.2011 kl. 16:57

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek undir með Ingó, og hafna máli Bjarne Örn enda kom hrunið ekkert við mig að öðru leiti að allt tvöfaldaðist í verði og svo er útgerðin smásaman að hægja á sér. 

Ssíðustu misserin fyrir hrun þá skullu hér hryðjur af sníkju dyrum frá bönkum, lífeyrissjóðum og fjármálstofnunnum sem ég kann ekki að nefna sem buðu gull og græna skóga ef ég vildi taka lán eða leggja peninga inn á reikninga hjá þeim. 

Ég lærði það fljótt að við þetta fólk var bara tímaeyðsla að segja nei, en já ég skal skoða það þá losnaði maður við þennan líð án þess að þurfa að henda honum út. 

En á eftir stóð bunan af bréfa rusli inn um bréfalúguna.  Eftir hrunið þá kom smá friður en mér sýnist sem þetta sé að byrja aftur og væri vænt um ef einhver snjall maður hannaði sníkjudýragildru með sjálfhreinsi búnaði svo losna mætti við þessa óværu.

Hrólfur Þ Hraundal, 3.4.2011 kl. 17:43

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

                                

Eru bara ekki of fáir og of hugmyndasnauðir grafískir hönnuðir á landinu?

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.4.2011 kl. 17:55

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Máske.... eða þá að jámennirnis séu á svona Freudean slippers.

 

Jón Steinar Ragnarsson, 3.4.2011 kl. 18:30

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.4.2011 kl. 19:04

8 identicon

Er eitthvað sem bannar það að almenningur á Íslandi geti framkvæmt borgaralega handtöku á Björgólf Thor Börgólfssyni,? Handtökum allt það hyski sem gerði þjóðinni þennan óleik og hefur skipt henni í tvær þjóðir(fylkingar) ég segi,,  N E I   I C E S A V E

Númi (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 22:07

9 identicon

ÖLL SAKAMÁL EIGA AÐ FAR FYRIR DÓM,ICESAVE ER SAKAMÁL,ÞESSVEGNA SEGI ÉG NEI VIÐ ICESAVE.

Númi (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 22:41

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Lárus,ég tek út athugasemd þína vegna þess að í henni getur falist óbein hótun um ofbeldi. þér er velkomið að umorða athugasemdina og setja hana inn aftur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.4.2011 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband