Shit happens

Þrír fyrrum ráðherrar segjast engu hafa getað bjargað og að hrunið og kreppan sem því fylgdi, hafi ekki verið þeim að kenna. Ég er alveg sammála þeim. Þeir eru saklausir. En þeir sleppa samt ekki svo létt úr snörunni.

Það er ekki sanngjarnt að allir þeir sem töpuðu á hruninu þurfi að sætta sig við að það hafi ekki verið neinum að kenna. Einhver verður að axla ábyrgðina. Einhver verður að borga. Einhver verður að taka á sig sökina. Við viljum alvöru blóraböggla.

Og eins og við öll vitum, gerast stundum mistök. Það voru greinilega mistök sem ollu hruninu og kreppunni. Stundum bitna mistökin á almenningi og stundum á þeim sem segjast vera ábirgir fyrir stjórn landsins. Nú er kominn tími til að mistökin bitni smá á þeim.

Eða eins og þeir segja á enskunni; Shit happens and What Goes Around.../...Comes Around.


mbl.is Átti ekki þátt í hruninu og gat ekki komið í veg fyrir það
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er aumasti og misheppnaðasti stjórnmálaleiðtogi gjörvallrar Íslandssögunnar !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 08:33

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Miðað við þessa fullyrðingu Gunnlaugs hér að ofan þá held ég að dómur fólksins og sögunnar dugi alveg sem sakfelling og ekki þurfi til frekari refsingu. Þetta á líka við fleiri stjórnmálamenn. Engu máli skiptir þá hvort þeir verði sýknaðir af landsrétti, þjóðin er búin að finna sína blóraböggla og dæma þá eftir sínu höfði.

Emil Hannes Valgeirsson, 12.9.2010 kl. 10:54

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Emil; nákvæmlega. þjóðin er eins og vampíra sem hefur verið í svelti. Hún vill blóð og ekkert annað og það skiptir ekki máli lengur hverra blóð verður drukkið. Alþingi verður að bregðast við og skaffa blóð.

En þannig eru stjórnmálin, allt er afstætt, ekkert er satt og engin er lygari og allir eru bestu skinn inn við beinið.  

En frumhvötunum þarf að fullnægja og akkúrat nú erum við reið eins og fullyrðing Gunnars sannar.

Hann hljómar reyndar eins og kokkálaður maður sem unnað hefur konu sinni lengi. Feitletruð orðin eru grunsamlega hávær...of hávær. Það sem hann meinar er; Ingibjörg Sólrún er aumust og best, misheppnuðust og frábærust.

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.9.2010 kl. 12:05

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þegar búið er að ganga frá dómum á þá sem þegar hefur verið ákveðið að séu sekir, skildum við þá geta farið að rétta kompásinn og leita uppi vitræna stefnu.  Eða höldum við bara áfram að elta dollubank, öskur og grjótkast?

  

Hrólfur Þ Hraundal, 12.9.2010 kl. 12:07

5 identicon

Vandamálið er að þeir stjórnmálamenn sem hönnuðu atburðarásina fram að hruni, þ.e. lömuðu eftirlitskerfið. Þeir eru nú friðhelgir.

Þeir mökuðu krókinn og gera enn.

Davíð KRisjtánsson (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband