Barndóminum stolið

Beauty-Children-Pageants-Make-Children-Look-Ugly-015Á sama tíma og samfélagið berjast látlaust gegn misnotkun barna og yfirvöld elta barnaníðinga á enda veraldar, viðgengst mikill tvískynnungur í samfélaginu, sérstaklega gagnvart stúlkubörnum sem eru kynlífsvædd af skeytingarlausum foreldrum.

Merkilegt samt hvað lítið er um málið fjallað.  Kannski er málið svo viðkvæmt að hræðslan við að vera stimplað "eitthvað skrýtið" við það eitt að benda á vandann, aftrar fólki frá að tala mikið um hann.

Ég vil því nota tækifærið og benda á nýlega og góða grein eftir Finnborgu Salome Steinþórsdóttur félagsfræðing sem heitir Dúkkuleikur eða barnaklám og er að finna á Vefritinu.

Tvískinnungurinn felst í því hvernig stúlkubörn eru notuð til að vera einskonar framlenging á mæðrum sínum. Þetta kemur einkum fram í klæðnaði þeirra, notkun andlitsfarða og hvernig þær bera sig til. Taktarnir, jafnvel danshreyfingar þeirra eru greinileg eftirherma.

Stundum langar litlum stúlkum að líkjast mömmu sinni en það virðist æ algengara að mömmurnar vilji að telpurnar líti út eins og þær. Við það verða telpurnar vitanlega eldri í útliti, sem er rangt á svo marga vegu. Á vissan hátt er verið að stela frá þeim barndóminum og æskunni.

Þessi afstaða til ungra telpna er orðin svo algeng að kaupmenn nota sér hana eindregið og þess vegna er til markaður fyrir brjóstahöld fyrir stúlkubörn allt niður í þriggja ára aldur, eins og frétt mbl.is hér að neðan fjallar um.

Öfgarnar í Ameríku,  hvað þetta snertir eru þegar "heimsfrægar" og ég vona að málin þróist aldrei í þá átt á Íslandi. - Myndin er einmitt af einum keppenda í fegurðarsamkeppni barna sem eru svo algengar í USA.


mbl.is Stækka brjóst átta ára stúlkna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er í besta falli vafasamt og ætti með réttu að vera ólöglegt og það á að setja svona mál í hendur barnaverndar sem og önnur níðingsverk gagnvart börnum.

Sigurður Freyr Egilsson (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 22:57

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Málið er Sigurður, að fullt af fólki finnst þessi hegðun vera í góðu lagi og þeirra helstu rök eru að þeir sem sjá eitthvað athugavert við hana, séu sjálfir perrar fyrir að þykja hún vafasöm. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.3.2011 kl. 23:08

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

konur sem fara svona með dætur sínar ættu að vera enn í dúkkuleik- þær virðast ekki skynja veruleikann eins og hann er !

Erla Magna Alexandersdóttir, 14.3.2011 kl. 23:30

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Erla; Eru þær ekki enn í dúkkuleik, bara með lifandi dúkkur. -  

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.3.2011 kl. 23:44

5 Smámynd: Dagný

Góður pistill. Það þarf nú ekki annað en að fara í barnafatadeildina í Hagkaup til  að finna mellufatnað handa litlum stelpum. Og á meðan einhverjar mömmur/ömmur/frænkur kaupa slíkan fatnað á þær heldur þessi framleiðsla áfram. Svo þykir sumum foreldrum voða sætt að pósta á netið myndskeið af litlu stelpunni sinni í mellufatnaði að dilla sér við rapparatónlist. Þetta er sú þróun sem á sér stað líka á Íslandi. Hvar ætlum við að segja stopp?

Dagný, 15.3.2011 kl. 11:05

6 Smámynd: Mofi

Góð grein Svanur. Staðan í dag í þessum málum er sorgleg og stefnan sem samfélagið virðist hafa tekið er ógnvekjandi.

Mofi, 15.3.2011 kl. 13:55

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir það Dagný og Mofi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.3.2011 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband