Að borða gull með hreistruðum vörum

GullísÞrátt fyrir allar efnahagslegu þrengingarnar sem heiminn plaga er ekkert lát á því að fólk stundi flottræfilsháttinn að borða gull. - Matreiðslumenn á "The Emirates Palace hótelinu í Abu Dhabi matreiddu fimm og hálft kíló af gulli á síðasta ári og búast við að í ár muni það magn auðveldlega tvöfaldast.

Meðal verð á 11 kílóum af 24 karata gulli er í kringum ein milljón dollara um þessar mundir  en Gull er á hraðri siglingu upp á við í verði og þess vegna má búast við að hótelið þurfi að breyta verðum á matseðlinum svo til daglega.

Vinsælast er gullið meðal rússneskra auðjöfra sem finnst fínt að gleypa málminn með kavíar eða ostrum.

Í Bandaríkjunum er einnig að finna nokkra veitingastaði sem elda gull fyrir viðskiptavini sína og setja það í osta "truffle" eða sprauta því inn í  úlfaber. Þá má einnig fá þar gullhúðaðan í rjómaís á litla 25.000 dollara og súkkulaðistykki með gullmolum fyrir meðal bílverð.

eating-goldGull er vita bragðlaust en hefur verið gefið E númerið 175. Á miðöldum þótti það tákn um mikið ríkidæmi að skreyta mat og/eða drykk með gulli. Það þótti einnig líklegt að slíkt verðmæti væri á einhvern hátt heilsusamlegt að innbyrða, sem það reyndar er í vissum tilfellum.

Gull duft hefur í gegnum tíðina verið notað í ýmis fegrunarsmyrsli og jafnvel varalit.

Síld á vörumÍ mörgum tegundum varalita, einkum hinna dýrari, er efni sem kallað er perlukjarni. Efnið er silfurlitað og finnst einnig í naglalakki og postulínshúð en það hlápar til að láta þessi efni sindra. Perlukjarni er að stærstum hluta unnin úr síldarhreistri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ekki er öll vitleysan eins.

Hólmdís Hjartardóttir, 9.10.2009 kl. 04:09

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Uppáhalds jóla líkjörinn minn heitir Goldschlager.  Ítalskur snapps meö kanelbragði og .......... real gold flakes.

Hmmmm veit ekki hvort ég hafi lyst á honum, eftir að hafa lesið um gullflögu pastað sem Landsbanka "snillingurinn" og hans skósveinar átu iðulega í útlöndum!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.10.2009 kl. 04:14

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hugsa að ég sigti flögurnar frá, safni þeim saman og selji á 900$ únsuna! 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.10.2009 kl. 04:17

4 Smámynd: Eygló

Hrædd um að ég næði ekki í eyrnalokk þótt ég sigtaði frá. Gullneysla mín undanfarin ár hefur ekki verið í þeim mæli...

Eygló, 9.10.2009 kl. 10:23

5 identicon

Þetta er ein af tilgangslausustu athöfnum mannsins. Að borða gull ég myndi skilja það ef gullið gæfi gott bragð. Þetta er eins og í súrelískri sögu. Eftir nokkur hundruð ár verður talað um þetta eins og við tölum í dag um fall rómarveldis.

kveðja Ingó

Ingó (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 13:07

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Já ég man eftir þessu líkjör með alvöru gullflögur svífandi. Þetta var löngu áður en orðið efnahagshrun var fundið upp. Ég held að Ingó hafi rétt fyrir sér um samlíkinguna við Rómaveldi. Kanski þurfum ekki að bíða nema í 20 ár.

Finnur Bárðarson, 9.10.2009 kl. 15:06

7 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Þetta er bara úrkynjun, mistök Guðs hver veit. En það er mygrutur af svona fólki til og ég fyrirlít það.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 9.10.2009 kl. 18:28

8 identicon

Ég hef fyrir satt að gullverð hafi tekið að hækka hratt þegar íslenskir auðmenn fóru að taka fjármuni sína útaf reikningunum á Tortola og víðar og kaupa fyrir þá gull. Nú eru auðæfin víst geymd í öryggishólfum, í gullformi, aðallega í Sviss. Þetta flokkast líklega sem nauðsynlegt matvælaöryggi.

sigurvin (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 21:07

9 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Var það ekki blý, frekar en gull, sem fór endanlega með Rómverja ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 10.10.2009 kl. 07:56

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

var það ekki tin sem fór með Rómverjana? þeir drukku t.a.m. úr tinbikurum. tin er þó stundum blýblandað til að gera það mýkra.

Brjánn Guðjónsson, 11.10.2009 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband