Síðu Lofts Altice Þorsteinssonar lokað

Fordómar gegn öðru fólki taka á sig ýmsar birtingarmyndir. Ein þeirra er að nota yfir fólk sem þú ert haldinn fordómum gegn, orð sem eru því niðurlægjandi og særandi. Fyrir homma og lesbíur og þá sem láta sig mannrétttindi varða, hefur orðin kynvilla og kynvillingur þótt bæði niðrandi, villandi og niðurlægjandi.

Loftur Altice kallaði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra kynvilling og gerði að henni harða atlögu vegna kynhneigðar hennar á bloggsíðu sinni. 

Í flestum opinberum fjölmiðlum er slíkt bannað.

Það er ekkert nýtt að Loftur veitist að Jóhönnu með gífuryrðum. Hann lagði til að hún yrði hengd upp á afturlöppunum eins og gert var við Mússólíni á sínum tíma eftir að hann hafði verið drepinn og á öðrum stað lagði Loftur til að eitrað yrði fyrir hana.  Að auki auglýsti hann eftir einhverjum sem gæti losað hann við stjórnina og lagði sjálfur til að til þess yrði notað flugnaeitur.

Þetta gerði Loftur greinilega í blóra við notendaskilmálana sem segja;

Notandi samþykkir að miðla ekki ólöglegu efni, áreiti, hótunum, særandi skrifum eða nokkru öðru sem getur valdið skaða. Notandi samþykkir sérstaklega að miðla ekki háði, rógi, smánun, ógnun eða ráðast á mann eða hóp manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar, í samræmi við ákvæði 233. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Að kalla Jóhönnu kynvilling var greinilega kornið sem fyllti mælinn. Bloggsíðu Lofts hefur nú verið lokað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

praise the lord....

hilmar jónsson, 25.8.2010 kl. 12:37

2 identicon

Það var mikið.. Gaurinn er búinn að vera geggjaður svo lengi á síðum blog.is... Einhver hefur snúið upp á hönd einhvers innan MBL... því mbl hefur stutt Loft lengi vel í öllum hans skrifum...
Þrátt fyrir mikið magn kvartana þá gerði mbl aldrei neitt.. í mesta lagi að rjúfa tengsl við frétt.

Þetta er sjálfstæðisflokkurinn... og einkavinavæðingin

doctore (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 12:38

3 identicon

Mjög leiðinlegt að síðu Lofts Altice skuli hafa verið lokað, því þarna fór bráðskarpur og gagnrýninn penni.

Oft hefur verið gaman og eftirsóknarvert a fylgjast með hvössum og beittum skrifum hans, en ég skal alveg viðurkenna að hann fór stundum yfir strikið í kjafthætti en þó sérstaklega núna með þessum orðum um kynhneigð Jóhönnu.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 13:00

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég hef furðað mig á langlundargeði mbl.is í garð þessa manns, en vissulega er hann blár.

Jóhanna Magnúsdóttir, 25.8.2010 kl. 13:17

5 identicon

Loftur var náttúrulega mjög svo kjaftfor á stundum... Ég bið samt fólk að athuga það að Galdrabók ríkisins sem og Galdrastofnun ríkisins.. er með þetta sem Loftur sagði skrifað í galdrabókina sína... ekki nóg með það heldur segir galdrabókin að það eigi að taka samkynhneigða af lífi... já og mig líka fyrir að trúa ekki á hana...

Við verðum að vera samkvæm sjálfum okkur, hvers vegna að úthúða Lofti fyrir að tala um kynvillinga þegar hornsteinn íslands segir það sama.

Já já ég veit að þjóðkirkjan breytti biblíu til að fylgja tíðaranda.. svo hún gæti viðhaldið sjálfir sér á spenanum og hneykslaði ekki fólk...
Kannski er Loftur að viðra það að hann sé kristinn... Það er jú einu sinni svo að allir kristnir verða að trúa því að guðinn þeirra muni taka stóran hluta af íslenskri þjóð að pynta að eilífu... það er dogma kristni.

Verum samkvæm sjálfum okkur... or FAIL

doctore (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 13:38

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

"Öfgapennunum"  fer fækkandi á blog.is. Og hverjir flokkast undir þá; Skúli Skúlason, DoctorE, Grefillinn og Loftur Altice greinilega. Ég spái því að innan tíðar muni fleiri aðilar, kunnir  fyrir öfgar,  fylgja í kjölfar þeirra. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.8.2010 kl. 14:17

7 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Loftur lokaði á mig. Svo ég hlýt að hafa sært hann í litla hjartað sitt. Kallaði hann Loft í Undralandi sem er ekki jafn ljótt og kynvillingur. Ég kallaði hann aldrei kynvilling.

Gísli Ingvarsson, 25.8.2010 kl. 14:34

8 identicon

Já Svanur, ég er alger öfgamaður.... einn gaur með blogg vs heilu trúarbáknin sem velta milljörðum, heilu heilsusvikammyllurnar sem velta miklum fjármunum... Þetta lið sjónvarpar ruglinu í sér, útvarpar því... auglýsir innanum sjúka og einfalda, já tekur börn inn í plottið.
Ég hef stutt menn í íslam, ég hef stutt menn í kristni... og hinum ýmsu trúarbrögðum... það er vegna þess að ég er öfgamaður

Öfgamaður.. með eitt blogg, algerlega án nokkurra launa fyrir þetta... allt sem ég segi er einmitt stutt af gögnum.. .stutt af vísindum.. og sögunni.

DoctorE Öfgamaðurinn ógurlegi

doctore (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 14:43

9 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Gunnlaugur skrifar um Loft: „Oft hefur verið gaman og eftirsóknarvert a fylgjast með hvössum og beittum skrifum hans“

Hvernig getur það verið „gaman og eftirsóknarvert“ að fylgjast með skrifum manns sem hagar sér líkt og hann hefur gert á bloggi sínu? Hugmyndir hans um mannlífið og annað fólk eru margar sjúklegar að mínu mati og síst eftirsóknarvert að hafa slíkan sóðaskap á blogginu.

Hjálmtýr V Heiðdal, 25.8.2010 kl. 16:00

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þótt fáir séu sammála ritskoðun eða stuðningsmenn þess að hún sé almennt stunduð, þá eru það eigendur mbl.is sem setja reglurnar á blogginu og notendum skylt að hlíta þeim. Allir hafa að sjálfsögðu leyfi til að vera á annarri skoðun.

Það sem er þó helst gagnrýnivert er að reglurnar á mbl.is virðast hafa verið mis teygjanlegar eftir því hver átti í hlut. Enginn þarf að velkjast í vafa um að Loftur hafi fengið meiri slaka á blogginu en margur annar.

Það er óneitanlega nokkuð skondið að lesa þessa færslu Jóns Vals Jenssonar sem fer mikinn og óskapast yfir ritskoðun  mbl.is. Fáir, ef nokkur bloggari ritskoðar og lokar sínu bloggi af jafn miklum ofsa og ákafa en JVJ.

Hann toppar svo sjálfan sig með því að ritskoða innleggin við þessa færslu þar sem hann gagnrýnir ritskoðun.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.8.2010 kl. 16:52

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Notendaskilmálarnir sem Svanur gæsalappar í pistlinum segja ekkert um pólitískan ágreining. Þar er því greinilega gefið meira svigrúm en í öðrum og viðkvæmari málum. Enda hafa pólitískar "blammeringar" oft jaðrað við að vera þjóðaríþrótt hér á landi. Jafnvel á Alþingi.

Ég er ekki fánaberi þeirra sem nota dónalegt og særandi orðalag um annað fólk.

En einhliða viðbrögð í umræðu síðustu daga um að reka þennan og hinn fyrir hitt og þetta eru farin að kveikja á mínum eigin viðvörunarbjöllum.

Kolbrún Hilmars, 25.8.2010 kl. 17:49

12 Smámynd: Brattur

Það var kominn tími til... Loftur hefur verið sá allra orðljótasti á blogginu frá upphafi... jafnvel hótað fólki lífláti... það er allt annað að vera beittur penni en að vera með líflátshótanir...

Brattur, 25.8.2010 kl. 17:57

13 Smámynd: Kommentarinn

Þetta er í samræmi við nýtt mottó blog.is: Morðhótanalaust blogg.

Kommentarinn, 25.8.2010 kl. 18:04

14 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

DoctorE. Ég setti þarna gæsalappavarnaglaómynd af þeirri ástæðu að ég er ekki endilega sammála þessu mati mbl.is

Ég er mörgum ósammála um margt og engum sammála um allt, en ég held að ef ég væri kolmótfallinn að þín rödd heyrðist mundi ég varla fara að blogga um þig sérstaklega eins og ég hef gert.

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.8.2010 kl. 20:34

15 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er fróðlegt að sjá þær lygar sem hér er boðið uppá. Ekki læt ég mér bregða við þær, enda eru þær í boði bloggstjórans Svans Gísla Þorkelssonar. Ég vil þó koma á framfæri nokkrum leiðréttingum, þótt ekki búist ég við öðrum viðbrögðum en venjulegum útúrsnúningum og ómálefnalegum köpuryrðum.

 

 
  1. Það er rétt að ég notaði orðið kynvillingur yfir þrjár manneskjur sem hafa sjálfar gefið yfirlýsingu um kynvillu sína. Þetta eru Jóhanna Sigurðardóttir, Baldur Þórhallsson og William Lee Adams. Orðið kynvillingur er Íslendskt orð, merkingar-glöggt og mikið notað. Til dæmis er það að finna í öllum Íslendskum orðabókum sem ég hef séð.
  2. Það er lygi að ég hafi hótað Jóhönnu líflátri og þær lygar hef ég leiðrétt við Svan, en hann heldur áfram sinni iðju. Engum öðrum hef ég hótað lífláti, enda ekki hef ég hvorki til þess geð né getu til framkvæmda.
  3. Þeir sem styðja núverandi ríkisstjórn, til þeirra óhæfuverka sem hún ástundar, hafa slæman málstað að verja. Það er ástæðan fyrir þörf þeirra að hefta málfrelsi gagnrýnenda. Þetta er ljótur leikur, því að málfrelsi er undirstaða lýðræðisins, en það er raunar ekki hátt skrifað hjá Sossum og Kommum.

Loftur Altice Þorsteinsson, 25.8.2010 kl. 21:26

16 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ég er alls ekki sammála því að doktorinn sé í sama flokki og umræddur. Þó Loftur sé fróður og mikill penni þá hafa öfgar og pólitískt hatur verið of mikið fyrir minn smekk. Langoftast er ég sammál DoctorE og hef alltaf gaman af hans innleggi. Vona að hann fari ekki að leggja upp laupana. Væri jafnvel til í að styrkja hann svona til mótvægis við báknið sem hann berst við

Ég tek undir með nöfnu minni. Orðræðan er komin út út öllu velsæmi. Ég hlustaði á umræður á Útvarpi Sögu í morgun og þar voru helstu sleggjudómarar landsins að kalla hvern annan "hálfvita" fram eftir öllum morgni  . Evrópusambandið og Þjóðkirkjan þema dagsins og hófst á Jóni B Hannibalssyni og hans sleggjudómum um menn og málefni.  Verst að maður trúir ekki lengur að það þýði neitt að biðja Guð um aðstoð, hann er örugglega upptekinn í öðru... ef hann er til ( svona fyrr DoctorE )  Kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.8.2010 kl. 21:30

17 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hvað er kynvillingur.Og er Jóhanna það.Óskað er svars frá umráðanda síðunnar, eða öðrum sem skrifað hafa hér að ofan

Sigurgeir Jónsson, 25.8.2010 kl. 21:44

18 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Jóhanna hefur mér vitanlega aldrei staðfest að hún sé ekki kynvillingur.

Sigurgeir Jónsson, 25.8.2010 kl. 21:49

19 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Kannski rennur upp sá tími, í anda spænska rannsóknarréttarins að menn verði dæmdir fyrir að taka sér í munn orð, sem ekki má segja.

Sigurgeir Jónsson, 25.8.2010 kl. 21:51

20 Smámynd: Elle_

Loftur hefur verið einn sterkasti maður okkar í landvörnum og gegn pólitísku ofbeldi.  Og Jón líka.  En eins og Gunnlaugur segir fór Loftur yfir strikið í kjafthætti.  Hann veit líka að sumum okkar fannst það.  Hinsvegar verður mikill missir að skrifum hans og rökum og óskiljanlegt að Morgunblaðið hafi ekki getað varað hann við og gefið honum tækifæri, heldur en að loka bara blákalt á hann.  Og eins og gert var við DoktorE kannski.  Færi ég yfir viðmiðunarstrik Morgunblaðsins mundi ég vilja fá að vita það og fá tækifæri þá til að fara að kröfum blaðsins ef ég gæti.

Elle_, 25.8.2010 kl. 22:04

21 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Heiðdal, áhangandi verstu morðríkja og hryðjuverkasamtaka heimsins, ætti nú að láta sig vanta í þessa umræðu. Hann er mikill bloggvillingur.

Kynvilla var áður talið nægilega gott orð í íslenskum biblíum og meðal lögfræðinga.

Hommar og lesbíur eru patalógískt öðruvísi fólk og þess vegna myndi ég ekki kalla þau sem eðla sig með einstakling af sama kyni, kynvillinga. Þetta fólk villtist ekkert. Það er bara fætt inn í fjölskyldur, þar sem genin réðu því að strákar elskuðu stráka og stelpur elskuðu stelpur. Þetta er smá galli á gjöf Njarðar.

Homo-sexual er líka afbrigðilegt orð, og Gay og "hýr" sömuleiðis, og svona get ég lengi haldið áfram. Að lokum verður ekki hægt að tala um eða nefna þetta samkynhneigða fólk, sem annars elskar svo mikið að tala um kynhneigð sína, og oft svo rosa mikið að okkur, kynrétta meirihlutanum, verður um og ó.

Bla, bla hommi hér, og bla, bla lesbía þar...

Gay! WHO CARES???? Ég er orðinn svo leiður á þessari umræðu.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.8.2010 kl. 22:09

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þegar ég les innlegg Axels Jóhanns Hallgrímssonar hér ofar kl. 16:52, þar sem hann segir um mig: "Hann toppar svo sjálfan sig með því að ritskoða innleggin við þessa færslu þar sem hann gagnrýnir ritskoðun," verður mér nú hugsað til karlsins sem mælti að gefnu tilefni: "Fregnir af andláti mínu eru stórlega ýktar."

Af 51 innleggi (mín ekki meðtalin), sem komin eru á þessa síðu mína (RITSKOÐUN: Vefsetri varaformanns Þjóðarheiðurs lokað vegna tveggja orða?!!!), hef ég einungis vísað EINU frá. Þetta innlegg (kl. 15:46 frá einhverri S...., sem notaði ekki mannsnafn) er frá einhverri, sem ekki er skráð með nafni á bloggsíðu sinni. En í sanngjörnum skilmálum innleggja á vefsíðu minni (efst þar í vistra horni) stendur fyrst alls: "Nafnlausar athugasemdir ókunnra manna eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar."

Hvar er nú ranglætið í þessu, Axel Jóhann, og hvernig verður því líkt við það að þurrka út allt ritverk stórgáfaðs og einstaklega fróðs manns, geysilegan fjölda greina sem hann hefur fært í letur á Moggabloggi (ásamt öllum umræðum annarra þar) árum saman?

Jón Valur Jensson, 25.8.2010 kl. 23:48

23 Smámynd: Brattur

Jón Valur, finnst þér skrif Lofts um Jóhönnu "gáfuleg" eða jafnvel "stórgáfuleg" ?

Brattur, 26.8.2010 kl. 00:45

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hef séð gríðarlega margt gáfulegt og sumt stórgáfulegt hjá Lofti, það var það sem ég vildi og vil tjá hér, óháð því hvað þú vilt! – Ég man ekki orðalag hans um Jóhönnu – veit, að ég hefði ekki skrifað þannig, en þetta situr ekki í huga mér og skiptir engu hjá því, sem ég var að ræða hér um: hneykslið að taka niður gervallt blogg hans.

Jón Valur Jensson, 26.8.2010 kl. 00:58

25 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þar sem ég veit að það er vonlaust fyrir mig Jón Valur, að ætla að leiða þér fyrir sjónir hvers vegna bloggi Lofts var lokað, þá ætla ég að leyfa mér að vitna í mann sem ég veit að þú dýrkar og dáir:  

"Ég hef að gefnu tilefni, vegna árásarhneigðar sumra ófyrirleitinna vinstri sinna og trúlausra, sett upp skilmála innleggja hér á vefsíðum mínum (efst í vinstra horni), eins og raunar margir aðrir hafa gert, og menn geta þá sjálfum sér um kennt, ef þeir halda sig ekki innan ramma þeirra sanngjörnu reglna".

"...menn geta þá sjálfum sér um kennt, ef þeir halda sig ekki innan ramma þeirra sanngjörnu reglna".

Það vita það allir sem vilja vita það að Loftur var á skilorði á blogginu, hann hafði áður fengið lokun tímabundið og tiltal, m.a. eftir skordýraeitursgreinina. Loftur gat ekki, þrátt fyrir viðvörun, haldið sig innan þeirra sanngjörnu reglana sem mbl.is setur, svo ekki sé talað um landslög og þess vegna var bloggi hans lokað.

Hvernig stendur á því Jón Valur að þú skilur þínar reglur og vísar í þær í tíma og ótíma til stuðnings ritskoðun á þinni síðu en botnar svo ekkert í sömu reglum hjá mbl.is og enn síður að þeir skuli framfylgja þeim?

Hverju er um að kenna Jón, einfeldni, siðvillu eða þvermóðsku?  Eða kannski dass af hverju, svona í bland?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.8.2010 kl. 01:09

26 Smámynd: Brattur

Var ekki Hitler gáfaður líka, Jón Valur ?

Brattur, 26.8.2010 kl. 01:13

27 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Elle reit;

óskiljanlegt að Morgunblaðið hafi ekki getað varað hann við og gefið honum tækifæri, heldur en að loka bara blákalt á hann. 

Það hefur verið upplýst að Loftur var á skilorði hjá blog.is og hafði verip viðvaraður.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.8.2010 kl. 01:38

28 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Loftur reit;

Þetta er ljótur leikur, því að málfrelsi er undirstaða lýðræðisins, en það er raunar ekki hátt skrifað hjá Sossum og Kommum.

Ég legg að þú takir þetta  upp við ritstjórnina Loftur...kannski einn ritstjórann..nei heyrðu, hann er hvorki "Sossi" eða "Kommi" ....nema að hann hafi breytt um lit alveg nýverið.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.8.2010 kl. 01:42

29 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurgeir; Það hefur margoft komið fram að Jóhanna er samkynhneigð. Kynvilla er gamalt, úrelt, niðrandi og villandi orð um samkynhneigð.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.8.2010 kl. 01:46

30 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jón Valur reit;

hvernig verður því líkt við það að þurrka út allt ritverk stórgáfaðs og einstaklega fróðs manns, geysilegan fjölda greina sem hann hefur fært í letur á Moggabloggi (ásamt öllum umræðum annarra þar) árum saman?

Lofti voru send afritaf öllu hans bloggi.  Það er siður mbl.is þegar þeir loka bloggum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.8.2010 kl. 01:50

31 identicon

Bottom Læn JVJ finnst Loftur gáfaður... JVJ trúir einnig á galdra...  að auki elskar JVJ ritskoðun á alla nema vini sína og jákór
The end

DoctorE (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 07:50

32 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hér hafa komið fram rangar fullyrðingar sem ég tel rétt að leiðrétta:

 

 
  1. Ég var ekki á einhverju “skilorði”, eins og Axel nefnir það og Svanur tekur undir. Aldreigi hefur verið á það minnst að ef ég færi yfir eitthvað strik, þá yrði blogginu lokað. Engin ákveðin orð hafa verið nefnd, sem ekki mætti nota á blogginu. Alröng er sú fullyrðing Axels, að ég hafi brotið landslög, því fer fjarri.
   
  1. Það er rangt hjá Svani, að ég hafi fengið sent afrit af öllum mínum bloggum. Ég hef ekki fengið eitt, hvað þá öll. Lokunin var fyrirvaralaus og beiðni minni um útskýringar er ekki svarað. Pólitískir andstæðingar mínir, ekki síður en samherjar, ættu að velta fyrir sér hvað hér er á ferðinni. Hvenær kemur að geðþótta-aðgerðum gegn þeim sjálfum.
    

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.8.2010 kl. 10:21

33 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það er sorglegt að sjá hversu mikið minnihlutahópar geta troðið sínum sjónarmiðum upp á heilu þjóðfélögin, t.d. í formi hvað má segja og hvað má ekki, frá náttúrunnar hendi er okkur ekki ætlað að vera samkynhneigð þar sem það virkar ekki til fjölgunar.

Kynvillingur eða sá sem villist á kyni er í rauninní réttnefni og er ekkert niðrandi frekar en að villast á öðrum hlutum, þeir sem hafa áhuga á því að vera kynvilltir eða samkynhneigðir, mega alveg gera það mín vegna enda er það þeim frjálst þar sem við lifum á frjálsu þjóðfélagi.

Spurning hvort ég geti stofnað einhvern minnihlutahóp til að fá heimtingu á því að íslensk orð verði merkt sem niðrandi, eins og t.d. athugasemd, þetta orð er eitthvað svo niðrandi, þarna er viðkomandi að setja út annara manna verk og í raun að kalla viðkomandi fávita eða heimskann... "Er það ekki svona sem þetta byrjar"....

Halldór Björgvin Jóhannsson, 26.8.2010 kl. 10:25

34 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Halldór.

Að kalla einhvern kynvilling er jafn niðrandi fyrir samkynhneigða og að kalla svertingja blámenn, indíána skrælingja, þroskaskerta fávita eða gyðinga júða. Orðið kynvilla gefur auk þess til kynna að um einhverja villu sé að ræða og að viðkomandi sé með því að aðhafast eitthvað rangt með kynhegðun sinni, o.s.f.r.

Um að eitthvað sé gott og gilt íslenskt orð segir ekkert um hvort það sé háttvísi að nota það. Fjöldamörg orð er að finna í orðabókum, sem sjaldan eða aldrei sjást annarsstaðar á prenti, sökum þess hve óviðurkvæmileg þau eru.

Spurning þín um að stofna minnihlutahóp með það fyrir augum að krefjast þess að eitthvað orð verði talið niðrandi er fjarstæðukennd í besta lagi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.8.2010 kl. 11:02

35 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Loftur; Hafir þú ekki fengið afritin, munu þau berast þér innan skamms. - 

Segist þú ekki hafa fengið neinar aðvaranir og ekki verið á skilorði, ber þér ekki saman við aðrar heimildir sem ég hef.

Neitar þú líka að það hafi verið lokað á þig áður, eða að þú hafir verið beðin um að lagfæra færslur þannig að hægt væri á láta þær standa?

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.8.2010 kl. 11:09

36 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vegna athugasemdar hér að ofan frá Lofti Þorsteinssyni þá kaupi ég það ekki hjá honum að mbl.is hafi ekki gefið skýringar á brotthvarfi færslnanna (t.a.m. eiturfærslan) því vegna beinnar tilvitnunar í þá færslu Lofts var færsla frá mér fjarlægð og ég fékk eftirfarandi tilkynningu frá mbl.is:

.


Sæll Axel Jóhann,

Í færslunni "Hvatt til morða og mannvíga" á bloggi þínu
skagstrendingur.blog.is er endurbirting úr færslu sem hefur verið fjarlægð
af öðru bloggi vegna brots á reglum blog.is
 

Færsla þín hefur nú verið falin og gefst þér kostur á að gera breytingar á
henni þannig að hún samræmist notkunarreglunum, eða eyða henni alveg. Það
sama á við um athugasemdir annarra við færslurnar enda berð þú fulla ábyrgð
á öllu því sem miðlað er um bloggið þitt, þ.á.m. athugasemdum annarra.


Með kveðju,
f.h. umsjónarmanna blog.is
Soffía Haraldsdóttir

Það hefur komið fram hér á bloggi áður að maður sem lokað var á fékk afrit af öllu sínu bloggi. Það kann vel að vera að sjálf lokunin á Loft hafi verið án viðvörunar enda mbl.is áður búið að gefa viðvörunina.

Loftur ætti ekki að reyna að leggja það á borð fyrir fólk að mbl.is áminni fólk fyrir tilvitnun í hans texta en ekki ekki hann sjálfan, höfund textans sem var fjarlægður!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.8.2010 kl. 11:36

37 identicon

Loftur hefur áreiðanlega fengið póst frá blog.is með "ástæðum" lokunarinnar ásamt zip-skrá af öllum sínum færslum með myndum og athugasemdum. Ég set "ástæður" inn í gæsalappir því ef ég þekki þá á blog.is rétt þá vísa þau bara í hina almennu skilmála. Með zip-skrárnar í höndum er lítið mál fyrir Loft að setja allt sem hann hefur skrifað + athugasemdir og myndir upp annars staðar ... dálítil vinna, en ekki mikið mál samt.

Annars snerist þessi tiltekna færsla hans alls ekkert bara um notkun á þessu eina margnefnda orði heldur frámunalegan dónaskap við hóp fólks í samfélaginu og beinu níði um þann hóp.

Þegar verið var að ræða um færslu Lofts og Loftur bar fyrir sig að þetta tiltekna orð væri gamalgróið orð úr orðabók setti ég inn eftirfarandi komment:

"Það vantar í þig virðinguna fyrir öðru fólki Loftur. Þekkirðu orðið "kurteisi"? Það er nú heldur betur gamalgróið og gott og gilt. Veistu hvað það þýðir? Veistu hvað kurteisi er?"

Þessu kommenti henti Loftur út og lokaði þvínæst á mig. Samt var ég bara að reyna að benda honum á að það væri þetta sem fólk sæi athugavert við skrif hans, algjör vanvirðing í garð annars fólks og algjör skortur á lágmarkskurteisi.

Hólímólí (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 11:48

38 Smámynd: Björn Birgisson

Var með svolitla könnun á síðunni minni vegna lokunar á bloggsíðu Lofts.

Var það rétt ákvörðun hjá mbl.is að loka bloggi Lofts Altice Þorsteinssonar?
68.5%
Nei 31.5%
Tæplega 100 svöruðu spurningunni.
Get staðfest hér að ég fékk sömu skilaboð frá Soffíu og Axel Jóhann vitnar til hér að ofan.

Björn Birgisson, 26.8.2010 kl. 11:50

39 Smámynd: Elle_

Við hljótum öll að vita þó að við getum ekkert látið allt flakka og vaða í nærveru sálar.  Það er ekkert hægt og líka mannskemmandi. 

Elle_, 26.8.2010 kl. 12:05

40 identicon

http://stjornlagathing.blog.is/blog/stjornlagathing/

Ég var að hugsa hvort fólki sé sama á hvaða vegum slík blogg séu? Svona eins og hvort fólk mæti á mótmæli alveg óháð því hver boðar til þeirra?

Veit fólk ekki að stjórnandinn Sigþrúður Þorfinnsdóttir er úlfur í sauðagæru og krónískur lygari eins og hún hefur svo sannarlega sannað?

Er það nokkuð yfirleitt að trufla fólk?

Andrea Sif (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 12:49

41 identicon

Þeir lokuðu á mig án aðvarana, sögðust hafa sent mér tölvupóst og beðið mig að taka út blogg hjá mér, þar sem ég sagði vissan sjáanda vera geðveika og eða glæpakvendi
Ég skil ekki enn hvað ég gerði rangt; Það kom fram kona sem sagðist vera með svona súperpáva.. og seldi að auki jarðskjálftaheldhús upp á 12 á Richter... kona sem sagðist ekkert vera vond með að hræða almenning, því það væri annað fólk sem td sagaði hendur af fólki... það væri vont fólk

Að það sé hægt að loka á menn fyrir það eitt að segja sannleikann er alveg svakalegt.
Ég get eiginlega bara tekið þetta sem fordóma hjá mbl, fordóma gegn geðsjúkum... það er jú það versta sem hægt er að gera geðsjúkling, að plögga undir geðveikishugmyndir þeirrra.. það er það versta sem hægt er að gera þegar fólk er sjúkt á geði... og MBL gerði það, það kom alveg örugglega út sem viðurkenning á súperpáva hæfileikum sjáandans.. í hennar huga

doctore (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 13:06

42 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Nú beit Svanur hausinn af skömminni. Hann segir:

 

Að kalla einhvern kynvilling er jafn niðrandi fyrir samkynhneigða og að kalla svertingja blámenn, indíána skrælingja, þroskaskerta fávita eða gyðinga júða. Orðið kynvilla gefur auk þess til kynna að um einhverja villu sé að ræða og að viðkomandi sé með því að aðhafast eitthvað rangt með kynhegðun sinni, o.s.f.r.

 

Svanur virðist telja sig vita hvað allir einstaklingar telja niðrandi. Getur hann virkilega fullyrt að allir kynvillingar vilji láta flokka sig sem samkynhneigða ? Telja allir blámenn í góðu lagi að þeir séu nefndir svertingjar (negros) ? Hvað er að því fyrir gyðing að vera kenndur við Júdeu ?

 

Hvaðan kemur Svani vald til, að láta frá sér fara svona kolvitlausar fullyrðingar ? 

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.8.2010 kl. 13:42

43 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svo er að sjá að Loftur karlinn geti enn sent athugasemdir gegnum lokaða síðuna sína. (klikkið á nafnið hans) Hún er þá ekki alveg lokuð eftir allt saman.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.8.2010 kl. 14:13

44 identicon

Alvarlega truflaður einstaklingur......Djöfull er það vonlaust að það séu ennþá til fólk eins og hann á árinu 2010 á Íslandi.

Ég meina hvenar lærum við? Hvenar ætlum við að þroskast uppúr svona ógeðslegum fordómum. Þessi Loftur á ekkert gott skilið og ég vona að hann muni fatta hversu hættulega heimskur hann er.

Sveinn Andri (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 15:09

45 identicon

JVJ styður Loft.........who would have thought?

Sveinn Andri (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 15:14

46 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sveinn Andri er skoðanabræðrum sínum til fyrirmyndar  

Ekki koma frá honum fúkyrðin, þessum ljúfa dreng  

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.8.2010 kl. 17:53

47 Smámynd: Dexter Morgan

Farið hefur fé betra, segi nú ekki anna. Gamallt þvergirðungs háttalag á ekki upp á pallborðið í dag, svo er hann líka Sjálfstæðismaður, það eitt ætti að vera nóg til a loka.

Dexter Morgan, 27.8.2010 kl. 00:25

48 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég verð að mótmæla því Dexter að menn verðskuldi lokun fyrir þá sök eina að vera Sjálfstæðismenn.  Pólitískar skoðanir koma þessu máli ekkert við.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.8.2010 kl. 00:33

49 Smámynd: Jón Valur Jensson

Axel Jóhann, með þöginni viðurkennir þú, að ritskoðun mín var í reynd sama sem engin á vefsíðunni með færslunni þar sem ég gagnrýndi ritskoðun.

Björn, þessi skoðanakönnun á síðu þinni dregur vitaskuld dám af þínum bloggvinum, skoðanabræðrum og öðrum gestum. Af hverju varstu svona fljótur að taka hana niður? Var farið að fjölga í hópi þeirra, sem tóku afstöðu með Lofti?

Þið ættuð endilega að lesa innlegg hinna lögfróðu Völu Andrésdóttur Withrow um þetta frelsismál á vefsíðu Svans Gísla Þorkelssonar.

Jón Valur Jensson, 27.8.2010 kl. 09:11

50 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Valur, könnunin stóð í um sólarhring og var að sjálfsögðu öllum opin þótt þú reynir að gera hana tortryggilega. Eftir um 20 innlit var staðan um 70%:30% Lofti í óhag og hún breyttist nánast ekkert eftir það.

Björn Birgisson, 27.8.2010 kl. 10:06

51 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vá er maðurinn að hæla sér af lítilli sem engri ritskoðun í krítískri færslu um ritskoðun og á honum hvíldu af því tilefni fleiri augu en venjulega.

Ég vitna aftur í þig Jón og tek þögnina sem þitt svar við innleggi mínu hér að framan.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.8.2010 kl. 10:33

52 identicon

JVJ ritskoðari dauðans að rífa kjaft, meiri hræsni er erfitt að finna...

Endilega að spá í JVJ krakkar, hann er algerlega kristinn.. hann myndi láta taka mig af lífi ef hann gæti, ef kirkjan hans væri við stjórn.. .já hann myndi örugglega líka taka úr biblíu sem segir að það eigi að grýta óþekk börn til dauða.

Endilega halda áfram JVJ... þú ert einn helsti óvinur kristni í íslandi.. ómeðvitað :)

doctore (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 11:58

53 identicon

Ég er kominn á þá skoðun að pólitískur rétttrúnaður sé kominn á sama öfgastig og femínisminn virðist vera kominn á.

Líkt og femínisminn þá reis rétttrúnaðurinn  upp úr réttlátum og þörfum jarðvegi. Það er ekkert nema sjálfsagt að sýna öllum viðeigandi kurteisi.

EN..svo vex hugsjónin yfir í öllu fúnari jarðveg, þ.e.a.s allt í einu er nánast ALLT orðið móðgun og svívirðingar gagnvart einhverjum og stundum virðist sem fólk sé hreinlega að leita að tilefnum til að geta skapað læti.

Afleiðingarnar má sjá t.d með ótrúlegum upphrópunum vissra einstaklinga yfir auglýsingabæklingi Smáralindar þar sem, að mínu mati, kynbrenglað órafólk, sá argasta klám út úr saklausri mynd af skólastelpu.

Þetta er t.d gott dæmi um hve auðveldlega hugsjónin getur týnst, rykfallið og aðrar vafasamar hvatir viðkomandi hópa teknar yfir.

runar (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 15:58

54 Smámynd: Egill Óskarsson

Mér finnst þau rök Lofts að það hljóti að vera í lagi að nota orð sem allir gera sér grein fyrir að eru niðrandi og særandi ef þau bara eru í orðabók frábær. Mér finnst þau í raun það góð að ég er að hugsa um að sækja orðabókina mína og athuga hvort öll orðin sem mér hefur dottið í hug til að lýsa fólki sem hefur jafn takmarkaða virðingu fyrir náunganum og Loftur hefur sýnt séu ekki örugglega þar inni. 

Egill Óskarsson, 27.8.2010 kl. 18:08

55 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gervidoktorinn virðist elska að vera óþverralegur í tilsvörum til þeirra sem taka kristindóminn alvarlega og þá skyldu sína að verja trúna í stað þess að þegja við óhróðri um hana.

Biblían talar hvergi um, að grýta eigi óþekk börn, það er oftúlkun gervidoktors þessa á Gamlatestamentisákvæði, sem á raunar ekki við í heimi kristni.

PS. Axel Jóhann, ég veit ekki, til hvaða innleggs þíns af mörgum þú ert að vísa, en vertu rólegur, ég er sennilega ósammála þeim flestum; nenni reyndar ekki að renna í gegnum þau orð fyrir orð. – Orð þín um upplogna ritskoðun á vefsíðu minni eru þegar hrakin, eða átti ég líka að hafa þetta eina innlegg lengi í birtingu, sem samrýmdist ekki reglum bloggs míns um að halda frá óþekktum nafnleysingjum?

Jón Valur Jensson, 27.8.2010 kl. 19:41

56 identicon

Loftur Altice ÞorsteinssonThumbnail for version as of 00:39, 10 December 2006

Ad eigin sögn er Loftur ljúfmenni sem gerir ekki flugu mein og étur ekki dýr.  Metnadarfull graenmetisaeta sem vildi verda formadur Sjálfstaedisflokksins.  Mun honum takast aetlunarverk sitt?  Mun Sjálfstaedisflokkurinn kjósa hann ef hann gefur kost á sér aftur?

Leidinlegt fyrir karlinn ad nú sé hann útilokadur frá blogginu.  Ég held nefnilega ad hann hafi notid thess töluvert ad láta ljós sitt skína á blog.is.

Thad hlýtur ad vera ergjandi fyrir Loft ad lesa thad sem adrir skrifa um hans mál án thess ad geta lagt ord í belg sjálfur!

Nidrandi.


Baunasúpa (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 20:16

57 identicon

Loftur getur vel sagt sitt ennþá í athugasemdakerfum annarra ef hann vill þannig að það er ekki rétt að hann geti ekki sjálfur lagt orð í belg. Hann á t.d.innlegg hér fyrir ofan.

Hólímólí (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 21:06

58 Smámynd: Óskar Arnórsson

Tek undir með Agli Oskarssyni. Það er samt leiðinlegt að Lofti hafi ekki tekist að bakka með þessi orð og vilji fylgja lögum mbl.is Loftur hefur verið með meiriháttar greinar um allt mögulegt og hann er bara svona sterkt undir áhrifum kirkjunar og drepandi gerfisiðfræði hennar um kynlíf og kynlífshegðun og fleira sem þeim hefur aldrei komið neitt við. Afskiptasemi sem hefur verið þröngvað upp á fólk með mikilli frekju og hryllilegum afleiðingum...

Óskar Arnórsson, 27.8.2010 kl. 23:44

59 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Innleggið frá kl 01.09 Jón Valur, en auðvitað vissir þú það, en stakst hausnum í sandinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.8.2010 kl. 00:00

60 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég bendi þér aftur á að lesa innleggin hennar Völu Andrésdóttur Withrow á síðunni isleifur.blog.is – hún kálar þar gersamlega þínum pempíu-sjónarmiðum í þessu efni.

Jón Valur Jensson, 28.8.2010 kl. 00:11

61 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Jón Valur: Þú þykist ekki stunda ritskoðun. Þýðir það að ég megi kommenta á síðunni þinni, eða telst það ekki ritskoðun að banna einstaklingum að koma með athugasemdir fyrir það eitt að vera ósammála þér - og ganga á eftir þér að svara fyrir fullyrðingar þínar um heilsufar ákveðinna hópa?

Þú segir að þú hafir eingöngu fjarlægt eitt komment, en hversu margir eru, eins og ég og Doktorinn, alfarið ritskoðir vegna heigulsháttar þíns?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.8.2010 kl. 09:08

62 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Þarna átti að sjálfsögðu að standa 'ritskoðaðir' í síðustu línu. (Jón á það stundum til að röfla yfir málfari fólks í stað þess að svara spurningum eða færa rök fyrir sínu máli.)

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.8.2010 kl. 09:09

63 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Eftir lestur þessara athugasemda frá Völu Andrésdóttur Withrow sem Jón Valur bendir hér á,  sé ég ekki að þar komi neitt nýtt fram sem styrkir málstað Lofts. Loftur samþykkti notkunarskilmála blog.is og þar eru ákvæðin sem Loftur braut skýr. Fram hjá því, undir eða yfir, kemst enginn.

Skrif hennar til varnar Lofti, eru af sama toga og skrif Jóns Vals. Þar birtist ákveðin pólitísk samhygð með slæma samvisku.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.8.2010 kl. 11:49

64 identicon

Samkynheigð er náttúrulegt.

Homosexuality in Animals

http://www.youtube.com/watch?v=7RlTAyNI8WE

Arnar (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 14:13

65 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvert eru menn nú komnir í umræðunni?

En Tinna, vitaskuld er guðlastandi gervidoktorinn útilokaður af síðu minni; annað væri nú óeðlilegt, ertu ekki loksins sammála mér?

Jón Valur Jensson, 29.8.2010 kl. 02:13

66 Smámynd: Óskar Arnórsson

þetta svokallaða "Guðlast" er merkilegt fyrirbæri. Ég get skilið að maður geti verið ergilegur út í þá sem tala illa um fólk sem manni þykir vænt um. Samband við Guð byggist á kærleik og þar með er hægt að verða viðkvæmur fyrir illmælgi um Hann...doktorinn blandar saman Guði og trúatbrögðum og það gera líka margir trúaðir...

Óskar Arnórsson, 29.8.2010 kl. 07:43

67 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Jón Valur: Ertu likamlega eða andlega ófær um að svara spurningum hreint út? Hvers vegna er mér óheimilt að kommenta á síðunum þínum?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.8.2010 kl. 11:02

68 Smámynd: Óskar Arnórsson

...ég má ekki heldur kommentera á þinni síðu JVJ. Er það ekki ritskoðun?

Óskar Arnórsson, 29.8.2010 kl. 13:09

69 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Tinna og Óskar, það er vonlaust að ætla að rökræða við Jón Val, hann hundsar öll rök og sé þeim vandsvarað þá grípur hann gjarnan til uppnefna og útúrsnúninga. Þar sem Jón Valur er mikill EGOisti þá líkar honum fátt betur í rökræðum að vitna í sjálfan sig, Jón segir:

"Ég hef að gefnu tilefni, vegna árásarhneigðar sumra ófyrirleitinna vinstri sinna og trúlausra, sett upp skilmála innleggja hér á vefsíðum mínum (efst í vinstra horni), eins og raunar margir aðrir hafa gert, og menn geta þá sjálfum sér um kennt, ef þeir halda sig ekki innan ramma þeirra sanngjörnu reglna".

Jón Valur vitnar í sínar eigin reglur í tíma og ótíma til stuðnings ritskoðun á sinni síðu og lokar á menn hægri vinstri og hendir út athugasemdum hraðar en auga á festir en en svo skilur murturinn ekkert í svipuðum reglum hjá mbl.is og enn síður að þeir skuli framfylgja þeim og loka á barnssálina Loft Þorsteinsson, sem ekki gat haldið sig innan þeirra sanngjörnu reglna sem mbl.is setur bloggurum!

Hvort Jón gerir þetta af einfeldni, siðvillu eða þvermóðsku er ómögulegt um að segja, nema allt komi til.

En hvað sem því líður þá eru fáir liprari en Jón Valur í þeirri list að gera eigin bresti að annarra sök.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.8.2010 kl. 15:29

70 Smámynd: Óskar Arnórsson

JVJ notar gamaldags "rökræðulist" sem eiginlega er bara "af því bara" rök um trúarbrögð. Og svo erum við með ólíkar skoðanir á fóstureyðingum. 

Annars er hann fansi fróður um allt mögulegt og gaman að lesa sumt af því sem hann skrifar...

...enn það er nauðsynlegt að viðhalda gamalli og góðri ekta íslenskri þrjósku og þvermóðsku...hann er fínn í því..hehe.. :)

Óskar Arnórsson, 29.8.2010 kl. 16:46

71 Smámynd: Jón Valur Jensson

Óskar og Tinna hafa verið mjög herská á síðu minni; ég þoldi þau og þann skæting, sem þeim fylgdi á stundum, um tíma, en lét þau svo flakka, þegar þau fóru yfir strikið.

Já, ég hef mínar reglur á mínum síðum, en þótt guðlösturum og öðrum sem brjóta reglur ítrekað sé úthýst þar, geta þeir bæði kommenterað hjá öðrum og haldið uppi sínu eigin Moggabloggi. Þessu verður því engan veginn líkt við fyrirvaralausa lokun alls bloggs Lofts Þorsteinssonar, með öllum hans verðmæta gagnabanka um Icesave og ESB, fjölda vefsíðna, sem aðrir höfðu oft gefið tengla á í umræðum á netinu á mörgum vefsíðum (og ekki aðeins á Moggabloggi), m.a. á mínum. Nú eru allar þær tengla-tilvísanir fyrir bí, allt verkið eyðilagt, þó að Loftur geti með mikilli vinnu reynt að bjarga efni sínu yfir á annað vefsetur.

Það er undarlegt, að þetta gerist 1) hjá bloggstjórn háborgaralegrar blaðaútgáfu, 2) sem þar að auki hefur löngum tengzt þeim stjórnmálaflokki, sem Loftur sjálfur tilheyrir og hefur verið einkar trúr, 3) að þetta er flokkur og blað sem hafa lagan og góan feril í því að halda uppi merki mál- og ritfrelsis og 4) að þetta gerist ennfremur í sambandi við nýtilkominn félagslegan rétttrúnað sem hefði komið einkar flatt upp á flokksmenn nefnds flokks fyrir aldarfjórðungi og fæstir hefðu spáð að yrði stefna hans.

Jón Valur Jensson, 29.8.2010 kl. 17:17

72 Smámynd: Jón Valur Jensson

... langan og góðan feril ...

Jón Valur Jensson, 29.8.2010 kl. 17:19

73 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þú býður nú svolítið upp á það að menn fari í stríð við þig JVJ. Þú veist vel af því að þú kannt að ergja fólk með allskonar "rökum" sem standast síðan ekki.

Guðlast er ekki til JVJ. Það hefur aldrei verið það. Kirkjan bjó til þessa umgjörð um "Guðlast" og notaði til þess frasa eins og"þú skallt ekki draga nafn Guðs við hégóma" sem síðan stenst alls ekki. 

Guð hefur ekkert sérstakt nafn, nema það sem okkur dettur í hug að gefa honum svo að við skiljum hvorn annan í samræðum...

Ég trúi bara ekki að þeir ætli að halda lokuðu mbl.is fyrir Lofti! Er ekki hægt að gera eitthvað vegna þess? Enn það er að sjálfsögðu nóg af bloggum út um allt...

Óskar Arnórsson, 29.8.2010 kl. 17:28

74 identicon

Jón Valur ... ég held varla að nokkur flokkur eða flokksmenn telji það sér og sínum málstað eða baráttumálum til framdráttar að hafa innanborðs menn sem virða ekki almennar kurteisisreglur í umræðum og fara ítrekað langt yfir strikið, t.d. með því að leggja til að skoðunarandstæðingar hljóti sömu meðferð og Mússólíni, að eitrað verði fyrir þeim og að þeir séu kallaðir öllum illum nöfnum og uppnefnum, þar á meðal "kynvillingar" ... sem allir vita að er ekki lengur neinum manni sæmandi að nota um annað fólk frekar en mörg önnur ljót orð ... jafnvel þótt þau séu til í orðabókum.

Hólímólí (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 17:40

75 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Jón Valur.

Ég sé að þú ferð mikinn hér við að reyna réttlæta ritstýringuna sem þú viðhefur á eigin bloggsíðu en sættir þig illa við að blog.is ritstýri bloggsvæðinu eftir þeim skýru reglum sem þeir setja fólki sem óskar eftir að blogga á því.

Þú undrar þig jafnframt að blog.is skuli ekki líða Lofti að segja það sem hann vill, í ljósi þess að hann er sjálfstæðismaður. - Ertu sjálfur það mikill flokkadráttarmaður að þér finnist það réttlætanlegt að flokksskýrteini ráði hvað hverjum á að leyfast hvað og hverjum ekki?

Varstu ekki sjálfur að berja búsáhöld, einmitt til að mótmæla slíku ofríki og klíkuskap?

Ég geri engar athugasemdir við það þótt þú eða aðrir ritstýri sínum heimsíðum og þeim athugasemdum sem á þeim birtast, enda er fólk, samkvæmt reglunum ábirgt fyrir því efni sem þar er fram sett. -

Þú bloggaðir sjálfur um lokun síðu Lofts, en hafðir ekki skap í þér til að leyfa þar ótakmarkaðar athugasemdir og lokaðir á umræðuna, ótímabærilega greinilega, því þú hefur enn mikið um málið að segja.  Sú lokun varð, satt að segja, kveikjan að þessu bloggi mínu.

Þér er tíðrætt um guðlastara og guðlast og telur slíkt óhæfu sem ekki eigi að líðast.  Telur þú að það sé í lagi að lasta guðstrú annarra en þína eigin? Mér finnst líklegt að svo sé ekki.

Kynntu þér í því ljósi, ummæli Lofts um önnur trúarbrögð en kristni og segðu mér hvor þú mundir líða honum þau á þinni bloggsíðu, ef þú tilheyrðir þeim.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.8.2010 kl. 18:45

76 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég vil þakka öllu því sanngjarna fólki sem komið hefur mér til stuðnings í þessu máli. Auk þess sem fólk hefur hérna tjáð hug sinn til málfrelsis, hef ég orðið var við umræðuna víðar á netinu. Jafnframt hef ég fengið hvatningu frá mörgum með tölvuskeytum og símtölum.

  

Það hefur komið fram, að líklega er þetta í fyrsta skipti sem ég nota orðin hommi og kynvilla á prenti. Ástæðan er ekki ótti við fordæmingu hinna hjartahreinu, heldur hef ég engan áhuga á málefninu. Ég hef í 50 ár stutt kynvillinga í orðum og talið að í engu mætti halla á rétt þeirra. Þessi afstaða felur hins vegar ekki í sér að þeir skuli njóta réttinda framar öðrum. Með því að upplýsa hvernig forsætisráðherra landsins sækir upphefð til útlanda, tel ég fráleitt að ég hafi brotið landslög. Hvernig væri að Jóhanna Sigurðardóttir, Baldur Þórhallsson og William Lee Adams kærðu mig fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur ? Ég skal gjarnan mæta þar í sparifötunum. Það er annars skondið, að forsætisráðherra sem leynt og ljóst vinnur að því að hafa fullveldið af almenningi og raunar þjóðinni allri, skuli varinn af Morgunblaðinu gegn sönnum upplýsingum. Ég minni á þau orð Jóhönnu að þjóðaratkvæðið 06. marz 2010 hafi verið “marklaust”. Þessi dæmalausu ummæli fóru alla heimsbyggðina á enda. Dettur nokkrum heilvita manni í hug, að þessi kerla (girl) sé í hópi 10 merkustu stjórnmálakvenna heimsins ? Hvaða orð eru sammaryrði og hver eru lofsyrði fer algjörlega eftir hugarfari þess sem les. Að auki er umhverfi okkar allt fullt af særandi ummælum og áreiðanlega eru fleirri en ég sem verða fyrir slíkum sárindum á hverjum einasta degi. Eiga ákveðnir hópar að njóta forréttinda og þeirrar stöðu að ekki þurfi að spyrja neinna spurninga um tilgang – bara að loka á þá sem þeim líkar ekki við ? Það eru barnaleg ummælu, að segja að þegar menn skrifa á opinberum vettvangi þá skuli menn varast ákveðin gamalgróin orð. Samkvæmt sömu heimild ber mönnum að nota “nútímalegan stíl”. Hvaðan kemur fólki vald til að dæma orðræðu annara með svona heimskulegum kvarða ? 

Hvað varðar heimild þess sem býður almenningi bloggþjónustu, til að loka þegar honum sýnis, þá hafna ég slíkum hugmyndum. Sá sem hefur opna verslun fyrir almenning, getur ekki staðið í dyragættinni og stöðvað þá sem hann hefur vanþóknun á, af einhverjum óþekktum ástæðum. Ekki er nóg að vísa til lagagreina sem hugsanlega eiga við. Vonandi skilja allir að málfrelsið er undirstaða lýðræðis og lagagreinar sem fallnar eru til að brjóta á málfrelsinu verða að hverfa.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.8.2010 kl. 22:16

77 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég vil þakka öllu því sanngjarna fólki sem komið hefur mér til stuðnings í þessu máli. Auk þess sem fólk hefur hérna tjáð hug sinn til málfrelsis, hef ég orðið var við umræðuna víðar á netinu. Jafnframt hef ég fengið hvatningu frá mörgum með tölvuskeytum og símtölum.

 

Það hefur komið fram, að líklega er þetta í fyrsta skipti sem ég nota orðin hommi og kynvilla á prenti. Ástæðan er ekki ótti við fordæmingu hinna hjartahreinu, heldur hef ég engan áhuga á málefninu. Ég hef í 50 ár stutt kynvillinga í orðum og talið að í engu mætti halla á rétt þeirra. Þessi afstaða felur hins vegar ekki í sér að þeir skuli njóta réttinda framar öðrum.

 

Með því að upplýsa hvernig forsætisráðherra landsins sækir upphefð til útlanda, tel ég fráleitt að ég hafi brotið landslög. Hvernig væri að Jóhanna Sigurðardóttir, Baldur Þórhallsson og William Lee Adams kærðu mig fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur ? Ég skal gjarnan mæta þar í sparifötunum.

 

Það er annars skondið, að forsætisráðherra sem leynt og ljóst vinnur að því að hafa fullveldið af almenningi og raunar þjóðinni allri, skuli varinn af Morgunblaðinu gegn sönnum upplýsingum. Ég minni á þau orð Jóhönnu að þjóðaratkvæðið 06. marz 2010 hafi verið “marklaust”. Þessi dæmalausu ummæli fóru alla heimsbyggðina á enda. Dettur nokkrum heilvita manni í hug, að þessi kerla (girl) sé í hópi 10 merkustu stjórnmálakvenna heimsins ?

 

Hvaða orð eru sammaryrði og hver eru lofsyrði fer algjörlega eftir hugarfari þess sem les. Að auki er umhverfi okkar allt fullt af særandi ummælum og áreiðanlega eru fleirri en ég sem verða fyrir slíkum sárindum á hverjum einasta degi. Eiga ákveðnir hópar að njóta forréttinda og þeirrar stöðu að ekki þurfi að spyrja neinna spurninga um tilgang – bara að loka á þá sem þeim líkar ekki við ?

 

Það eru barnaleg ummælu, að segja að þegar menn skrifa á opinberum vettvangi þá skuli menn varast ákveðin gamalgróin orð. Samkvæmt sömu heimild ber mönnum að nota “nútímalegan stíl”. Hvaðan kemur fólki vald til að dæma orðræðu annara með svona heimskulegum kvarða ?

 

Hvað varðar heimild þess sem býður almenningi bloggþjónustu, til að loka þegar honum sýnis, þá hafna ég slíkum hugmyndum. Sá sem hefur opna verslun fyrir almenning, getur ekki staðið í dyragættinni og stöðvað þá sem hann hefur vanþóknun á, af einhverjum óþekktum ástæðum. Ekki er nóg að vísa til lagagreina sem hugsanlega eiga við. Vonandi skilja allir að málfrelsið er undirstaða lýðræðis og lagagreinar sem fallnar eru til að brjóta á málfrelsinu verða að hverfa.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.8.2010 kl. 22:17

78 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Loftur: Verslunareigandinn hleypti þér inn með ákveðnum skilyrðum - í dæmisögunni mætti t.d. segja að hann hafi leyft þér að koma inn í búðina gegn því að þú stæðir ekki á miðju gólfi og hrópaðir fúkyrði að öðrum viðskiptavinum - sem þú síðan uppfylltir ekki.

Þér var einfaldlega vísað út fyrir að brjóta samning sem þú skrifaðir undir.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.8.2010 kl. 00:08

79 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo sannarlega mun ég svara þessu ósvífna svari Svans til mín.

Jón Valur Jensson, 30.8.2010 kl. 14:05

80 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mér er létt!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.8.2010 kl. 14:43

81 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég myndi nú ekki að halda í mér andanum á meðan beðið er eftir svari frá Jóni. Það getr tekið mörg ár. Hann er svo upptekinn við sín þörfu og mikilvægu störf til varnar sjálfstæði Íslands, sjáðu til.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.8.2010 kl. 18:38

82 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég kannast við taktíkina.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.8.2010 kl. 19:04

83 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jón Valur hefur í mörgu að snúast. Hann rekur heil stjórnmálasamtök, er virkur í félagastarfsemi sem telur sig útvörð frelsis þjóðarinnar, skrifar tvær eða þrjár bloggsíður og svo er hann eitthvað að stússast líka á Útvarpi sögu að ég held.  Miðað við allt þetta verð ég að sjá i gegnum fingur við hann með að svara ekki strax.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.8.2010 kl. 19:26

84 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Loftur; viltu nokkuð að ég taki út aðra athugasemdina? Þær eru að ég held samhljóða.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.8.2010 kl. 19:28

85 Smámynd: Björn Birgisson

Kyrrt á vígstöðvunum nú. Er það lognið á undan storminum? Til að spara tíma mega lesendur hér áreiðanlega byrja að hlæja að svari JVJ, komi það þá nokkurn tímann! Hvað gerir minnkurinn, afkróaður úti í horni?

Björn Birgisson, 30.8.2010 kl. 21:00

86 Smámynd: Jón Valur Jensson

Að horfa á ykkur þarna, hreytandi ónotum í fjarstaddan mann.

Að ímynda ykkur, að ég geti verið upptekinn við annað en blogg, virðist ykkur fyrirmunað.

Og þú, ráðherrasonarsonurinn Björn, ertu orðinn svo tapsár af pólitískum viðureignum okkar, að þú þurfir að líkja mér við mink? Hef ég kannski skilið eftir einhver hænsfyglin hér afhausuð?

Þú ættir að lesa glæsilega réttarvörn Völu Andrésdóttur Withrow fyrir málfrelsið, Svanur Gísli, á vefsíðu Ísleifs Gíslasonar. Blog.is segist ekki taka ábyrgð á vefsíðum Moggabloggara og ætti að láta þar við sitja. Útgáfufyrirtækið tekur ábyrgð á Mbl.is og Morgunblaðinu sjálfu, en hafi menn eitthvað upp á bloggara að klaga, standa þeim opnar dómstólaleiðirnar. Sjá nánar frábæran rökstuðning Völu Withrow.

Þú átt að vita, að ég er enginn Sjálfstæðisflokksmaður lengur, en rök mín standa, að það sé undarlegt á vef þessa blaðs, að jafn-borgaralegum manni (og meðlimi þess flokks) sé kastað út með allt sitt mikla ritverk vegna íhaldssamra viðhorfa hans og hreinskilni um kjánalega, alls ómerka blaðamennsku eins manns á bandarísku vikublaði.

"Varstu ekki sjálfur að berja búsáhöld, einmitt til að mótmæla slíku ofríki og klíkuskap?" spyrðu eins og hver annar rati. – NEI, þetta áttirðu að vita, ég barði EKKI búsáhöld, ég hélt mig í hæfilegri fjarlægð frá ólátabelgjunum á Austurvelli í janúar 2009, kom þangað fyrir forvitni sakir, tók stóran krók á mig, hring í kringum uppþotin, m.a. bak við þinghúsið, og hneykslaðist á framgöngu þessa liðs, sem full rök komu fram um að væri stýrt af Vinstri grænum; m.a. voru mótmælaspjöldin geymd á flokksskrifstofu VG, og vitað var, að Álfheiður Ingadóttir var í einhverju sambandi við einhverja utan við þinghúsið.

Síðar mótmælti ég Icesave-stjórnvöldum og ESB-leppum og lygasamsetningi þeirra, en gerði það ekki með búsáhöldum, heldur hinu talaða og hrópaða orði og mótmælaspjöldum.

Ofríki og klíkuskap mótmæli ég á mínum eigin forsendum og sannleikans, ekki á forsendum yfirráðasjúkra vinstri manna sem hafa svikið öll sín helztu loforð og er nú að takast það með skattaáþján að draga niður íslenzka atvinnuvegi og taka gamla fólkið með í fallinu.

"Þú bloggaðir sjálfur um lokun síðu Lofts, en hafðir ekki skap í þér til að leyfa þar ótakmarkaðar athugasemdir og lokaðir á umræðuna, ótímabærilega greinilega, því þú hefur enn mikið um málið að segja" (segir þú).

Já, ég hef margt um það að segja, en ég stillti umræðurnar á 1 sólarhring og hafði fullgildar ástæður til að hafa þær ekki lengri, ég ætlaði ekki að íþyngja mér með því að hafa þær hangandi yfir mér á þeim tímum sem einnig þú, Svanur, myndir ekki bjóða upp á slíkt, þegar sorgin hefði barið að dyrum hjá þínu fólki.

Umræðan var forstillt á 1 sólarhring, ég lokaði því ekki á hana. Hins vegar neyddist ég til að svara þar ódrengilegum ásökunum Elínar Árnadóttur (sem hélt því fram, að ég hefði niðrað einhverjum með uppnefnunum "belja" og "tík", sem var hennar eigin uppspuni) og stillti svo aftur umræðuna á upprunalega tímalengd.

Já, Svanur, guðlast á ekki að að líðast, segja ekki landslög það? Eða á bara að virða þau, þegar hægt er að berja á prestum eins og Geir Waage fyrir að virða þagnarskyldu sína við skriftabörn?

"Telur þú að það sé í lagi að lasta guðstrú annarra en þína eigin? Mér finnst líklegt að svo sé ekki," segir þú.

Að lasta einhverja tiltekna guðstrú er annað en guðlast. Guðlast er að lasta Guð. Engin landslög banna trúarbragðagagnrýni, en guðlast banna þau lög.

Ég veit svo sem, að þú hefur islam í huga; oft stendurðu nær þeim trúarbrögðum en kristni, og þó eru trúsystkin þín (baháíar) af engum ofsótt meira en af múslimum í Íran og víðar.

Ekkert varðar mig um gagnrýni Lofts á trúarbrögð, enda felur málsvörn mín og t.d. hennar Völu Andrésdóttur Withrow fyrir tjáningarfrelsi Lofts það ekki í sér, að við séum endilega sammála honum um alla eða marga hluti, og ekki les ég hvern pistil hans – þó fleiri en þína!

Jón Valur Jensson, 31.8.2010 kl. 02:57

87 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Fyrir hvaða rétti flutti Vala þessa "réttarvörn"? Vala hefur auðvitað rétt til sinna skoðana, en þær ná ekki lengra en annarra manna og kvenna sem verða að lúta lögum og reglum. Það var síður en svo brotið á Lofti, eins og ég held að þú sért loks að skilja Jón Valur. Það var hann sem braut á öðrum og því var blogginu hans blessunarsamlega lokað.

Það eru engin rök fólgin í því að lýsa sig undrandi á að flokkpólitíkin hafi ekki náð að vernda Loft lengur. Það eru e.t.v. eðlileg viðbrögð þess sem ekki kann neitt annað, en rök eru það ekki.

Það er gott að hafa það staðfest af þér sjálfum að þú hafir verið fyrir aftan Alþingishúsið að hneykslast á fólkinu sem tók þátt í búsáhaldabyltingunni og ekki átt þar neinn þátt í því að krefjast úrbóta eftir hrunið 2008.

Þú talar um að mótmæla á forsendum þín eigin sannleika. Hver er sá sannleiki sem þú einn hefur höndlað svo kyrfilega Jón Valur, að þú átt ekki orðið samleið með nokkru öðru fólki? Finnurðu ekki fyrir því hvernig hringurinn er stöðugt að þrengjast í kringum þig og að þeir sem hann fylla eru aðeins öfgamenn og oflátungar eins og Loftur.

Ég veit að þú verður reiður að heyra þetta en þú þarft á því að halda.

Já ég skil þig vel með tímamörkin.  það er erfitt að eiga við fólk sem er fullt af þvermóðsku. Það þarf að hafa fyrir því að svara því sem augljóst ætti að vera. Þú lékst þennan sama leik við mig í gær þegar þú lokaðir á umræðuna um hvort kaþólska kirkjan væri auðug eða ekki. Eftir að hafa átt síðasta orðin hljópstu inn og skelltir í lás á eftir þér. En af því ég veit að orð þín dæma sig sjálf, var mér nokk sama.

"Að lasta einhverja tiltekna guðstrú er annað en guðlast. Guðlast er að lasta Guð"

Þetta segir þú án þess að blikna er nú með lúalegri nauðavörnum sem ég hef séð. í raun er þetta útúrsnúningur af verstu tegund af þvi hann er svo óheiðarlegur. 

Og það sem gerir vörnina enn pínlegri er að hún kemur frá manni sem segir þetta um málið á heimasíðu sinni; 

MEGINREGLUR vegna athugasemda á eftir vefgreinum mínum: Vegna princípafstöðu gegn nafnlausum skrifum á vefnum (þar sem sumir virðast hafa lítið taumhald á orðbragði sínu, geti þeir skákað í skjóli nafnleyndar) ákvað ég að loka á pósta frá óskráðum. Þar að auki úthýsi ég (1) þeim póstum sem ekki eru frá nafngreindum mönnum (áskil mér þó rétt til undantekninga frá þeirri útilokunarreglu) eða þeim, sem a.m.k. mér sé kunnugt um, hverjir eru, (2) öllum póstum, sem í myndar stað hafa andkristin merki eða trúarlega niðrandi eða ögrandi að mínu mati, og (3) þeim póstum sem innihalda guðlast eða órökstudd (einkum refsiverð) meiðyrði um annað fólk.

Og svo aftur litlu neðar;

ATHS. Vegna miður geðslegrar rógsherferðar, sem haldið hefur verið uppi gegn mér af ýmsum sem virðast eiga léttara með slíkt en að tjá sig á skynsamlegan hátt og með rökræðu (m.a. mönnum sem hatast út í kristna trú, kaþólska kirkju og biblíulegt siðferði), skal tvennt tekið fram að auki:

1) Þótt seinþreyttur hafi ég verið til lögsóknar gegn fjölmælismönnum þrátt fyrir að borðleggjandi sé, að þar ætti ég unnin mál fyrir rétti, áskil ég mér fullan rétt til að útiloka hvern þann frá vefsíðum mínum, sem vegið hefur gróflega að æru minni vegna trúar minnar, rökstudds álits eða skoðana eða tekið (á netinu eða á prenti) fullum fetum undir soralegt níð af hatursmanna minna hálfu. Verður lesendum mínum hlíft við slíkum óvinafagnaði á vefsetri þessu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 31.8.2010 kl. 04:09

88 Smámynd: Óskar Arnórsson

JVJ! Ég hef oft velt því fyrir mér hverlags sambandi þú ert við þinn Guð. Þú lendir í útistöðum óvenjulega mikið til þess að það geti talist eðlilegt... mér finnst auðvitað að hver og einn eigi að hafa sína eigin skoðun. Enn það er samt eitthvað sem stemmir ekki við þessu frægi "rök" þín...

Óskar Arnórsson, 31.8.2010 kl. 09:26

89 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hvatti að sjálfsögðu á margvíslegan hátt til úrbóta eftir hrunið 2008. Þú talar eins og þér sé ekki sjálfrátt, Svanur Gísli. Með fjölda greina á Mogga- og Vísisbloggi hélt ég uppi gagnrýni á stjórnvöld fyrir og eftir hrun og varði ekki Geirsstjórnina vegna hrunsins. Sömu stefnu hélt ég uppi í vikulegum pistlum mínum á Útvarpi Sögu, eftir að ég byrjaði þá. En vitaskuld skynjaði mitt pólitíska nef ógeðfelldan upphlaups-, ofbeldis- og byltingarandann í atgangi hinna æstu ungmenna (miklu fremur en vinnandi fólks) sem sóttu að Alþingi þennan örlagaríka vetur. Ekki mætti þetta sama fólk til að taka þátt í mótmælum með mér og mínum samherjum gegn Icesave-svikastefnu stjórnvalda vorið og sumarið 2009. Samt voru það þau mótmæli sem fengu langtum meiri hljómgrunn meðal þjóðarinnar í kosningum um það málefni 6. marz síðastliðinn.

Ég skellti ekki í lás á eftir mér, á eftir ummælum mínum á vefslóð minni í nótt. Umræður voru forstilltar þar á 1 sólarhring eins og á öllum vefsíðum þar, nema framlengt sé eða fyrirfram ákveðið að hafa þær lengri. Þú hafðir allan daginn í gær til að standa þar fyrir máli þínu, en tilgreindir engar eiginlegar heimildir um umrædd fjárhagsmál, einungis eina vefsíðu sem tengist sennilega þinni sértrúarblöndu.

Þetta, sem ég segi um guðlast og aðgreiningu þess frá trúarbragðagagnrýni, er fullkomlega rétt, sama hvað þú æsir þig yfir því og brúkar stóryrði eins og þú sért að fara af hjörunum.

Já, auk guðlasts banna ég skrípamyndir (eins og Vantrúar) sem ganga í sömu átt og guðlastið. Ég hef fullkomið leyfi til þess. Með einfaldari hætti gæti ég líka sagt öllum að stunda kurteislega umræðu, annars verði viðkomandi ýtt út – það gera sumir Moggabloggarar og gefa sér þar mjög víðtækar útkastsheimildir.

Lokaákvæðið, sem þú tilgreinir þarna af reglum mínum á höfundarsíðu minni, setti ég inn eftir að hafa horft upp á viðbjóðlegt níð um mig á fleiri en einni vefsíðu og það af hálfu manna, sem síðan áttu það til að koma eins og úlfar í sauðargæru inn á vefsíðu mína með smjaðurslegu tali, en sama hugarfarið undir niðri. Það er handan hugsunar minnar um eðlilega gestrisni að bjóða slíkum rógberum gegn mér til stofu.

Samt er enginn skortur á fólki sem hefur deildar meiningar við mig og ræðir þær á vefsíðum mínum. Það er í sjálfu sér ágætt, þegar umræðan er eins og siðaðra manna er háttur. Mín viðhorf hafa gott af því að slípast og kristallast og stundum að taka nokkrum breytingum í rökræðu við skarpa menn og konur.

Jón Valur Jensson, 31.8.2010 kl. 09:46

90 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er illa grundað, sem þú skrifar þarna, Óskar. Þið Svanur eruð ekki dæmigerðir fulltrúar þeirrar kristnu trúar sem fólkið í landinu hefur borið fram kynslóð af kynslóð, og því síður eru þeir það, trúleysingjarnir sem bæta upp mannfæð sína með hávaða og stóryrðum og sífelldu gjammi víða á vefsíðum.

Jón Valur Jensson, 31.8.2010 kl. 10:04

91 Smámynd: Björn Birgisson

Það hlýtur að vera þreytandi og slítandi verk að standa daglega í ritskoðun, útkasti og lokunum á fólk. Líklega illskárra að fara að eins og til dæmis Hannes Hólmsteinn og Björn Bjarnason. Leyfa engar athugasemdir.

Björn Birgisson, 31.8.2010 kl. 10:07

92 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er yndislegt að lesa hvernig JVJ  réttlætir forkastanlega fordóma og vandlætingu hans í garð ákveðinna hópa fólks. Það var fyrir neðan hans virðingu að standa við hlið VG fólks og mótmæla þótt hann væri fylgjandi málefninu og tilefninu. Jón segir: 

"NEI, þetta áttirðu að vita, ég barði EKKI búsáhöld, ég hélt mig í hæfilegri fjarlægð frá ólátabelgjunum á Austurvelli í janúar 2009, kom þangað fyrir forvitni sakir, tók stóran krók á mig, hring í kringum uppþotin, m.a. bak við þinghúsið, og hneykslaðist á framgöngu þessa liðs, sem full rök komu fram um að væri stýrt af Vinstri grænum;"

Þetta minnir meira en góðu hófi gegnir á þessa bæn: 

"Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður. Ég fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu, sem ég eignast.

Lúk.18:9-14"

Ætli Jón Valur geti samvisku sinnar vegna setið við hlið VG manns eða konu þegar hann mætir til messu til fundar við Guð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.8.2010 kl. 10:20

93 Smámynd: Jón Valur Jensson

Flesta daga þarf ég hvorki að kasta út mönnum né innleggjum á bloggi mínu, Björn Bjarnason, þannig að þú getur gleymt þeim fantasíum þínum. Eitt dæmi er sú vefslóð mín, sem rætt hefur verið um hér ofar. Þrátt fyrir nokkuð harðar deilur þar og mikinn fjölda athugasemda kastaði ég engu innleggi út nema frá nafnleysingja, sem ég hef áður krafið um nafn, en vill ekki upplýsa mig um það þrátt fyrir reglur bloggs míns.

Axel Jóhann, ég ber enga virðingu fyrir því, að menn ati Alþingishúsið út með eggjum, skyri og jógúrt, ennþá síður fyrir því, að þeir brjóti sérhverja rúðu á framhlið þess (barstu virðingu fyrir því þarna í þinni heppilegu fjarlægð norður á Skagaströnd?) og allra sízt fyrir því, að sömu ungmenni ryðjist inn í húsið og valdi þar líkamsmeiðingum á starfsfólki þingsins.

En þú ert kannski einn þeirra, sem geta hugsað sér að hindra framgang réttvísinnar í því máli með því að þrengja að Héraðsdómi Reykjavíkur með hávaða-aðför og kröfu um að málið verði látið niður falla?

Jón Valur Jensson, 31.8.2010 kl. 10:54

94 Smámynd: Jón Valur Jensson

PS. Ég hef enga alhæfingar-fordóma gegn almennum VG-félögum pg hef miklu meiri trú á heiðarleik grasrótarinnar þar en forystunnar.

Jón Valur Jensson, 31.8.2010 kl. 10:55

95 Smámynd: Björn Birgisson

Björn Bjarnason!  Jón Valur, af hverju tókstu síðustu athugasemdina mína til þín? Ég nefndi þig ekki á nafn.

Björn Birgisson, 31.8.2010 kl. 11:08

96 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Jón Valur: Finnst þér sumsé ekkert óheiðarlegt við það að segja fólki að þú munir svara því seinna - og birtist svo klukkan rúmlega eitt um nótt, svarir engu og lokir svo á umræður?

Annars má benda á það að Vatíkanið er rekið með halla þriðja árið í röð. 4,1 milljón evra, sem eru ca. 630 milljónir íslenskar. Ég leyfi mér að fullyrða að hallinn stafi ekki af því að það sé orðið svona miklu dýrara að fæða fátæklinga heimsins, því eins og kemur fram í fréttinni: 

The Vatican had revenues of €250.18 million against expenses of €254.28 million, most of which went to cover operating costs of the various curial Dicasteries and organisms of the Holy See, including the Holy See’s communications outfits, particularly Vatican Radio.

Major expenses for the Governatorate of Vatican City State included maintenance and restoration projects on the Holy See’s artistic and architectural patrimony, including major renovations of the Vatican Library, and security as well.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 31.8.2010 kl. 11:14

97 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Jón Valur: Flesta daga þarftu ekki að henda út athugasamdum, því það eru ekki orðið nema fáir útvaldir sem fá yfir höfuð að gera athugasemdir.

Hvernig fór ég yfir strikið á bloggsíðu þinni? Viðurkenndu það bara að þú varst orðinn þreyttur á að þurfa að rökstyðja skoðanir þínar og lokaðir því á mig, eins og þú lokar á flesta sem voga sér að vera ósammála þér. Þú varst ósáttur við að ég benti á rangfærslur hjá þér, og þessvegna fannstu þér einhverja tylliástæðu og bannaðir mig.

Auðvitað veit ég að þú ert að ljúga, en þar sem þú leyfir mér ekki að svara fyrir mig á þinni síðu halda áhangendur þínir áfram að trúa því að ég hafi gert eitthvað til að eiga "skilið" að þú heftir tjáningarfrelsi mitt (ef það er ritskoðun að mbl.is banni Lofti að skrifa á síðu undir þeirra stjórn, hlýtur það að vera ritskoðun að banna mér að rita á síðu undir þinni stjórn, ik?), rétt eins og þú virðist trúa því að mótmælendur hafi slasað starfsmann Alþingis - ég geri ráð fyrir að þú eigir við þingvörðinn sem slasaðist-  þrátt fyrir að vel hafi sést á myndbandi af umræddum atburði að viðkomand hrasaði og datt, en var ekki hrint, eins og haldið var fram. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 31.8.2010 kl. 11:24

98 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ert þú að segja Jón Valur að hvergi og aldrei hafi verið farið yfir línu laga í þeim mótmælum sem þú tókst þátt í?

Ég hef hvergi mælt lögbrotum bót Jón, nema síður sé. Ég hef t.d. aldrei haft geð og getu til að mæla morðum, nauðgunum og öðrum óþverraskap bót líkt og þú, annar Íslendinga, taldir heilaga skyldu þína að gera þegar þú varðir með oddi og egg ódæði og níðingsskap Pinocett á þegnum sínum í Chile.

"Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður. Ég fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu, sem ég eignast."

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.8.2010 kl. 11:36

99 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jón Valur; 

30.8.2010 kl. 15:34 pósta ég mitt síðasta innlegg við umræddan pistil á þinni síðu Jón Valur 31.8.2010 kl. 01:09 svarar þú og þegar ég vakna um morguninn er búið að skella í lás.

Enda stemmir það við þetta sólarhringsleyfi sem þú segist setja á bloggið þitt. Það er því rangt hjá þér eina ferðina enn Jón Valur þegar þú heldur því fram að ég hafi haft "allan daginn í gær til að standa þar fyrir máli" mínu.

Þessi forstillingarafsökun þín er ekki trúverðug vegna þess að auðveldlega er hægt að breyta henni. Forstillingin þín var greinilega ekki vandamálið þegar að þú skrifaðir um lokunina á síðu Lofts og lokaðir svo handvirkt fyrir athugasemdirnar af persónulegri sorg.

Það er einnig rangt hjá þér að Þær heimildir sem ég tiltók, að þinni ósk, tengist því sem þú kallar mína "sértrúarblöndu." Eins og sest á síðunni er mjög til hennar vandað, enda fjölmargir sem vitna til hennar um allt netið.

Trúarbrögðin sem ég tilheyri eru ekki sértrúarblanda, heldur skilgreind af öllum mark á takandi aðilum sem sjálfstæð trúarbrögð.

Af þessu með guðlastið og þína afstöðu þar um, er nóg komið. Þú hefur gert meiningu þína mjög ljósa, eða öllu heldur hef ég sýnt fram á tvöfeldni þína í þeim efnum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 31.8.2010 kl. 11:58

100 Smámynd: Óskar Arnórsson

JVJ. Ég held ekki að spurninginn sé illa grunduð nema sú sem snýst um samband ítt við Guð. Það var kanski óþarfi. Enn þú hefur einhverja dularfulla eiginlega að reita fólk til reiði oft út af málum sem skipta litlu sem engu máli.

"Þið Svanur eruð ekki dæmigerðir fulltrúar þeirrar kristnu trúar sem fólkið í landinu hefur borið fram kynslóð af kynslóð...."

Hverjir eru fulltúar kristni? Það er engin fulltrúi kristni til. Samkvæmt lögum hefur Biskup Íslands þá stöðu að vera fullrúi kristni og hann hefur ekki valdið því eins og kunnigt er.

Er það ekki að vera sannkristinn að velja sér persónulega fyrirmynd í trú sinni á Guð? Allir virðast hafa einhverskonar hugmyndir um Guð og þá virðist það engu skipta þó þeir trúi á Guð eða ekki....sem er eiginlega stórmerkilegt.

Hvernig í veröldinni er hægt að tala illa um Guð? Ég held því fram að það sé misskilningur að það sé yfirleitt hægt...

Óskar Arnórsson, 31.8.2010 kl. 12:40

101 Smámynd: Björn Birgisson

Er Loftur karlinn farinn að blogga á öðrum miðli? Veit nokkur það?

Björn Birgisson, 31.8.2010 kl. 13:04

102 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Björn, ef Loftur væri með blogg á öðrum miðli væri örugglega slóð þangað á síðu JVJ, svo virðist ekki vera.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.8.2010 kl. 13:46

103 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vitaskuld eru sum ykkar byrjuð á aurkasti hér á mig, ykkur líkt.

Við Óskar þurfum reyndar að ræða þessi trúar- og kirkjumál með opnum huga í rólegheitum annars staðar, ég er alveg reiðubúinn til þess, en hyggst einfaldlega reyna að halda mig frá þessari vefsíðu Svans.

Byltinguna í Chile 1973 taldi ég þá nauðsynlega, Axel, vegna yfirvofandi byltingar kommúnista, sem talin var í aðsigi og tengdist m.a. vopnafundum, vegna brota Allende-stjórnarinnar á stjórnarskrárbundnum réttindum, sem hún hafði heitið formlega við æðstu stofnanir ríkisins við valdatökuna, vegna stjórnlauss öngþveitis sem þá var orðið útbreitt í landinu, þjóðinni til skaða, og vegna tiltölulega góðs orðspors hersins í þessu landi með alllanga lýðræðishefð, miðað við heri í flestum öðrum löndum S-Ameríku. Að mér geti hafa skeikað í einhverju af þessu, get ég vel viðurkennt.

En þú ferð hér með ÖRGUSTU LYGAR, þegar þú berð upp á mig að hafa "haft geð og getu til að mæla morðum, nauðgunum og öðrum óþverraskap bót," þú getur ekki fundið þeim orðum þínum stað (enda var Allende þá ekki talinn hafa verið myrtur, heldur var hann fyrst talinn hafa tekið eigin líf, en síðan talinn hafa fallið í bardaga í forsetahöllinni). Ekki vex Axel Jóhann Hallgrímsson í augum mínum við það að lesa þessa ljótu lygarunu sem upp úr honum rennur. Vill hann í alvöru auglýsa sig sem lygara?

Ég gerði nú svo augljóslega sem minnst af því að verja ódæði og níðingsskap Pinochets á borgurum Chile, að ég var strax farinn að gagnrýna misbeitingu valds hersins haustið 1973 og gerði það einnig mjög eindregið síðar í blaðagreinum, m.a. í hinni afar ýtarlegu grein 'Harðstjórn hersins í Chile' í Tímanum 11. september 1976, ennfremur í Mbl.greinum síðar: ‘Chile á barmi byltingar? Fyrri grein: Ástand mála og orsakir’. Mbl. 22. júlí 1983. Síðari grein: ‘Viðnám gegn hruni og gagnrýni á herstjórnina’. Mbl. 24. ágúst 1983. Axel kemst seint með tærnar þar sem ég hafði hælana í gagnrýni á herforingjastjórn Pinochets.

Tinnu anza ég ekki; stend við mitt. – Jú, ég bæti því við, að vörn hennar fyrir ofbeldismenn sem ruddust inn í Alþingi er ótrúleg. Tók þingvörður upp á því, aldrei þessu vant, að detta óvart og á eigin ábyrgð á ofn á göngunum og alveg af tilviljun akkúrat þegar þetta uppivöðslufólk fór þar um í æsingi sínum?!

Það er ekkert tvöfalt í afstöðu minni til guðlasts, Svanur. Það er ekki nóg fyrir þig að segja það til þess að svo sé!

Hvernig geturðu haldið því fram, að það sé "rangt" hjá mér "eina ferðina enn", þegar ég segi, að þú hafir haft "allan daginn í gær til að standa þar fyrir máli" þínu? – Ég lét þig strax vita, að "heimild" þín – einhver trúarsíða: One-Faith-Of-God.Org – tilgreindi ekki neinar raunverulegar heimildir, fæli ekki í sér neina staðfestingu þess, sem þar er fullyrt, og þú gazt ekki notað daginn, kvöldið og nokkra tíma fram á nótt til þess, af því að þú nýttir þér ekki málfrelsið! (og gerir það heldur ekki hér!).

Það er raunalegt ástand á þér að hafa þetta sem þína "heimild" og verja hana biturlega í stað þess að leita frumheimilda. En þú stofnaðir til þeirra fullyrðinga um gullforða og hlutabréfaeign Vatíkansins og skalt sjálfur standa fyrir máli þínu.

Að síðan sú arna sé að þinni sögn notuð sem tilvísuð "heimild", sem "fjölmargir .. vitna til ... um allt netið", sýnir svo ennfremur lágt plan árásaraflanna sem telja hvað sem er (m.a.s. óstaðfestar fullyrðingar) leyfilegt í rógi sínum gegn kaþólsku kirkjunni.

Og ekki gerir þetta þig að vísindamanni, Svanur Gísli!

Tilgangurinn með tali um "sértrúarblöndu" var ekki að niðra trú þinni, heldur hélt ég, að Baháisminn væri eitthvert þekktasta dæmið um blandaða trú, sem sett hefði verið saman (með áhrifum úr islam, kristni, kannski súfisma og búddhisma) í trúarbragðasögunni og í þeim tilgangi að búa til eitthvert eitt sameinandi kerfi (sem þó samrýmist ekki kristindómi í raun).

Gerið ekki ráð fyrir, að ég hafi hug á að anza frekari skætingsskrifum hér. Ég lýsi þig einnig ábyrgan fyrir meiðyrðum, sem hér falla um mig, Svanur Gísli, ef þú þurrkar þau ekki út, og minni þig þá t.d. á þá skilmála mína á vef mínum, sem þú vitnaðir í hér í nótt kl. 4:09. (Blessaður karlinn, geturðu ekki sofið yfir vonzku minni?!!!)

Jón Valur Jensson, 31.8.2010 kl. 14:15

104 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er með eina hugmynd: Hvernig væri að það yrði skipulögð umræða þar sem hver og einn segir það sem hann eða hún finnst um hinn?

Ef mér finnst t.d. einhver vera fábjáni, þá segi maður það. Finnist einhverjum ég vera rakalaus fífl og fáviti, á viðkomandi að segja það við mig.

Finnst manni t.d. einhver alveg framúrskarandi heimskur og vitlaus, þá færir maður bara rök fyrir því.  Og ef maður nennir ekki að færa rök fyrir því, þá er nóg að nota vara-rök eins og "af því bara!" og það er nóg.

Til að fari nú rétt fram þarf að hafa samband við mbl.is fyrirfram og fá leyfi fyrir svona almennilegri skítkastsíðu svo þeir sitji ekki sveittir við að loka á þáttakendur á blogginu. 

Jafnvel hafa bara eina opinbera skítkastssíðu, þar sem leyfi er að nota hvert einasta orð í íslensku, enn eingöngu á þá sem taka þátt. Ekki mætti t.d. tala um illa um Jóhönnu eða Steingrím, nema að þau taki þátt í skítkastinu.

Á svona síðu væri hægt að keppa í skítkasti. Hver getur sagt mest skítlegur í orðum á sem skemmstum tíma, vinnur....ekki neitt, bara til að hann geti líka orðið ergilegur.... 

Óskar Arnórsson, 31.8.2010 kl. 16:09

105 identicon

Stofnaðu þráðinn Óskar minn!

Hólímólí (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 17:02

106 Smámynd: Óskar Arnórsson

ok, mig langar að prófa... á morgun. Hvað ætti maður að hafa í verðlaun? ...

Óskar Arnórsson, 31.8.2010 kl. 22:39

107 Smámynd: Björn Birgisson

Gönguferð fyrir einn yfir Kjöl og til baka.

Björn Birgisson, 31.8.2010 kl. 22:49

108 Smámynd: Óskar Arnórsson

...þetta eiga að vera verðlaun, og ekki refsing...

Óskar Arnórsson, 31.8.2010 kl. 23:31

109 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 já nú fer að hitna í kolunum hahahaha ...góðir. Legg til að verðlaunin verði bara "one way" þ.e. norður og niður....kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 31.8.2010 kl. 23:36

110 identicon

Ég hugsa að gönguferð yfir Kjöl, einn og óáreittur, verði verðlaun sem komi sér bara afar vel fyrir sigurvegarann.

Hólímólí (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 23:37

111 identicon

Hey, allir að koma í skítkast - hina nýju þjóðaríþrótt Íslendinga.

(svo gæti þetta þróast út í að verða liðakeppni)

Hólímólí (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 23:39

112 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er einhver ómerkilegasta, lágkúrulegasta og aumasta útskýring sem ég hef lengi heyrt eða séð Jón Valur. Að löglega og lýðræðislega kjörinni stjórn sé bylt af hernum og fasistaeinræði komið á til að hvað...vernda lýðræðið! ??

 "En þú ferð hér með ÖRGUSTU LYGAR, þegar þú berð upp á mig að hafa "haft geð og getu til að mæla morðum, nauðgunum og öðrum óþverraskap bót," þú getur ekki fundið þeim orðum þínum stað..."

Afskaplega er það skondið að þú sakir mig um að bera upp á þig lygar Jón Valur. Það er ekki bæði sleppt og haldið. Þú ert enn í þessu innleggi, á fáránlega barnalegan hátt, að verja og réttlæta þessa fasistabyltingu og með því leggur þú blessun þína, ekki aðeins yfir byltinguna sjálfa heldur líka afkvæmi hennar, morð, nauðganir og hvað eina sem þessir herrar tóku sér fyrir hendur til að verja þessar "lýðræðisumbætur" ykkar sálufélaga.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.9.2010 kl. 01:48

113 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jón Valur reit;

Tilgangurinn með tali um "sértrúarblöndu" var ekki að niðra trú þinni, heldur hélt ég, að Baháisminn væri eitthvert þekktasta dæmið um blandaða trú, sem sett hefði verið saman (með áhrifum úr islam, kristni, kannski súfisma og búddhisma) í trúarbragðasögunni og í þeim tilgangi að búa til eitthvert eitt sameinandi kerfi (sem þó samrýmist ekki kristindómi í raun).

Bahai trúin (ekki baháiismi frekar en þú mundir kalla kristin trúarbrögð kristisma) er ekki blönduð Jón minn Valur. Hún heldur því aðeins fram að að baki allra þessara trúarbragða standi einn og sami Guð og að boðskapur hans sé stighækkandi og endurnýjaður frá tímabili til tímabils í samræmi við þarfir hvers tíma og getu fólks til að skilja hann.

Ég veit að þú telur það ekki samrýmast þínum kristindómi og ég sætti mig alveg við það.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.9.2010 kl. 02:20

114 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Axel Jóhann Hallgrímsson, ég réttlætti byltinguna í Chile ekki í þessu innleggi mínu hér fyrir ofan, kl. 14:15, heldur sagði þar frá því, af hverju ég taldi hana réttlætanlega í september 1973. Strax á næstu mánuðum var ég (í Mbl. og Stúdentablaðinu) farinn að gagnrýna ýmislegt í harðneskjulegum aðförum hersins, einkum dráp á föngum og að mig minnir sögusagnir (sem reyndust réttar) um pyntingar. Ég minnist þess ekki nú að hafa þá heyrt um neinar nauðganir á vegum hersins á þeim tíma (þú mátt gjarnan nefna heimildir um þær), og sannarlega veit ég, að ég réttlætti engin slík meðul af þeirra hálfu, það er þín GRÓFA LYGI, enda geturðu ekki vitnað í nein orð mín til staðfestingar þeirri fullyrðingu þinni. En þetta sýnir einna bezt, hve langt þú ert reiðubúinn að ganga í hatursherferð þinni gegn mér.

Rangt er, að ég hafi jafnvel í september talið mig vera að "verja og réttlæta ... fasistabyltingu", því að ég leit EKKI á byltingu (coup) hersins sem byltingu fasista, enda óvitað þá um að fasistísk hugmyndafræði hefði skotið rótum innan hersins og hún ekki í takt við að mestu leyti ríkjandi hugmyndir þar allt frá kreppuárunum á 4. áratugnum. Nær væri kannski að líkja hugmyndum byltingar-herforingjanna 1973 við falangisma eða kalla þær einfaldlega harðneskju-einræðisstefnu, eða það reyndust Pinochet og kumpánar hans í raun vera fulltrúar fyrir. (En að vísu eru ekki allir jafn nákvæmir í skilgreiningum og ég um þessi pólitísku hugtök – margir kalla allt herforingjaeinræði í latnesku Ameríku fasisma.)

Minnztu þess svo, að það var einna helzt kaþólska kirkjan, sem beitti sér gegn herforingjastjórninni, ekki sízt hjálparsamtök hennar, Vicaria de la Solidaridad. Sjá grein mína í Tímanum 11.9. 1976.

Og skammastu þín svo.

Jón Valur Jensson, 1.9.2010 kl. 02:58

115 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Svanur hófstillt svar þitt um Bahai-trúna, það er í góðu samræmi við þá afstöðu þar að stuðla að samkennd og góðum hug og vinna ekki að því með hörkunni!

Jón Valur Jensson, 1.9.2010 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband