Geir H. Haarde skal fórnað

Ansi er ég hræddur um að almenningur, hvað þá þeir sem hyggjast ætla aða sækja málið gegn Geir Haarde, verði að herða hjarta sitt til að sjá þetta mál til enda. Það þarf að hafa einbeittan vilja til að sakfella mann fyrir að gera nákvæmlega það sem allir aðrir voru að gera í kringum hann.

Hræsni pólitíkusa sem halda að það sé einhver friðþæging fólgin í því að fórna Geir, er svo auðsæ og pínleg að almenningur hlýtur að skammast sín fyrir það eitt að hafa nokkru sinni kallað eftir réttlæti. 

Og slæm samviska allra sem að komu er farin að segja til sín. 

Það var skelfilegt að sjá niðurlúta þingmenn við þingsetninguna, ganga sneypugönguna frá dómkirkjunni yfir í þinghúsið, berskjaldaðir fyrir eggjum og tómötum fólksins sem þeir hafa svikið. Hvílík hneisa, og hvílík skömm.

En hvaða önnur þjóð mundi gefa almenningi kost á að hæða þingmenn sína á þennan hátt. Það var eins og þeir væru þarna til að láta refsa sér.

Hvaða öryggisgæsla annars lands mundi gefa æstum lýð möguleika á að komast í slíkt návígi við æðstu stjórnendur landsins?

Að þessu leiti er Ísland eintakt. Allt er svo einfalt og augljóst.

Dorit forsetafrú var eins og hún væri að leika í bíómynd. Leikur hennar er ávalt svo einlægur. Hún starði sleginn út yfir æstan múginn eins og hún vildi segja;  ég gref hjarta mitt við undað auga, er þetta virkilega orðið svona slæmt? Sama fólkið og sló búsáhöldin fyrir rúmu ári er mætt aftur og hrópar "Vanhæf ríkisstjórn". Hvað vill þessi skríll eiginlega?

En hvað fær gott og heiðarlegt fólk yfirleitt til að vera þingmenn, vitandi að eina leiðin til þess er að koma sér fyrir í einhverjum flokknum, læra að spila refskákina og taka þátt í óheiðarleikanum sem harðkóðaður er í alla flokkspólitík. Fólk sem veit af reynslunni að flokkakerfið sem það starfar eftir er megin sundrungaraflið í samfélaginu.  Niðurlæging Geirs er einmitt niðurlæging hins pólitíska kerfis sem hann starfaði fyrir. Með því að ásaka Geir er fólk að ásaka sjálft sig.

 


mbl.is Ekki sekur frekar en Brown eða Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guddi blessi Geir Haarde, problem solved.

Er fólk að ásaka sjálft sig, comon hahaha


DoctorE (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 14:40

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Já auðvitað eigum við þrautpínd þjóðin bara að ásaka okkur sjálf...Hvernig læt ég..

hilmar jónsson, 3.10.2010 kl. 16:32

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þrautpínd þjóðin elskar kvalara sína Hilmar. Núna vill hún helst skipta um aftur og leyfa íhaldinu aftur að halda á svipunni. -

Fyrir fólk er þetta ástand eins og að vera um borð í strætó sem lendir í mikilli umferðateppu. Allir vita að þeir eru hluti af vandanum og sem farþegar bera ákveðna ábyrgð á förum strætisvagnsins, því hann væri ekki á ferð nema vegna þeirra.

Þeir vita jafnframt að það er ekkert gægt að gera af viti fyrr en greiðist úr umferðarteppunni. Að hengja vagnstjórann fyrir að lenda í þessu, er fáránlegt. Hann er jafn ábyrgur og jafn saklaus og allir sem trúa að þessi strætisvagn sé öruggur og eigi yfirleitt að vera í umferð.

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.10.2010 kl. 16:57

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góður pistill kæri Svanur.

Sigrún Jónsdóttir, 4.10.2010 kl. 02:30

5 Smámynd: Heimir Tómasson

Góður pistill. Íslendingar þurfa að fara í mikla naflaskoðun. Þar sem ég kem til Íslands ca tvisvar á ári sé ég mikinn mun. Ég ætla að skrifa pistil um það.

Heimir Tómasson, 4.10.2010 kl. 02:47

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Það þarf að hafa einbeittan vilja til að sakfella mann fyrir að gera nákvæmlega það sem allir aðrir voru að gera í kringum hann.

Ég er ekki að far að taka undir þetta Svanur, enda er ferill Geirs samofinn hruninu og undanfara þess í mörg mörg ár, auk þess a ðvera formaður þess stjórnmálaafls sem ýtti hruninu úr vör.. 

Hins vegar má alveg færa rök fyrir því að það er fáranlegt að ásaka Geir einan en láta alla hina sleppa...  en sök Geirs er mikil.. mjög mjög mikil.

Óskar Þorkelsson, 4.10.2010 kl. 11:31

7 identicon

Ég get ekki sagt að ég sé sammála þessu Svanur. Skilgreiningin á sekt felur ekki í svona langdregnar ályktanir. Þessi rök minna um margt á útskýringar dóttur minnar þegar hún var fjögurra ára og hljóp yfir umferðargötu sem hún vissi alveg að hún mátti ekki fara yfir. Hún sagði mér að hún hefði ekkert farið yfir götuna. Hins vegar hafði hún verið að elta býflugu sem var að elta kött sem fór yfir götuna! Hins vegar er undarlegt að þeir sem eru upphaflegu sakamennirnir skuli sleppa svona billega. Ég botna ekkert í því.

Dagga (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 11:50

8 Smámynd: Gísli Ingvarsson

"Með því að ásaka Geir er fólk að ásaka sjálft sig." - Já en fyrst og fremst kjósendur stefnu Sjálfstæðisflokksins og þeirra sem unnu með og fyrir þann flokk. Eina ástæðan fyrir því að Geir lendir í þessu er að hann fylgdi stefnu flokksins án undanbragða.

Gísli Ingvarsson, 4.10.2010 kl. 13:17

9 identicon

Þeir sem eru að verja Geir hér, þeir eru með Stokkhólms heilkenni(Geirs heilkenni)

Við verðum svo að gera ráð fyrir, og stefna að sakamálum gegn öllum hinum, þar með Geir Haarde.

Ef það er ekki tekið hart á þessum viðvaningum, þá erum við dæmd til að þetta gerist aftur og aftur og aftur og aftur

doctore (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 13:43

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég þakka öllum athugasemdirnar.

Meginmálið er að við búum við kerfi sem ekki er hægt að bæta. Fólk vill hinsvegar alls ekki viðurkenna það. Margir halda að það sé hægt að bæta núverandi kerfi, fá heiðarlegt fólk til starfa innan flokkanna eða jafnvel stofna nýja flokka með góðu fólki.

Mín skoðun er sú að flokkakerfið sjálft sé svo meingallað og spillt að ekki verði bætt úr. Því beri að leggja það niður. - Að refsa einum eða fleirum, fyrir það eitt að hafa gert það sem flokkakerfið krefst að fólki, finnst mér því út í hött.

Þau rök að Geir hafi verið við stjórnvölinn þegar allt fór á kaf, finnast mér heldur ekki sannfærandi. Ekki að hann sé saklaus, heldur er hann jafn sekur og aðrir.

Hvers vegna að draga hann einn til saka fyrir alla?

Við vitum að sú ákvörðun er flokkspólitísk og þess vegna afar gott dæmi um það hvernig slík póltík getur ekkert af sér nema ósætti og óréttlæti.

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.10.2010 kl. 16:48

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

flokkar geta svosem alveg starfað áfram Svanur, það á bara að banna flokka í alþingiskosningum. Einstaklingskosningar þar sem einstaklingurinn getur vel kennt sig við einhvern flokk en bíður sig fram sem einstaklingur..

Óskar Þorkelsson, 4.10.2010 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband