Tvíkynjungar

hermaphfullÁrið 1843 óskaði Levi Suydam, 23 ára íbúi í  Salisbury, Connecticut, eftir því að fá að kjósa í bæjarstjórnarkosningum sem voru á næsta leiti þar sem afar tvísýnt var um útkomuna. Ósk Levi olli miklu fjaðrafoki í bænum þar sem margir sögðu að Levi væri meira kona en karl og aðeins karlmenn hefðu kosningarétt. Bent var á að hann væri afar kvenlegur í útliti, hefði gaman að bútasaumi og væri hrifinn af skærum litum. Að auki færust honum karlmannleg verk illa úr hendi.

Kjörnefndin kallaði til Dr. William Barry lækni til að fá úr þessu skorið. Eftir að hafa gengið úr skugga um að Levi var búinn bæði limi og eistum, lýsti læknirinn góði yfir því að Levi væri karlmaður. Kosningarnar fóru síðan fram og báru þeir sigur úr býtum sem Levi hafði stutt, með einu atkvæði.

Nokkrum dögum seinna uppgötvaði Barry að "herra" Levi Suydam hafði reglulegar tíðir og kvenmanns-sköp. En hvernig gat þetta hafa gerst. Jóna Ingibjörg Kynfræðingur lýsir því á eftirfarandi hátt:

 Við vitum að grunnkynið er kvenkyns, þ.e.a.s. fram að sjöttu viku meðgöngu eru öll fóstur með útlit kvenkynskynfæra.  En ef fóstrið hefur Y-litning þá er byggt ofan á grunninn (sumir kysu að segja: þá verður frávik), þ.e.a.s. innri og ytri kynfærin sem eru með kvenkyns útlit breytast þá í karlkynskynfæri. Þannig verða t.d. ytri skapabarmar að pung, innri skapabarmar eiginlega hverfa en sjá má leifar af þeim sem röndina eða “sauminn” á limbolnum. Og geirvörturnar - hvað með þær hjá körlum? Þær verða bara þessir tveir blettir sem karlar skarta á brjóstkassanum, hálf tilgangslausir sem slíkir eða hvað?? Jæja, alla vega kemur Adam úr Evu en ekki öfugt! Þar hafið þið það!

Engin veit hvort Levi missti kosningaréttinn við þessa uppgötvun læknisins en sagan sýnir að vandamál sem stafa af óvissu um kyn einstaklinga eru ekki ný af nálinni.

Louvre%20Hermaphrodite%2002Tvíkynja einstaklingar hafa gjarnan verið nefndir  "Hermaphrodite"  eftir hinum gríska Hermaphroditusi sem var sonur Hermesar og Afródítu og er heiti hans samsett í nöfnum foreldranna. Samkvæmt arfsögninni var Hermaphroditus alin upp af skógargyðjum á hinu helga fjalli Phrygja (Freyja) í Tyrklandi. Þegar hann varð fimmtán ára var hann orðinn leiður á vistinni á fjallinu og lagði því land undir fót. Hann heimsótti borgirnar Lysíu og Karíu og þar hitti hann vatnagyðjuna Salmakíu sem hafist við í stöðuvatni í skóginum fyrir utan Karíu.

Lysía varð svo hrifinn af drengnum að hún reyndi að draga hann á tálar. Hermaphroditus færðist undan ástleitni Lysíu og þegar hann hélt að hún væri farin óð hann út í vatnið til að baða sig. Lysía sem hafði falið sig á bak við tré, stökk á bakið á Hermaphroditusi og vafði fótunum um lendar hans. Á meðan þau flugust þannig á, ákallaði Lysía guðina og bað þá um að gera þau óaðskiljanleg. Guðirnir urðu við ósk hennar og hún sameinaðist líkama Hermaphroditusar sem varð við það tvíkynja.

HermaphroditesGríski sagnritarinn Herodotus (484 f.K. –  425 f.K.) segir frá tvíkynja ættbálkinum Makhlya sem hafðist við í norð-vestur Líbýu við strendur Triton vatns. Hann segir meðlimi ættbálksins vera konur örðu megin en karlmenn á hina hliðina. - Líklegt þykir að stríðstilburðir kvenna ættbálksins og sá siður karlmanna hans að láta hár sitt vaxa niður á mitti hafi verið megin orsök þessarar sögusagnar.

article-0-061D19E9000005DC-924_306x423Segja má að athygli almennings nú til dags beinist mest að tvíkynjungum í tengslum við íþróttir. Fyrir skömmu gerðist það einmitt, svo um munaði þegar Caster Semenya, 18 ára stúlka frá suður Afríku vann óvænt 800 metra hlaupið (1:55.45.) á heimsmeistaramótinu í frjálsum í Berlín fyrir nokkrum mánuðum. Í ljós kom eftir mikið umstang og rannsóknir, að Caster er líffræðilega tvíkynja en þrefið hafði mjög alvarlegar sálfræðilegar afleiðingar fyrir Caster sem ekki hefur teyst sér til að taka þátt í keppnum eftir þetta.

Þá er fræg sagan af hinni pólsk fæddu Stanisłöwu Walasiewicz eða Stellu Walsh sem var nafnið sem henni var gefið eftir að foreldrar hennar fluttu til Bandaríkjanna. Þar sem hún fékk ekki að keppa fyrir Bandaríkin hóf hún að æfa hlaup í Póllandi og varð fljótlega að alþjóðlegri hlaupastjörnu. Á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1932 vann hún gullið í 100 metra hlaupinu. Á leikunum í Berlín árið 1936 fékk hún silfur þar sem hún kom önnur í mark á eftir Helen Stephens. Andrúmsloftið á Nasistaleikunum 1936 var lævi blandið og m.a var Helen sökuð um að vera karlmaður og þá ásökun studdi Walasiewicz. Helen var neydd til að gangast undir kynpróf og stóðst það með glans; hún var kona.

stella4. desember árið 1980 varð Walasiewicz (Stella Walsh) þá 69 ára gömul,  óvart fyrir byssukúlu í misheppnaðri vopnaðri ránstilraun í  Cleveland í USA. Hún lést á sjúkrahúsinu þar í borg og krufning leiddi í ljós að hún var með karlmanns kynfæri. Við frekari rannsókn varð ljóst að hún hafði karlmannslitningin XY og hefði því, samkvæmt reglum Ólympíuleikana, ekki verið leyft að keppa sem kvenmaður.

Kynjapróf urðu skylda á Ólympíuleikum upp úr 1968 þegar það uppgötvaðist á Evrópuleikunum 1967 að önnur pólsk hlaupadrottning, Ewa Klobukowska var með karllitninginn. Klobukowska varð að skila aftur gull og brons verðlaununum sem hún hafði unnið á Tokyo leikunum 1964.

Ewa KlobukowskaSá gjörningur var reyndar mjög óréttlátur því seinna kom í ljós að hún var ekki með karllitninginn XY heldur stökkbreyttan XXXY litning sem hafði engin áhrif á kynfæri hennar eða kynferði.

Tamra PressÖrðu máli gegnir hins vegar um Úkraínsku systurnar Tömru og Irinu Press sem unnu samtals fimm gull í frjálsum Íþróttum á Ólympíuleikunum 1960 en hurfu síðan af sjónarsviðinu eftir að kynjaprófið var gert að skyldu. Margir eru þeirrar skoðunar að þær hafi báðar verið tvíkynjungar þótt Rússar hafi ætíð neitað því.

Frá árinu 2000 hefur ekki verið kafist að keppendur á Ólympíuleikum gangist undir kynjapróf en nefndin áskilur sér rétt til að krefjast slíks ef ástæða þykir til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Fór að velta fyrir mér hvort einhverjir fæddur "kynfæralausir". Ég er ekki að fíflast.  Í hvaða flokk ætli þeir greyin lentu?

Takk fyrir margan fróðlegan pistilinn : )

Eygló, 10.10.2009 kl. 04:47

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Er löngu búin að panta rússnesku dvergahirðina.  Voru sumir þar hugsanlega tvíkynja líka ?

Ekki illa meint, en bara alveg heillandi viðfangsefni, Svanur...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 10.10.2009 kl. 09:02

3 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Ég finn svo til með Caster Semenya, hún er aðeins 18 ára og hugsið ykkur ef hún hefur aldrei sjálf leitt hugann að þessu.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 10.10.2009 kl. 09:27

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Eygló; Ekki svo ég hafi um það heyrt eða lesið.

Hildur; Risa dvergablogg á leiðinni :)

Snjólaug; Hún var fórnarlambið í þessum fjölmiðlatryllingi og yfirklóri suður afrísku frjálsíþróttanefndarinnar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 10.10.2009 kl. 19:43

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

áhugaverðir og skemmtilegir fróðleiksmolar, Svanur

Brjánn Guðjónsson, 11.10.2009 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband