Ætlaði að fletta ofan af Ólafi Skúlasyni

Þór Jónsson blaðamaður segist hafa verið "í óða önn að fletta ofan af Ólafi Skúlasyni" þegar að Jón Ólafsson tók fram fyrir hendurnar á honum og lét flytja fréttir að því hversu þjóðin treysti Ólafi enn þá vel.

Fyrst að Þór hafði upplýsingar í höndunum sem nægðu til að "fletta ofan af Ólafi" verður að spyrja, hvers vegna hann sá sér ekki fært að deila þeim með þjóðinni, eða a.m.k. lögreglu.

Hann segist hafa vitað að fréttamiðlar hefðu verið "bitlausir" á þessum tíma.

En hvað gerði þá bitlausa?

Hvað getur gert fjölmiðla bitlausari en ef fréttamenn þeirra lúra á upplýsingum sem nægja til að "fletta ofan" af manni sem sakaður er um alvarlegan glæp og bera því við að þeim sé skipað að gera eitthvað annað.

Nú segir Þór Jónsson frá þessu í "útúrdúr" í pistli sem að öðru leiti japlar upp þetta sama og allir aðrir fjölmiðlar hafa gert. Í honum er ekkert nýtt að finna nema í ´"útúrdúrnum".

Er þetta kannski tilraun hjá Þór til að slá sig til riddara á kostnað manns sem allir vita að er umdeildur?

Ekki veit ég hvað eða hvort Þór á sökótt við Jón Ólafsson, en hann notar þetta tækifæri til að bendla honum sérstaklega við mál sem allir sem voru einhverjir á Íslandi á þessum tíma voru á einn eða annan hátt bendlaðir við.

Bitlausir fjölmiðlar voru þannig bendlaðir við málið, meðal presta gekk maður undir mann við að verja Ólaf, stjórnmálamenn og mektarvinir Ólafs lýstu yfir stuðningi við hann, allt menn og konur sem engu illu vildu trúa upp á hann.

Jón Ólafsson var kannski einn þeirra sem létu blekkjast, en það er dálítið undarlegt að reyna að gera  hann sérstaklega grunsamlegan af manni sem vissi svo mikið um málið að hann hefði getað tekið af allan vafa of flett ofan af hinum grunaða, Ólafi Skúlasyni.

Eftirfarandi er útúrdúr Þórs Jónsonar í Pressupistli hans;

Hvað þarf til að kirkjunnar menn hætti að efast um að þeir gerðu kynferðisbrotamann að biskupi yfir Íslandi, viðurkenni það, þöggunina og máttlaus viðbrögð sín og heiti því að láta ekki slíkt henda aftur?

Ólafur Skúlason sagði það sjálfur á sínum tíma, að það væri „ótrúlegur fjöldi presta“ sem styddi við bakið á honum í hans „hremmingum“. Prófastahjörðin í heild sinni gerði það og lýsti andúð sinni á fjölmiðlum sem gert hefðu „aðför“ að biskupi; ég flutti fréttir af biskupsmálinu á Stöð 2 en hafði ekki áhyggjur af fordæmingu prófasta, hafði séð og heyrt nóg til að vita að hún var bitlaus, bitlaus rétt eins og flestir aðrir fréttamiðlar á þessum tíma.

Verra fannst mér þegar fréttastofunni bárust upplýsingar um að Jón Ólafsson, æðsti maður fyrirtækisins sem ég vann hjá, sæti til borðs með biskupi á þessum sama tíma og gæfi honum ráð um hvernig bæri að bregðast við - og þegar Jón ætlaðist til að ég nýtti nauman tíma minn í sjónvarpsfréttum, þegar ég var í óða önn að fletta ofan af Ólafi Skúlasyni, til að segja frá skoðanakönnun í öðrum miðli um að almenningur hefði ekki misst trúna á biskupinn.

En þetta var útúrdúr.

 


mbl.is Jón Ólafsson aðstoðaði Ólaf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þór Jónsson gerir lítið annað en segja með þessari grein en þetta;  -Ég vissi um aðfarir Ólafs en ég hafðist ekki að og þagði fyrir áeggjan eiganda stöðvarinnar.-

Ekki rismikið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.8.2010 kl. 02:39

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ekki ósvipað því þegar Þór hélt því fram að hann hefði ekki mátt skrifa og tala um stríðsglæpamanninn Evald Mikson, alias íslendinginn Eðvald Hinriksson.

Ég trúi Þór, en hann lofaði alltaf að skrifa bók um það mál. Ég bíð enn eftir henni, en er hræddur um að það hafi tekist að þagga niður í Þór.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.8.2010 kl. 08:30

3 identicon

Þetta biskupsmál er algjör hryllingur.  Það er hræðilegt þegar svona siðblindingjar og illmenni komast til áhrifa í hreyfingum sem eiga að boða gott eitt.

Á undanförnum árum hefur komið í ljós að kynferðislegt óeðli og ólýsanleg grimmd hefur svamlað undir yfirborðinu í fjölmörgum kirkjudeildum.

Í kristni verður þessi djöfulskapur að hverfa undir yfirborðið en í í íslam er hann öllum sjáanlegur enda stofnandi þeirra trúarbragða barnaníðingur, fjölkvænismaður og nauðgari.

Merkilegt hvað þessi hroði á sér marga talsmenn og verjendur meðal frjálslyndra manna á vesturlöndum.

marco (í táradalnum) (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband