12.10.2009 | 21:25
Teygjustökk og N´gol
Ein af vinsælustu jaðaríþróttum seinni tíma er teygjustökk. (Bungee jumping) Teygjustökk á rætur sínar að rekja til athafnar sem þekkt er undir nafninu "Landdýfingar" (N´gol) og er ein af sérkennilegustu leiðum sem hægt er að hugsa sér til að hætta lífi og limum. N´gol er stundað á hinum lítt þekktu Hvítasunnueyjum í Vanuatu Archipelago í Kyrrahafi, um það bil 2000 km. austur af austurströnd Ástralíu. Í dag er athöfnin aðeins stunduð á suður hluta eyjarinnar. Sjá myndband.
Arfsögn á Hvítasunnueyjum rekur upphaf hennar til sögunnar af Tamale. Tamele var maður sem átti konu sem hljóp oft í burtu frá honum. Eitt sinn eftir að hann hafði lúskrað henni fyrir að flýja, hljóp hún í burtu og faldi sig hátt upp í tré. Tamale klifraði á eftir henni en þegar hann ætlaði að grípa í hana, stökk hún niður úr trénu. Tamele stökk á eftir henni en þar sem konan hafði bundið vafningsvið um ökkla sinn, lifði hún af fallið en hann lét lífið.
Eftir þessa atburði tóku menn og drengir, sumir ekki eldri en sjö ára, að stunda það að stökkva af þar til gerðum stökkpöllum, til að sína styrk sinn og hugrekki og til að sýna konum sínum að þær mundu ekki framar komast upp með nein brögð. Þá stökkva þeir einnig til að tryggja að Yam uppskeran verði góð, en Yam er þeirra helsta lífsviðurværi. Um leið og strekkist á vafningsviðnum, fetta þeir höfuðið fram á við og herðarnar snerta jörðina, sem gerir hana frjóa. Ár hvert í apríl byggja eyjaskeggjar a.m.k. einn 25 metra háan turn með stökkpalli og hefja athöfnina sem getur tekið tvo daga.
Aðeins umskornir karlmenn fá að taka þátt í þessari athöfn þar sem vafningsviður er bundin utan um hvorn ökkla til að taka af fallið. Hár mannsins verður að snerta jörðina til að hún teljist hafa heppnast og gert er ráð fyrir að allir sem mögulega geta , taki þátt.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Bad bungee
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.10.2009 kl. 23:47
OMG, þetta myndband var ótrúlega ógeðfellt.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.10.2009 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.