Til hamingju Jón Ólafsson

Jon_Olafsson_athafnamadur__jpg_280x800_q95Það er fátt sem fær mig til að brjóta þá reglu mína að blogga ekki við fréttir. Hér verður gerð undantekning. Góðu fréttirnar frá Íslandi eru of fáar þessa dagana til að sleppa þessari.

Íslenska vatnið sem á eftir að verða helsta auðlind landsins er að gera það gott á erlendum mörkuðum og brautryðjandi i markaðssetningu þess er hinn umdeildi kaupsýslumaður Jón Ólafsson.

Jón Ólafsson skólabróðir minn og æskufélagi, var á sínum tíma nánast hrakinn úr landi, sakaður um skattsvik og fleira sem síðan reyndust tómir órar. Hann var borin þungum sökum af ýmsum fyrirmönnum í landinu og neyddist á endanum til að verja hendur sínar fyrir dómstólum. Þau mál féllu öll honum í hag.

Það er kaldhæðni örlaganna að svo til einu góðu fjármálfréttirnar frá Íslandi þessa dagana, skuli vera af fyrirtæki sem Jón veitir forystu , á meðan að þeir sem reyndu að koma hinum í koll á sínum tíma, leika nú hlutverk hirðfífla í fjölmiðlum landsins.

 


mbl.is Íslenskt vatn á bandarískum flugvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Kolbítur rís úr öskustó.

Hörður Halldórsson, 1.9.2009 kl. 19:54

2 identicon

Ótrúlegt hvað íslendingar líta alltaf stórt á sig. Vatnið fæst á 9 stöðum sem er alveg sáralítið, og það á rándýrum veitingastöðum sem engin meðal Jón fer inn.  Býst líka við að vatnið verði selt mörgum sinnum dýrara en annað vatn þannig að ekki nokkur maður mun tíma að kaupa það.

Tralli (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 19:54

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Tralli: Vatnið er á samkeppnisfæru verði. Mér finnst það ekkert óeðlilegt að vera stoltur af vatninu. Það er eins og fiskurinn okkar, þú færð ekki betri vöru. -

Hörður; Svo sannarlega :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.9.2009 kl. 20:00

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Dittó, 

Hef ofsatrú á íslenska vatninu, geninu, og þeim styrkleikum sem "smæðin" hefur í för með sér, ef við getum höndlað helv. spillinguna.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 1.9.2009 kl. 20:31

5 identicon

Verðmætara en olían til frambúðar ;-)

Áfram Ísland

Atli (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 21:15

6 identicon

Skyldi hann fá eitthvað fyrir vatnið???

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 22:33

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jenný; Spillingin býr í gaddavírnum ásamt fleiru.

Atli; Sammála

Rafn: Áttu við???

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.9.2009 kl. 22:39

8 Smámynd: Björn Emilsson

Glacier vatnið er selt hér í stærstu verslunarkeðjunum á Seattlesvæðinu. Sé ekki betur en það líki vel.

Áfram með vatnið.

Björn Emilsson, 2.9.2009 kl. 05:10

9 identicon

Þetta er nú ekki í fyrsta vatnsævintýri okkar Íslendinga á erlendri grundu. Og ekki heldur í fyrsta sinn sem markaðssetning á íslensku vatni í BNA gengur framar vonum í íslenskum fjölmiðlum. Hvar eru þessi frómu vatnsfyrirtæki og sporgönguliðar í dag? Vona að Jón Ólafsson hafi lært af þeirra mistökum og vegni betur í að kynna, dreifa og selja íslenskt vatn á erlendum markaði. Ég man að hafa skoðað Boston markaðinn í þessu sambandi í sömu ferð og ég heimsótti Keikó í Oregon fyrir hönd íslensku þjóðarinnar - eða Fjárfestingarskrifstofu Íslands. Tekist hafði að "hypa" upp íslenska vatnið með auglýsingaherferð en dreifingin stóð ekki undir nafni þ.a. eftirspurnin sem "búin" var með auglýsingum "realiseraiðist" ekki vegna slælegrar dreifingar. Og svo þegar menn brögðuðu vatnið þá þótti það bara eins og Evian og hin merkin. Vatn er jú bara vatn. Og allir merkja framleiðendur státa sig af flottum uppsprettum og hreinu vatni. Ég segi "ég vona að Jóni takist það sem hinum tókst ekki".

gp (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband