Froðufella af gremju

Jón Gnarr er samur við sig og lætur sem vind um eyru þjóta alla gagnrýni á að hann sé flón og hafi ekki vit á málum. Það fær suma til að froðufella af gremju. Hann staðfestir í þessu viðtali að hann hafi ekkert vit á Icesave sem er ágæt tilbreyting frá öllu skvaldrinu þar sem allir vita best. - Eins og þjóðin er Jón búinn að fá hundleið á Icesave og kannski er hún jafn tilbúin og hann til að taka sjensinn á að þurfa greiða skriljónir, bara til að fá það burt. - 

Þeir sem mest hafa gagnrýnt Jón, eru skjálfandi á beinunum, því þá grunar að á bak við alla flónskuna geti leynst klókur stjórnmálamaður af gamla skólanum. Stundum bregður Jón nefnilega fyrir sig stöðluðum frösum "alvöru" stjórnmálamanna og þá sjóða venjulega þessar grunsemdir upp úr. -

Þeir sömu voru alveg að fara á límingunum þegar Jón lét þau boð út ganga að Besti flokkurinn hyggi á framboð á landsvísu.  Nú anda þeir vonandi léttar því Jón segist ekki eiga neitt erindi á þing. - Það þýðir að allt persónufylgi hans mun ekki nýtast Besta flokknum sem skyldi í fyrirhugðu framboði hans til alþingiskosninga. ´

En þá ber þess að gæta að Jón Gnarr þarf ekki endilega að vera að segja satt. Eins og fram kom í nýlegri skoðanakönnun álítur þjóðin að heiðarleiki hans felist í óheiðarleika hans.


mbl.is Bölsýnn borgarstjóri í Vín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Haraldur Rafn Ingvason, 15.3.2011 kl. 18:15

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég elska það þegar Gnarr lætur íhaldskurfa og trénaða flokkshesta froðufella...snilld!

Georg P Sveinbjörnsson, 15.3.2011 kl. 18:17

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mikið væri pólitík leiðinleg í dag ef Jón Gnarr væri ekki með...

Óskar Arnórsson, 15.3.2011 kl. 21:17

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Ég lít ekki svo á að pólitík eigi að vera skemmtileg,en megi vera það.  Var Gnarr nokkuð að bögga Íhaldið,mér sýnist allra flokka menneskjur vera annað hvort já eð nei-sinna. Jón er bara ekki maður átaka og illskeyttra ath.semda. Persónulega held ég að ath.semd hans í Austurríki breyti engu í kosningunum um Icesave´-fjárkúgunina. Ég berst fyrir NEI-i,en U.K. og N.L. mega eiga þetta verðmæta hræ,sem vex svona duglega hjá Steingrími að það hlýtur að duga án ábyrgðar.

Helga Kristjánsdóttir, 16.3.2011 kl. 02:08

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þessi síða er eins og að koma í garð friðar og rósemdar. Mér finnst að þeir sem deila harðast á borgarstjórann ættu að kynna sér hvað einelti er og taka síðan á málinu í heimaranni.

Bergljót Gunnarsdóttir, 16.3.2011 kl. 11:09

6 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Nei, hann var ekki að bögga íhaldið per se Helga, svo þenkjandi fólk á bara erfiðara með hreinskilni Gnarr en margur sýnist manni...enda vanir að leiðtogar þeirra og aðrir jálkar ljúgi blákalt upp í opið geðið á fólki án þess að depla auga.

"Ef hann kann ekki að ljúga, hvað verður um hann þá? " (Fjöllin hafa vakað - Egó)

Georg P Sveinbjörnsson, 16.3.2011 kl. 19:10

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Var rétt að lesa Axel Jóhann og fatta núna hvað þú meinar Bergljót.

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.3.2011 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband