Pólitískt hatur

120px-Inferior_frontal_gyrus_animation_smallPólitík er skrýtin tík og þeir sem kjósa að eiga samræði við hana smitast oft af einhveri óáran. Ein alvarlegasta sýkin sem pólitík-gusar eiga á hættu að smitast af er viðvarandi óbeit (oftast á öðru fólki) blönduð hræðslu og vanmáttarkennd. Í daglegu tali er þessi pest kölluð hatur.

Pólitískt hatur lýsir sér á seinni stigum ekki ósvipað og kynsjúkdómurinn sáraveiki. (Sýfilis). Sóttin leggst á heilan og getur framkallað ofstækisbrjálæði og ofskynjanir. 

Þegar einhver hatar má líka greina áhirf þeirra geðhrifa í ákveðnum stöðvum í heilanum og áhrifin eru svipuð, þeir sjá óvini í hverju horni, samkeppnisaðila meðal flokksfélaga og erkióvini meðal þeirra sem ekki tilheyra flokkinum.

Pólitík-gusar sem hata þykir sjálfsagt að ráðast að fólki beint og brigsla þeim um lygar og hvers kyns óheiðarleika eins og það sé ekkert tiltökumál. Þetta eru varnaviðbrögð sem heilinn kallar á þegar hann heldur að sér sé ógnað og veit jafnframt að hann er í veikri stöðu.

Hatrið er svo sterkt að ef viðkomandi er leitt fyrir sjónir með góðum rökum að þeir hafa rangt fyrir sér, eiga þeir til að herða enn róðurinn og fabúlera áfram þangað til þeir hafa málað sig algjörlega út í horn. Þegar þeim verður það ljóst, skella þeir venjulega skuldinni á pólitíkina sjálfa og segja sem svo; ja allt er leyfilegt í ástum og stríði og svona er pólitíkin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband