Eldfjallið sem stöðvaði Bretland

lightningSegja má að "úrfellið" af völdum gosins í Eyjafjallajökli sé rétt að hefjast hér í Bretlandi. 

Næstkomandi Sunnudag mun Channel 4 frumsýna heimildarmyndina 'The Volcano That Stopped Britain'.

Myndin er sú fyrsta af nokkrum heimildarmyndum um gosið í Eyjafjallajökli sem breskar sjónavarpsstöðvar keppast nú við að ljúka og koma í sýningu, á meðan efnið er enn "heitt".

Sem aldrei fyrr hefur Ísland verið milli tannanna á Bretum og þótt ummælin séu oft látin falla í hálfkæringi, leynir neikvæðnin í garð landsins sér ekki.

Gremja þúsunda strandaðra farþega víðsvegar um Evrópu blandaðist fljótlega saman við það sem þeir höfðu heyrt um landið í fréttum á síðastliðnu ári í tengslum við efnahagshrunið. Ein sjónvarpsstöðin sýndi til dæmis graman farþega hrópa beint inn í myndavélina: "I hate you Iceland". 

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson núði salti í sárið í útvarpsviðtali við BBC þar sem hann talaði um að Evrópubúar væru alls andvaralausir og óviðbúnir slíkum hamförum en mættu jafnvel búast við  miklu verri afleiðingum ef t.d. Katla tæki að gjósa. 

Grínarar og brandarakallar hafa ekki hikað við að gera sér mat úr  náttúrhamförunum og einn brandarinn þeirra er svona; Íslendingar kunna ekki að lesa, við báðum um peningana (cash) okkar aftur, ekki ösku (ash).  

 Myndasyrpa sem sýnir sjónvarpsþuli víðsvegar um heiminn reyna af miklum vanmætti að bera fram "Eyjafjallajökull" er vinsæl á utube. Tilraunum eins þeirra hefur meira að segja verið blandað inn í rapplag um gosið eins og heyra má hér.

Í heimildarmyndinni 'The Volcano That Stopped Britain' mun einn kunnasti eldfjallafræðingur Breta; Prófessor Nick Petford stikla um fjöll á Suðurlandi og reyna að útskýra fyrir fólki hvað öfl ráða ferð þegar kemur að eldsumbrotum og gosstöðvum.

Reyndar er það annar Nick (Clegg) sem Bretar eru uppteknir af um þessar mundir. Sá er formaður Frjálslyndra Demókrata og þykir hafa staðið sig með ágætum í sjónvarpskappræðum formanna þriggja stærstu flokkanna sem bjóða fram til þings í kosningunum 6. Maí.

Þetta er í fyrsta sinn sem Bretar efna til slíkra kappræðna í sjónvarpi og bæði Davíð Cameron og Gordon Brown urðu á þau regin mistök að samþykkja að Nick Clegg fengi að taka þátt í þeim. 

Allir fréttatímar eru þó að mestu undirlagðir af sögunni af óförum Gordons Browns verkalýðsflokks-forseta og forsætisráðherra, sem í fyrradag varð það á að sýna sitt rétta andlit í beinni útsendingu (óvart),  þar sem hann kallið konu sem hann hafði átt orðastað við, "fordómafulla" .

Samkvæmt skoðanakönnunum virðast dagar hans í þessum embættum taldir, nema hann nái samkomulagi við Frjálslynda Demókrata sem í fyrsta sinn í langan tíma eygja von um að geta blandað sér í stjórnarmyndunarviðræður í Bretlandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gaman að sjá þig afture Svanur :=)

Óskar Þorkelsson, 30.4.2010 kl. 16:43

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sömuleiðis félagi.

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.4.2010 kl. 18:19

3 Smámynd: Brattur

Já, velkominn aftur Svanur...

Fyrst bankahrun - svo rannsóknarskýrslan - svo tvö eldgos - og yfir þessu öllu svífur forseti vor -

Nú þarf að semja gott ættjarðarljóð.

Brattur, 30.4.2010 kl. 23:15

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ó foldin okkar fagra,

feita elur og magra.

Takk fyrir það Brattur. Þú mátt botna þessa ambögu ef þú villt :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.5.2010 kl. 01:17

5 Smámynd: Brattur

Ó foldin okkar fagra
feita elur og magra
Ó góða jörð
ég rækta svörð
Ekkert er heilagra

Brattur, 1.5.2010 kl. 10:45

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Góður Brattur

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.5.2010 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband