Skítlegt eðli

Það er stórfurðulegt og um leið upplýsandi að lesa sum bloggin við þessa frétt. Þingkona lætur eitthvað gróft flakka í gríni. Hún kemst að því að það var hljóðritað og heldur að það geti komið sér í koll. Hún biðst innilega afsökunar opinberlega og allir pólitísku bloggararnir setja upp flokksgleraugun til að ámæla henni eða hrósa, eftir því hvaða lit gleraugun þeirra bera.

Er það staðreyndi að fólk sé orðið það ringlað að það getur ekki hugsað sér að horfa á neitt nema í gegnum þessi gleraugu?

Hreppapólitíkin hér áður fyrr þótti oft rætinn og skensið flaug á milli pólitíkusana, oft í bundnu máli, og oft á nokkuð gróft. Það heyrir sem betur fer fortíðinni til að mestu.

Enda kunna fæstir stjórnmálamenn nú til dags að setja saman stöku, hvað þá annað.-

Í seinni tíð hafa menn að mestu varað sig á að segja ekki neitt ljótt opinberlega. Það er orðið svo sjaldgæft að fólk man enn eftir því þegar að einhver þingmaður sagði um annan að hann hefði skítlegt eðli.....sem er næstum því að segja honum að hoppa upp í rassgatið á sér...eða þannig.


mbl.is „Ég biðst innilega afsökunar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég skil þetta ekki. Hún baðst afsökunarsagði þetta augljóslega í gríni. Er virkielga eitthvað athugavert við það ' Fréttaritarinn hefur staðfest það. Hvernig er ég að setja upp einhver politísk gleraugu með því að segja það ?

T.d munurinn á þessum ummælum og ummælum Geirs H Harde þegar hann sagði að helgi væri helvítis dóni - var að hann sagði það augljóslega með slæmum ásettningi og ekki var um grín að ræða.


Brynjar Jóhannsson, 2.9.2010 kl. 05:04

2 identicon

Mér finnst nú talsverður stigsmunur á að kalla dóna, dóna, eða að segja einhverjum að hoppa upp í rassgatið á sjálfum sér.

stebbi (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 09:36

3 identicon

Fólk á að vera kurteist við hvert annað og svara hvert öðru með kurteisinni.

Skækill (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 12:19

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Stjórnmálamenn læra væntanlega af óheppni kollega sinna hvað varðar orðbragðið "í óbeinni" fjölmiðlaútsendingu. En sjálfsagt halda þeir áfram að skattyrðast á öðrum vettvangi :)

Auðvitað er fólki misskemmt, eftir því hvort "þeirra" maður á í hlut eða einhver annar. Sjálf hlustaði ég á eftiráupptökuna með Gordon Brown og af einskærum kvikindisskap fannst mér sú uppákoma bráðfyndin. Bretum virtist þó ekki skemmt...

En Svanur, ég er enn að velta því fyrir mér hvað varð um SUE (líklega Susan fullu nafni) því greinilega átti hún ekki von á góðu frá Brown. Veistu eitthvað um það?

Kolbrún Hilmars, 2.9.2010 kl. 13:05

5 identicon

Stebbi, hann kallaði hann lika fífl ("Hann er algjört fífl þessi maður. Og dóni, sko.") og eins og Brynjar bendir á þá sagði hann það af fyrirlitningu. Svo man ég ekki eftir því að hann hafi haft fyrir því að biðjast afsökunar, en það getur svo sem verið

Rebbi (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 22:26

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kolbrún;

Málið dró ekki meiri dilk á eftir sér, Brown tapaði auðvitað og pressan missti áhugann fyrir Sue. En oft þegar fjallað er um Brown (sem hefur þó verið ákaflega lítið eftir að hann lét af störfum, þar til nú) er vitnað í þetta atvik sem lýsandi fyrir karakter hans.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.9.2010 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband