Færsluflokkur: Matur og drykkur

Skot í augað

Eitt sinn gekk sú saga að læknastúdentar hefðu fundið upp aðferð til að drýgja vín með því að sprauta því beint í æð. Það kann vel að vera flökkusaga.

Í Skotlandi,  (Skotar kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að drykkjuleikjum) tíðkaðist það fyrir mörgum árum að hella kanilblönduðum Vodka í auga sér, sem hlýtur að hafa verið óhemju sársaukafullt. Sem betur fer lagðist sá leikur af mjög fljótlega.

Nú berast þær fréttir að þetta gamla trix hafi verið endurvakið í Bandaríkjunum þar sem gengilbeinur á börum hafi byrjað að hella óblönduðum Vodka í augu sér til að auka við þjórfé sitt.

Síðan hafi kaldir kallar sem spiluðu ruðning fyrir háskólanna byrjað að mana hvern annan til að prófa og nú sé þessi ósiður orðinn vinsæll drykkjuleikur meðal unglinga þar í landi.

Afleiðingarnar láta ekki á sér standa. Að verða blindfullur fær hér nýja merkingu.

 

 


mbl.is Hættulegur drykkjuleikur nær vinsældum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsverkin og ég

Ég verð að viðurkenna að mér leiðast húsverkin. Sum þeirra hata ég hreinlega.

Lengi skammaðist ég mín fyrir þetta og þróaði með mér af þeim sökum ákveðið þolgæði fyrir eldamennsku. Ég get sem sagt mallað eitthvað daglega án þess að gráta af leiðindum.

En að búa um rúm, vaska upp diska og þurfa svo að endurtaka það allt saman eftir sex mánuði er iðja sem alls ekki er að mínu skapi.

Eins og í flestum tilfellum þegar að andúð á einhverju nær yfirhöndinni, er skilningsleysi um að kenna . Ég hef t.d. aldrei skilið þörfina á að þrífa hús og híbýli. Eftir fjögur ár getur hið skítuga ekki orðið skítugra. Hvers vegna að þrífa?

Ég hef heldur aldrei skilið fólk sem hefur mikla ánægju af húsverkum. Eina húsmóður þekki ég sem er svo  gagntekin af húsverkum að hún vaknar á nóttunni til að athuga hvernig sjálfhreinsandi ofninum í eldavélinni gengur að hreinsa sig.

Einn húskarlinn þvær vandlega allt leirtauið í vaskinum áður en hann setur það í uppvöskunarvélina.

Hvað er að þessu fólki. Molysmophobia?


Kannski stólpípa sé ekki svo slæm

Tælensk StólpípaÍ níunda mánuði hins kínverska tunglárs er haldin mikil grænmetis-fæðu hátíð á Phuket eyju suður af Tælandi. Hátíðinni er ætlað að vera sá tími þegar fólk hreinsar líkama sinn, eins konar andleg og líkamleg detox eða afeitrunar hátíð.

Fagnaðurinn hefst með sérstakari athöfn sem stýrt er af anda-miðli og fyrir utan að borða bara grænmeti yfir hátíðisdagana gerir fólk sér sitt hvað til skemmtunar.

Hluti af fjörinu, sem stendur í níu daga samfleytt, er mikil skrúðganga um götur bæjarins þar sem þramma karlmenn sem hafa stungið sveðjum, hnífum og sverðum í munn sér, líkt og sést á meðfylgjandi mynd. 

Hátíðin er sögð eiga rætur sínar að rekja til kínversks óperu-hóps sem veiktist af malaríu á meðan hann var í heimsókn á eyjunni.  Hópurinn ákvað að neyta aðeins grænmetis og biðja til guðs hinna níu keisara til að hreinsa huga sinn jafnt sem líkama. 

Þegar að söngfólkið náði sér af veikindunum sem í þá daga voru talin banvæn, var haldin mikil hátíð til að fagna fenginni heilsu og heiðra um leið guðina.


Að borða gull með hreistruðum vörum

GullísÞrátt fyrir allar efnahagslegu þrengingarnar sem heiminn plaga er ekkert lát á því að fólk stundi flottræfilsháttinn að borða gull. - Matreiðslumenn á "The Emirates Palace hótelinu í Abu Dhabi matreiddu fimm og hálft kíló af gulli á síðasta ári og búast við að í ár muni það magn auðveldlega tvöfaldast.

Meðal verð á 11 kílóum af 24 karata gulli er í kringum ein milljón dollara um þessar mundir  en Gull er á hraðri siglingu upp á við í verði og þess vegna má búast við að hótelið þurfi að breyta verðum á matseðlinum svo til daglega.

Vinsælast er gullið meðal rússneskra auðjöfra sem finnst fínt að gleypa málminn með kavíar eða ostrum.

Í Bandaríkjunum er einnig að finna nokkra veitingastaði sem elda gull fyrir viðskiptavini sína og setja það í osta "truffle" eða sprauta því inn í  úlfaber. Þá má einnig fá þar gullhúðaðan í rjómaís á litla 25.000 dollara og súkkulaðistykki með gullmolum fyrir meðal bílverð.

eating-goldGull er vita bragðlaust en hefur verið gefið E númerið 175. Á miðöldum þótti það tákn um mikið ríkidæmi að skreyta mat og/eða drykk með gulli. Það þótti einnig líklegt að slíkt verðmæti væri á einhvern hátt heilsusamlegt að innbyrða, sem það reyndar er í vissum tilfellum.

Gull duft hefur í gegnum tíðina verið notað í ýmis fegrunarsmyrsli og jafnvel varalit.

Síld á vörumÍ mörgum tegundum varalita, einkum hinna dýrari, er efni sem kallað er perlukjarni. Efnið er silfurlitað og finnst einnig í naglalakki og postulínshúð en það hlápar til að láta þessi efni sindra. Perlukjarni er að stærstum hluta unnin úr síldarhreistri.


Til hamingju Jón Ólafsson

Jon_Olafsson_athafnamadur__jpg_280x800_q95Það er fátt sem fær mig til að brjóta þá reglu mína að blogga ekki við fréttir. Hér verður gerð undantekning. Góðu fréttirnar frá Íslandi eru of fáar þessa dagana til að sleppa þessari.

Íslenska vatnið sem á eftir að verða helsta auðlind landsins er að gera það gott á erlendum mörkuðum og brautryðjandi i markaðssetningu þess er hinn umdeildi kaupsýslumaður Jón Ólafsson.

Jón Ólafsson skólabróðir minn og æskufélagi, var á sínum tíma nánast hrakinn úr landi, sakaður um skattsvik og fleira sem síðan reyndust tómir órar. Hann var borin þungum sökum af ýmsum fyrirmönnum í landinu og neyddist á endanum til að verja hendur sínar fyrir dómstólum. Þau mál féllu öll honum í hag.

Það er kaldhæðni örlaganna að svo til einu góðu fjármálfréttirnar frá Íslandi þessa dagana, skuli vera af fyrirtæki sem Jón veitir forystu , á meðan að þeir sem reyndu að koma hinum í koll á sínum tíma, leika nú hlutverk hirðfífla í fjölmiðlum landsins.

 


mbl.is Íslenskt vatn á bandarískum flugvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mundir þú vilja lúmskan rass?

Þegar ég sá þessa auglýsingu á netinu, vissi ég að ég gat ekki látið hjá líða að segja ykkur frá henni. Fyrirtækið  The Pond Inc. hefur hafið framleiðslu á vöru sem það kallar  "Subtle Butt", eða "lúmskur rass" sem hefur þá eiginleika að geta komið í veg fyrir að prump lykti illa.  

Það þekkja flestir hið vandræðalega andrúmsloft sem getur skapast þegar einhverjum, að ekki sé talað um þegar það kemur fyrir þig sjálfan, verður á að leysa vind svo mikill fnykur verður af.

Nú er þetta vandmál úr sögunni með tilkomu Carbon-innleggsins frá The Pond Inc. sem líma má innan í nærbuxur eða vefja utan um g-strengi. Þegar að þú rekur við, dregur þessi carbon-rassbót í sig allan óþefinn. Nú getur þú sem sagt borðað hvað sem er án þess að eiga það á hættu að verða þér til skammar og öðrum til óþæginda vegna óþefsins af fretunum frá þér.

PS. Tilvalin tækifærisgjöf eða bara leið til að segja við maka þinn; "ég elska þig".

En sjón er sögu ríkari. Hér kemur auglýsingin.

 

 


Verðandi feður fitna á meðgöngutíma makans

scottbaioAð jafnaði bætir verðandi faðir á sig 6.35 kg. á meðan að meðgöngu makans stendur. Þetta kemur fram í nýlegri skoðanakönnun sem gerð var í Bretlandi fyrir markaðsfyrirtækið Onepoll. 

1000 af 5000 karlmönnum sem tóku þátt í könnuninni sögðu að matarskammtarnir hefðu einfaldlega stækkað og 41% þeirra sögðu að meiri snarlfæðu væri að finna í húsinu.

Þá kom í ljós að 25% karla borðuðu meiri mat til að mökum þeirra liði betur með að þyngjast.

Uppáhald  óléttu snarl feðra er m.a. pizza, súkkulaði, kartöfluflögur og bjór.

 

Meðalþunginn sem feður auka við sig sest aðallega um mittið og mittismálið eykst um tvær tommur. Fjórðungur viðurkenndi að hafa fjárfest í sérstökum þungunarfatnaði.

Fimmtungur kvaðst ekki hafa gert sér grein fyrir þyngdaraukningunni fyrr en fötin sem þeir klæddust hættu að passa.

42% sögðust sækja veitingastaði og krár meira með maka sínum á meðgöngunni en áður, til þess eins að gera mest úr þeim tíma sem þau höfðu til að vera saman ein þangað til að barnið fæddist.

En aðeins þriðjungur karlanna tók þátt í grenningarprógrammi makans eftir fæðinguna.  

ff1Ekki konum að kenna

Verðandi mæður þyngjast að meðaltali um 16 kg. á meðgöngunni. Það er ekkert óeðlilegt þótt þær neyti feitari fæðu og borði snarl oftar en áður.

Á meðgöngunni eru konur einnig hvattar til að neyta sem nemur 300 hitaeiningum meira á dag en ella. Það er ekki nema von að karlmenn freistist til að taka þátt þegar eldhússkáparnir fyllast allt í einu að snakki og snarlmat.


Að drekka heitt te getur valdið krabbameini.

teapot2Það er vandlifað í þessum heimi og margt mannanna bölið. Maður var ekki fyrr búinn að venja sig af kaffiþambinu, þegar þetta kemur í bakið á manni.

Að drekka of heitt te er nú talið geta valdið krabbameini í vélinda, rétt eins og reykingar og brennivínsdrykkja.

Það eru alla vega niðurstöður íranskra lækna sem undruðust háa tíðni krabbameins í vélinda meðal fólks sem hvorki reykir eða drekkur áfengi. Um það fjallar frétt BBC sem er að finna hér í fullri lengd.

Ólíkt því sem gengur og gerst í mið-austurlöndum nota vesturlandbúar mjólk út í tevatnið sem kælir það nægjanlega til að það verði ekki skaðlegt, eða niður fyrir 70 gráður.

Einkum eru Bretar þekktir fyrir þennan sið, sem er talin algjör helgispjöll á drykknum þegar austar dregur. Annars fjallaði ég ekki fyrir löngu um hvernig á að gera fullkominn tebolla. Áhugasamir sem ekki sáu þann "gagnmerka pistil" geta fundið hann hér.


Sjaldgæfasti sjúkdómur í heimi - Ekki gefast upp

0 Sjaldgæfasti sjúkdómurinnHann heitir Ruben og er átta ára og á heima í Gomersal, West Yorkshire á Englandi. Sjúkdómurinn sem hann er haldinn er svo sjaldgæfur að það er ekki einu sinni búið að gefa honum nafn. Hann hefur þjáðst af sjúkdóminum frá fæðingu og læknar fundu enga lækningu. Það næsta sem þeir komust í greiningu sjúkdómsins var að segja hann líkjast Diamond Blackfan Anaemia (DBA)

Hann þjáðist af stöðugum svima og ónæmiskerfið var svo veikt að hann var með astma og exem á háu stigi. Hann þurfti stöðugar blóðgjafir vegna þess hve rauðu blóðkornin fjölguðu sér lítið. Hjartsláttur hans var stundum þrefalt hraðari en eðlilegt getur talist og hann var mikið á eftir jafnöldrum sínum í þroska.

Foreldrum hans Peter Mead og Michelle Grainger-Mead var sagt að líklega þyrfti hann að undirgangast beinmergskiptingu sem gæti verið honum lífshættuleg vegna þess hve veikbyggður hann var.

En þau gáfust ekki upp við að leita að lækningu fyrir son sinn. Þau rannsökuðu allar heimildir sem var að finna í þrjú ár og reyndu fjölda óhefðbundna læknisaðferða. Þau þræddu netið við að lesa læknisfræðigreinar og prófuðu jafnframt allt frá nálarstungu til sérstakra vatnsbaða.

Loks duttu þau niður á lausn sem virðist virka. Læknarnir sem önnuðust Ruben hafa lýst undrun sinni yfir því að drengur sem þurfti á blóðgjöf að halda einu sinni í mánuði hefur nú verið án þeirra  í þrjú ár. Einkenni sjúkdómsins hafa að mestu horfið og þroski Rubens tekið stór stökk fram á við.

Það var næringarfræðingurinn  Diana Wright sem kom þeim á sporið. Hún uppgötvaði að Ruben skorti ákveðnar kjarnasýrur (leucine og isoluceine) og eggjahvítuefni í líkama sinn. Hann var því settur á eisnkonar fæðubótarefni sem var blandað í drykk hans og fæðu. Áhrifin létu ekki á sér standa og nú hafa læknar ákveðið að rannsaka þessi tengsl ýtarlegan í von um að finna megi lækningu fyrir þau hundruð barna sem þjást af DBA.

Fæðubótarefnin sem Ruben tekur eru ekki ódýr. Þau kosta foreldra hans 10.000 pund á ári.


Mjólk

chaplinÞegar að ungabörn með exem og ofnæmi sjúga í sig móðurmjólkina eftir að móðirin hefur hlegið hressilega, sýna þau miklu minni ofnæmis-viðbrögð við rykmaurum og latexi.

Þetta eru niðurstöður rannsókna lækna við  Moriguchi-Keijinai sjúkrahúsið í  Osaka, Japan.

Til að framkalla hlátur hjá mæðrunum notuðu læknarnir kvikmyndina "Nútíminn" (Modern Times,) með Charlie Chaplin. Mæður í samanburðahópnum horfðu á veðurfréttirnar.

Brjóstamjólk þeirra sem horfðu á Chaplin hafði talsvert meira af melatonin, sem virðist draga úr ofnæmiseinkennum ungbarna.

Í hverjum hópi voru 24 mæður og 24 ungbörn. Sumum spurningum er þó enn ósvarað og sú mikilvægasta er hvort japönskum mæðrum þykji  Charlie Chaplin virkilega fyndinn?

Kannski var það alls ekki skop Chaplíns sem olli þessum áhrifum heldur hvernig myndin lýsir á áhrifaríkan hátt streði almennings gegn afmennsku áhrifum og stofnunum fyrstu tíma vélvæðingar....bla bla bla

einst_chapÁrið 1931 var Albert Einstein ásamt eiginkonu sinni í heimsókn í Hollywood.  Þá bauð Charlie Chaplin honum til einkasýningar á nýrri kvikmynd sinni Borgarljós (City Lights.)Þegar þeir óku um götur borgarinnar stoppaði fólk og veifaði til þeirra og hrópaði húrra fyrir þeim.  Chaplin snéri sér að gesti sínum og sagði; "Fólkið fagnar þér vegna þess að ekkert þeirra skilur þig og það fagnar mér vegna þess að allir, sama hversu heimskir þeir eru, skilja mig".    

Eitt sinn var Albert Einstein staddur í fínu boði. Gestgjafinn bað hann að skýra í stuttu máli afstæðiskenningu sína. Einstein svaraði;

einsteinFrú, eitt sinn var ég í gönguferð út í guðsgrænni náttúrunni á heitum degi og fylgd með vini mínum sem er blindur.

Ég sagði við hann að mig langaði í mjólk að drekka.

Mjólk, svarði vinur minn, ég veit hvað það er að drekka en hvað er mjólk.

Hvítur vökvi svaraði ég.

Vökva þekki ég en hvað er hvítt?

"Liturinn á fjöðrum álftarinnar"

"Fjaðrir þekki ég, en hvað er álft?"

"Fugl með boginn háls"

"Háls þekki ég en hvað er bogið"

Við þessa spurningu missti ég þolinmæðina. Ég tók í handlegg vinar míns og rétti úr honum. "Þetta er beint" sagði ég og beygði síðan á honum höndina "og Þetta er bogið."

"Ah," sagði hann þá, "nú veit ég hvað þú meinar með mjólk."

Árið 1930 héllt  Einstein ræðu í Sorbonne háskólanum í París.  Einstein sagði meðal annars við það tækifæri; Ef afstæðiskenning mín verður sönnuð mun Þýskaland tilkynna að ég sé þýskur og Frakkland mun segja að ég sé borgari þessa heims. Ef hún reynist ósönn mun Frakkland leggja áherslu á að ég sé þjóðverji og Þýskaland að ég sé Gyðingur."

Louis_PasteurÝmsir hafa orðið til þess að gagnrýna gerilsneyðingu á mjólk og segja að hún rýri gæði mjólkurinnar. Auðvitað má færa rök fyrir því að neysla ógerilsneyddrar mjólkur geti stuðlað að fjölbreyttari gerlaflóru í þörmum með tilheyrandi heilsusamlegum áhrifum, en á móti kemur að sýkingarhætta eykst til mikilla muna, auk þess sem geymsluþol er mun styttra í ógerilsneyddri en gerilsneyddri mjólk. Þar sem ógerilsneydd mjólk er mjög viðkvæm vara og mundi þurfa mjög vandaða meðhöndlun í vinnslu og geymslu má búast við að hún yrði mun dýrari en sú mjólk sem fyrir er.

Á ensku er gerilsneyðing nefnd Pasteurization og er kennd við hin fræga franska efnafræðing Louis Pasteur. Hann starfaði lengi við Sorbonne háskólann, eða frá 1867 til 1889. Hann var  Pasteur stofnunarinnar sem sett var á laggirnar honum til heiðurs.

Að lokum, við höfum drukkið mjólk kýrinnar í 11.000 ár og mér til mikillar furðu er mjólkurneysla mest miðað við íbúafjölda, í Finnlandi, eða 183,9 lítrar á hvert mannsbarn á ári.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband