Tveir froskar

Heyrðist frétt um heiminn óma

hvernig froskar tveir,

féllu í skál full´af rjóma,

þar fangaðir voru þeir.

 

Annar reyndist raunagóð

og rausnarleg sál,

hinn einn þeirra huglausu,

hvað allt er voða mál.

 

Við drukknum hér dugleysan æpti,

dæmalaust óhress,

niðrá botninn síðan sökk

og sífrandi kvaddi bless.

 

Sá er áfram svamlaði

sagði við sjálfan sig;

dug skal sýna dómi,

þótt dauðinn taki mig.

 

Ótrauður mun ég áfram synda

uns mig þrýtur þol,

örlögin ég læt mér lynda,

lýtt mér hugnast vol.

 

Hugrökk sundið hetjan þreytti,

með hamagangi rjómann þeytti.

 

Hann barðist um og buslaði

bullandi af fjöri,

og skjótt varð rjóminn allur aðFroskurinn sem slapp

indælis þykku smjöri.

 

Loks á smjörinu lafmóður stoppaði,

léttur svo upp úr skálinni hoppaði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Loved this then, love this now :)

guggap (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband