Jón Valur Jensson sakar umsjónarmenn blog.is um óheilindi

Jón Valur Jensson segir á bloggsíðu sinni að hann trúi því ekki að lokað hafi verið á bloggsíðu Lofts Altice fyrir að nota þar orðin kynvillingar og kynvilla um samhneigða og samkynhneigð þrátt fyrir að Loftur hafi staðfest að svo sé.  

Á bloggi Jóns Vals er þetta haft eftir Lofti;

"Þetta er líklega í fyrsta skipti sem ég set þessi orð á prent og mogginn notar tækifærið til að loka,

Jón Valur telur hinsvegar að umsjónarmenn blog.is séu aðeins að nota það sem afsökun því annað og meira búi þar að baki, þ.e. heiður blaðamannastéttarinnar í heiminum.

Jón Valur segir orðrétt;

Ég hef ekki trú á því, að þessi tvö orð hafi verið aðalástæða lokunarinnar, heldur afhjúpun Lofts á því, hve hlutdrægur ákveðinn blaðamaður bandaríska tímaritsins Time hafi verið í skrifum sínum fyrr og síðar, en grein Lofts (á altice.blog.is) var einmitt mjög fróðleg um það mál og enginn fengur að henni fyrir neitt annað.

Ég er ekki hissa á að Jón Valur skuli reyna að verja skrif Lofts Altice, en að saka umsjónarmenn blog.is um óheilindi og um að notfæra sér völd sín til lokanna til að verja hagmuni sína sem stétt, finnst mér sýna að Jón Valur svífst einskis við að reyna réttlæta hið óréttlætanlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

JVJ er nú ekki vel að því kominn að kvarta undan ritskoðun....en það er líka rétt hjá þér að hann svífst einskis við að réttlæta hið óréttlætanlega...

Haraldur Davíðsson, 26.8.2010 kl. 20:58

2 identicon

Ef stjórnendurnir eyddu alltaf bloggum þeirra sem gagnrýna fréttir fyrir að vera á einhvern hátt lélegar þá væru aldeilis ekki margir notendur á þessari síðu...

Úlfar Bjarki Jóhannsson (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 21:19

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Úlfur, ég er sammála því sem þú segir. Það sem hér um ræðir er ekki "gagnrýni" heldur bláköld brigslun um óheiðarleika ákveðinna aðila. Ef að einhver er ekki sammála vinnubrögðum blog.is er eitt að gagnrýna þau, annað að gera þeim upp að ákvarðanir þeirra séu af annarlegum toga sprottnar. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.8.2010 kl. 21:27

4 Smámynd: Björn Birgisson

Svanur Gísli, værir þú einn af umsjónarmönnum Moggabloggsins, myndir þú þá hugleiða að loka bloggi Jóns Vals vegna þessarar undirmáls ásökunar hans?

Björn Birgisson, 26.8.2010 kl. 21:38

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Björn; Ég mundi allavega veita honum aðvörun :)

Hann hefur reyndar fengið slíka áður, ef ég man rétt.  Kannski mundi ég biðja hann líka um að skýra frekar þetta samband milli blaðamannsins hjá Time og mbl.is. sem honum fannst svona merkilegt í grein Lofts og hann telur ástæðu lokunarinnar. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.8.2010 kl. 21:55

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég ætla að endurtaka athugasemd sem ég setti inn við aðra færslu hjá þér Svanur og varða þetta sama mál, ég vona að ég misbjóði ekki gestrisni þinni með því.

Þar sem ég veit að það er vonlaust fyrir mig Jón Valur, að ætla að leiða þér fyrir sjónir hvers vegna bloggi Lofts var lokað, þá ætla ég að leyfa mér að vitna í mann sem ég veit að þú dýrkar og dáir:  

"Ég hef að gefnu tilefni, vegna árásarhneigðar sumra ófyrirleitinna vinstri sinna og trúlausra, sett upp skilmála innleggja hér á vefsíðum mínum (efst í vinstra horni), eins og raunar margir aðrir hafa gert, og menn geta þá sjálfum sér um kennt, ef þeir halda sig ekki innan ramma þeirra sanngjörnu reglna".

"...menn geta þá sjálfum sér um kennt, ef þeir halda sig ekki innan ramma þeirra sanngjörnu reglna".

Það vita það allir sem vilja vita það að Loftur var á skilorði á blogginu, hann hafði áður fengið lokun tímabundið og tiltal, m.a. eftir skordýraeitursgreinina. Loftur gat ekki, þrátt fyrir viðvörun, haldið sig innan þeirra sanngjörnu reglana sem mbl.is setur, svo ekki sé talað um landslög og þess vegna var bloggi hans lokað.

Hvernig stendur á því Jón Valur að þú skilur þínar reglur og vísar í þær í tíma og ótíma til stuðnings ritskoðun á þinni síðu en botnar svo ekkert í sömu reglum hjá mbl.is og enn síður að þeir skuli framfylgja þeim?

Hverju er um að kenna Jón, einfeldni, siðvillu eða þvermóðsku?  Eða kannski dass af hverju, svona í bland?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.8.2010 kl. 22:38

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tekur einhver í alvöru mark á manneskju eins og Jóni Val Jenssyni?  Ekki ég.  Tel hann hafa sýnt það með framkomu sinni og umræðu að hann er eins forpokaður og ein manneskja getur orðið.  Einn af þeim fariseum í biblíunni sem hann trúir svo fast á, sem Jesú hefði velt um borðinu og beðið um að fara út úr helgidómnum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2010 kl. 00:43

8 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ég vil meina að menn eins og JVJ séu beinlínis hættulegir....málflutningur hans og annarra, sem halda því fram að þeir hafi höndlað hinn eina sanna sannleika, að sumt fólk sé ekki þess verðugt að njóta þess að lifa, að þeir geti ákveðið hverjir endi í helvíti...er til þess fallinn að breyta þessu lífi í helvíti fyrir annað fólk.

Haraldur Davíðsson, 27.8.2010 kl. 10:43

9 Smámynd: Skeggi Skaftason

Orðræða Lofts var beinlínis krydduð fasisma og ofbeldistali. Óhugnanlegt á köflum. Am.k. í tvígang fór kallinn langt yfir strikið (Jóhönnu/Mussolini kommentið og Össur/skordýraeitur brandarann) fyrir þetta ósmekklega kynvillutal.

Algjörlega tímabært og eðlilegt að loka á síðu hans.

Fabúleringar JVJ eru hlægilegar og bara dæmi um hvað sá maður er mikill tréhestur og ófær um að líta hlutlægt á svo margt.

Skeggi Skaftason, 27.8.2010 kl. 10:53

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Haraldur D.

Það má líka benda á að allur öfga-málflutningur fellur á endanum um sjálfan sig og verður "málstaðnum" aldrei að raunverulegu gagni. T.d. fælir öfgafullur málflutningur um þjóðernishyggju sem rök gegn Evrópusambandsinngöngu, skynsamt og hógvært fólk frá og fær það til að leggjast á hina sveifina af ótta við öfganna- En öfgasinnar eiga yfirleitt það eitt sameiginlegt að þeir vita ekki sjálfir að þeir eru öfgamenn og geta því leiðrétt sig.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.8.2010 kl. 12:03

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

geta því ekki leiðrétt sig sjálfir.  átti þetta að vera

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.8.2010 kl. 12:05

12 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það er oft stutt á milli staðfestu og fordóma, á milli ofstækis og sannfæringar, og sjaldnast eru menn færir um að greina sjálfir á milli...þess vegna er umræðan svo mikilvæg....en hitt er ljóst að hverjar svosem skoðanir manna eru, þá eru þær alltaf velkomnar...það sem skilur að er hvernig þær eru settar fram.

Ég er persónulega afar skeptískur á ESB, og enn hefur ekkert komið fram sem sefar mig í þeim málum...en það er ekki þar með sagt að það gerist ekki..

Haraldur Davíðsson, 27.8.2010 kl. 13:00

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er fyrst núna að uppgötva þessa sérstöku færslu, með þínum sjálfteknu, freku sjálfræðistúlkunum, Svanur, og þessum miður fagra óvinafagnaði gegn minni persónu, en ætla ekki að leggjast svo lágt að fara að eiga við ykkur orðastað.

Jón Valur Jensson, 2.9.2010 kl. 04:49

14 Smámynd: Haraldur Davíðsson

hahaha...JVJ, hvað varstu að gera hér að ofan?

Þú ert undarlegt apparat...

Haraldur Davíðsson, 2.9.2010 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband