Óvissa og pirringur

Fyrirsögnin á fréttinni er "Óvissa meðal ráðherra". En óvissan teygir sig miklu lengra,  til þjóðarinnar allrar. Óvissa og pirringur eru aðaleinkenni íslensks samfélags í dag.

Jóhanna Sig. og ríkisstjórn hennar finnst greinilega nóg komið af þessum látalátum með "fagráðherra" í ríkisstjórn. Það var spunabragð af þessum útnefningum á sínum tíma og nú er ljóst að gripið var til þeirra úrræða til að lægja óánægjuöldur almennings með pólitískar stöðuveitingar til fólks sem ekkert hefur til bruns að bera annað en að hafa unnið dyggilega fyrir flokkinn í einhvern tíma. Það er ljóst að um sýndaleik var að ræða.

Eins er með nýju lögin um fjármögnun stjórnmálaflokka. Þar var greinilega aldrei meiningin að breyta neinu í grundvallaratriðum. Í þeim er tryggt að fólk geti áfram keypt sér áhrif og stöður innan flokkanna.

Það var heldur aldrei meiningin að kalla saman stjórnlagaþing sem gæti starfað án beinna áhrifa stjórnmálaflokkanna.

Grímurnar falla ein af öðrum af samtryggingarkerfi fjórflokksins og ríkisstjórn Jóhönnu. Samtímis renna á almenning tvær grímur. Óvissa kemur í stað bjartsýni, pirringur í stað umburðalyndis.

 

 

 


mbl.is Óvissa meðal ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband