Húsverkin og ég

Ég verð að viðurkenna að mér leiðast húsverkin. Sum þeirra hata ég hreinlega.

Lengi skammaðist ég mín fyrir þetta og þróaði með mér af þeim sökum ákveðið þolgæði fyrir eldamennsku. Ég get sem sagt mallað eitthvað daglega án þess að gráta af leiðindum.

En að búa um rúm, vaska upp diska og þurfa svo að endurtaka það allt saman eftir sex mánuði er iðja sem alls ekki er að mínu skapi.

Eins og í flestum tilfellum þegar að andúð á einhverju nær yfirhöndinni, er skilningsleysi um að kenna . Ég hef t.d. aldrei skilið þörfina á að þrífa hús og híbýli. Eftir fjögur ár getur hið skítuga ekki orðið skítugra. Hvers vegna að þrífa?

Ég hef heldur aldrei skilið fólk sem hefur mikla ánægju af húsverkum. Eina húsmóður þekki ég sem er svo  gagntekin af húsverkum að hún vaknar á nóttunni til að athuga hvernig sjálfhreinsandi ofninum í eldavélinni gengur að hreinsa sig.

Einn húskarlinn þvær vandlega allt leirtauið í vaskinum áður en hann setur það í uppvöskunarvélina.

Hvað er að þessu fólki. Molysmophobia?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hjartanlega sammála. 

Ég skil ekki hver fann upp þrif og þvotta.

Og alveg sama hversu oft maður gerir hlutina, það þarf alltaf að gera þá aftur, og aftur, og aftur.  Ótrúlega tilgangslítið.

Anna Einarsdóttir, 20.5.2010 kl. 20:30

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Mesta uppgötvun lífs míns, rúmlega tvítug og þá orðin dauðleið á tilgangslausum húsverkum var ; Skíturinn hleypur ekki frá þér, eins hratt og lífið!

Ráddu þér hreingerningamanneskju á fjörra ára fresti! 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.5.2010 kl. 03:08

3 identicon

Svanur þú ert sem sagt að segja að þú vaskir upp og skiptir á rúminu þínu á hálfs árs fresti? Annað hvort það eða alls ekki, ég skil ekki alveg hvora nálgunina þú tekur á þetta. Hvort sem það er þá er hvoru tveggja viðbjóðslegt. Nú er ég ekki mikill aðdáandi heimilsstarfa og með nokkuð háan skítastuðul, en að veltast um í eigin skít árum saman er einfaldlega ekki heilbrigt. Alveg sama hversu mikið þér leiðist að skipta á rúminu.

Siggeir (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband