7.10.2009 | 23:33
Konur ekki eins vinsælar og karlmenn
Eins og fleiri velti ég fyrir mér blogginu og stöðu þess almennt í samfélaginu. Ef það er sanngjarnt mat að á blog.is skrifi sæmilegur þverskurður af íslenskum bloggurum, bendir margt til að mikill munur sé á milli kynjanna hvað lesningu blogga þeirra varðar.
Ég hef reyndar lengi verið þess meðvitaður að mikið hallar á konur miðað við karla í þessum efnum, en aldrei lagt það sérstaklega niður fyrir mig, hvers vegna.
En upp á síðkastið finnst mér þetta sérstaklega áberandi og þess vegna fór ég að telja.
Af 50 vinsælustu bloggsíðunum hér um slóðir eru aðeins 9 þeirra skrifaðar af konum.
Ef að 100 vinsælustu bloggin eru talin kemur í ljós að aðeins 13 þeirra eru kvennablogg. Og af þeim þrettán eru a.m.k. tvær sem eru hættar að blogga á blog.is.
Hefur einhver skýringu á þessum mikla mismun?
Meginflokkur: Vefurinn | Aukaflokkar: Bloggar, Menning og listir | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 786939
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Karlmenn hanga meira í tölvunni en konur - ekkert flóknara en það. Líkur sækir líkan heim - smekkur manna fyrir bloggi er kynbundinn við eigið kyn.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 7.10.2009 kl. 23:55
Flókin mál og þræðir liggja víða. Af sama toga er örugglega lítill hlutur kvenna í fréttaumfjöllun og viðtölum (25%). En svo er það spurningin hverjir völdu vinsælustu bloggarana? Var kynjahlutfallið jafnt í úrtakinu? Lesa karlar frekar karla og öfugt? Hafa konur minna að segja eða þora þær að segja minna eða nenna þær ekki að segja það? Hvers vegna þá? Þú hefur vakið fleiri spurningar en svör.
Gæti reyndar fabúlerað um svörin hér áfram en þá flokkaðist það sem sníkjublogg og kurteisi mín bannar mér slíkt. Ahemm...
Solveig (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 00:30
Iss engin ástæða til að hafa áhyggjur af þessu ......... hvar sér maður annars þessa vinsældasíðu?
Jenný Stefanía Jensdóttir, 8.10.2009 kl. 00:33
Sæl Snjólaug og þakka þér athugasemdina; Hvað hefur þú fyrir þér í að karlmenn hangi meira við tölvur en Konur? Og af hverju heldurðu að konur lesi bara konur o.s.f.r. Nú er vinsælasti bloggarinn kona t.d.
Sólveig; Þakka þér einnig þína athugasemd. Listi yfir vinsælustu bloggin eru birtur daglega á forsíðu blog.is og þar er stuðst við aðsóknartölur almennt. Ég held að þetta sem þú bendir á með viðtölin í fjölmiðlum geti hugsanlega verið hluti af svarinu. Á lista yfir 100 vinsælustu bloggin rokka konur frá 13-20%. - Ef ekki er hægt að fabúlera á bloggi, ja hvar þá:)
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.10.2009 kl. 00:41
Jenný; Ef þú hefur engar áhyggjur þá hef ég þær ekki heldur :)
En mér finnst samt forvitnilegt að heyra hvað fólk heldur um þetta. Ekki síst vegna þess að skoðanaskiptin með athugasemdunum sem eru að margra mati lífsblóð bloggsins, verður fátækara ef eingöngu karlmenn taka þar þátt. - Að þessu sögðu hef ég reyndar ekki heimildir fyrir því að athugasemdir séu yfirleitt færri frá konum en körlum, en ef þetta sem Snjólaug segir stenst, þá má gera ráð fyrir þvi að svo sé.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.10.2009 kl. 00:47
Konudýr eru hófsamari & nægjusamari yfir vinsældum, svo framarlega sem að 5 af 15 bloggvinkonum þeirra athugazemdist inn á bloggið þeirra á hverjum degi, með 'halla lúlla' kórinn um hvað þær eru endalaust sammála sinni konu.
Karlmenn þræta heldur við sína menn, með eða á móti & lifa það af án gráturz.
Því verða víziteríngar fleiri & þræðirnir lengri.
Steingrímur Helgason, 8.10.2009 kl. 00:48
Það sem þú ert að segja Svanur er að þarna geti karlmenn ekki verið að halda konum niðri. Allir geti bloggað eins og þeim sýnist.
Víst er konum haldið niðri í þessu efni. Karlmenn þykjast alltaf vera miklu flinkari í öllu sem tölvum tilheyrir og leyfa konum helst ekki að koma nálægt þeim.
Karlmenn þykjast líka vera flínkari í að skrifa og mörgu öðru. Eiginlega því sem þeim sýnist og löng hefð er fyrir að halda konum frá öllu sem körlum þykir mikilvægt. En er eitthvað miklvægara að blogga en að mála sig?
Sæmundur Bjarnason, 8.10.2009 kl. 00:50
Það þarf ekki oft að taka stórt úrtak til að sjá meðaltalið á ekki stærra landi en Íslandi. Fylgist ekkert með bloggi í öðrum löndum.
Ég hef ótrúlegan áhuga á fólki og lífsháttum og sé það við lestur og úttektir að karlmenn eru meira við tölvuna en konur.
Það sem ég meinti með kynjamun á lestri konur/konur - karlar/karlar er að karlmaðurinn les ekki mikið blogg hjá konum, þó frekar ef hún bloggar beint við frétt.
Að vinsælast bloggarinn er kona - sannar að konan er snillingur sem kann að fara að karlmönnum.
Ég les yfirleitt aðeins vini mína og þú ert einn af þeim, bara svo þú farir ekki að halda að mér finnist þú kvenlegur sko Þú ert einn af fáum sem fá athugasemdir nánast jafnt frá konum og körlum. Flott hjá þér.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 8.10.2009 kl. 01:02
Ég sakna þess hversu bloggurum hefur fækkað, eftir að Davíð var ráðinn sem ritstjóri. Ég held að helmingurinn af mínum bloggvinum séu hættir að blogga hérna. Við konur erum bara latari að blogga? Er það ekki skýringin á mismuninum?
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.10.2009 kl. 01:02
Það má líta á þetta á annan hátt. Af 4 efstu sætum á blog.is eru 2 konur og kona í efsta sæti. Eru þær bara ekki betri að gæðum!
Andri Geir Arinbjarnarson, 8.10.2009 kl. 01:04
Sæll Sæmundur; Það er nú oggu-lítill þinn háttur á þessu bloggi :)
Það er skoðun út af fyrir sig að sjálfstæði kvenna í landinu sé ekki meira en þær fái hreinlega ekki að mennta sig á tölvuna eða sé haldið frá henni á annan hátt af karlmönnum. Mér finnst það samt ólíklegt. Hitt er örugglega rétt hjá þér að karlmenn "þykjast" vera klárari í að koma frá sér meiningu sinni á rituðu máli, en þá er bloggið einmitt fínn staður fyrir konur til að afsanna það.
Auðvitað má metast um mikilvægi bloggsins fyrir tjáningarfrelsið og sem vettvang mikilvægra skoðanaskipta, en flestir eru á því að það veiti áður óþekkt og handhægt tækifæri fyrir almenning að tjá sig svo að margir sjái. - Tjáning er mikilvæg að mínu mati, og tjáning hugmynda að eða skoðana er að mínu mati mikilvægara en að mála sig, þótt það sé vissulega mikilvægt líka fyrir flestar konur ;)
Steingrímur; Hver er þá munurinn á metnaðarleysi og nægjusemi þegar kemur að kvennabloggum annarsvegar, og þrætugirni og fróðleiksfýsn hinsvegar þegar kemur að karlabloggum?
Lauslega samantekið eru athugasemdir kvenna fleiri hjá mér en karla, t.d.
En ég held samt að það sé eitthvað til í Þessu með nægjusemina :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.10.2009 kl. 01:08
LOL, Andri Geir, þarna er komin skýringin á því af hverju ég les þig reglulega ;-)
ASE (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 01:10
Blessaður Andri; Mér finnst tala kvenna á toppnum ekki sýna neitt annað en að konur geta vel náð vinsældum á bloggi. En að yfir 80% af mest lesnu bloggunum séu eftir karla finnst mér ekki endilega eðlilegt.
Takk fyrir þetta Jóna; Þær Heiða, Jenný og Ólína þ. voru allar mjög vinsælir bloggarar og eru það vonandi enn þótt þær hafi yfirgefið blog.is. Ég er þér sammála um að það er eftirsjá að þeim, sem og öðrum sem hér hafa hætt.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.10.2009 kl. 01:16
Jamm Snjólaug. Ég verð að taka orð þín fyrir því að karla hangi meira í tölvunni. Það styður reyndar það sem Sæmundur sagði að vissu leiti.
En þarf kona að vera snillingur til að getað skarað fram úr körlum eins og Lára Hanna gerir augljóslega?
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.10.2009 kl. 01:21
Ég skanna blogglistann reglulega og vel af handahófi, les samt suma oftar en aðra þar sem reynslan kennt mér að mér líkar betur stíllinn hjá sumum en öðrum, þó alls ekki alltaf sammála þeim sem les. Því reyni meðvitað að velja smá mix til að fá aðeins víðari vídd á málin, og rekst reglulega á óvænt og skemmtileg blogg (en þessa dagana þá yfirleitt ótengd þjóðmálaumræðunni :-)
Eftir þessa umræðu þá langaði mig að vita hver í efsta sæti, kona eða karl, en sá bara karla efsta á öllum listum??? Egill Helgason efstur á útvaldasta bloggið (sem þýðir annars? en engin kona á þeim top 10 lista), Jónas Kristjánsson er efstur yfir vinsælasta bloggið í síðustu viku (fyrsta konan af tveimur á þeim top 10 lista er í sjötta sæti), Egill er aftur efstur á vinsælasta bloggið þessa vikuna (fyrsta konan af þremur á top 25 listanum er í sjöunda sæti). Finnst þetta reyndar "athyglisverðlega" lágt hlutfall hjá konum.
Því eins og Svanur og fleiri benda réttilega á, þá ætti bloggið að vera opið öllum, óháð kyni, litarhætti, trúarbrögðum, etc. Helsta skýringin sem mér dettur í hug er að um þessar mundir þá eru blogg um þjóðmál / efnahagsmál mjög áberandi og vinsælust. "Skoðanaskiptin" um þau mál eru hins vegar oft mjög "óvægin". Okkur konum "líkar" síður slík "samskipti", okkur líkar oft betur "samskipti" á "mýkri" nótunum. Okkur konum hættir til að taka hlutina meira "persónulega", kannski sem betur fer því nógu "loga bloggheimar" án þess að við séum þar líka á fullu að "vega mann og annan" :-)
Svanur, takk fyrir að brydda upp á áhugaverðu "umræðuefni"
ASE (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 01:30
Já það þarf snillinga til skilja þessar elskur og fá þá til að hlusta. Veit ekkert um það annars en sumum er það til lista lagt að ná athygli lesanda og skrifa áhugavert blogg.
Ég var t.d. að skoða eitt kvennablogg. Þessi kona fær yfirleitt aðeins athugasemdir frá konum - en á einum stað hafði hún skrifað bloggfærslu um fiskveiðistjórnun, það var ekki að spyrja það fyllist allt af athugasemdum frá karlmönnum hjá henni og lestur bloggsins rauk upp þann daginn.
En gaman að velta þessum mismun fyrir sér
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 8.10.2009 kl. 01:36
af 50 vinsælustu, eru 9 skrifuð af konum.
hvert er hlutfall kynjanna þegar allir bloggarar eru taldir.
ef hlutföllin eru 1:1 þar, þá er þetta eitthvað áhugavert að skoða, ef hlutföllin eru 4:1 eða um það bil, þá er þetta eðlilegt ekki satt.
Egill, 8.10.2009 kl. 01:49
Egill: Ef hlutföllin eru ekki 1:1 þá breytist spurningin bara og verður, hversvegna skrá konur sig ekki á blog.is til að blogga :)
Eins og fram kemur hjá ASE, er eitthvað bogið við hlutfall kynjanna á öðrum bloggsvæðum líka. Ég er farinn að hallast að því að hér séu margir samvirkandi þættir sem ráða. Fram að þessu hefur verið bent á að; eðli ríkjandi umræðu sé ekki nógu mjúk, konum er haldið til baka og karlar eru meira við tölvur en konur.
Þakka ASE og Agli fyrir þeirra innlegg.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.10.2009 kl. 02:01
Veistu mér finnst blogg aðeins vera blogg ef það er eitthvað sem þú gerir sjálf. Færð hugmyndina sjálf og útfærir eins og andinn blæs þér.
Það er ekki blogg að skrifa klausu við frétt á Mbl.is það er að leggja orð í belg myndi ég segja.
Þannig að með þessa viðmiðun þá erum fleiri kvenbloggarar en karlar.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 8.10.2009 kl. 02:14
Karlmenn eru yfirleitt skemmtilegri, taka oft á athyglisverðari málum.
Mér finnst eiginlega skemmtilegra að taka þátt í athugasemdarunum en að blogga. Geri það aðeins ef mér er mikið niðri fyrir eða vil endilega láta einhvern njóta með mér.
Reyndar finnst mér karlarnir stundum fyndnir á annarra kostnað og sumum finnst þeir afbragðs klárir og frumlegir.
Veit ekki hvort það er vegna hallans á kynjahlutfalli en ég er oft gáttuð á því hvernig karlar munnhöggvast stundum eins og kjánalegir einfeldningar. Ein og ein kona gasprar út í vindinn en finnst hún ákaflega markverður frumherji.
"That completes the votes from an old lady"
Eygló, 8.10.2009 kl. 02:21
Það verður náttúrulega að setja kynjakvóta á bloggið og þannig jafna stöðu kvenna í bloggheimum á Islandi.
Er þetta hugsanlega haldbær sönnun fyrir misnotkun íslenskara karla á stöðu sinni gagnvart konum? Þessu þarf að breyta strax.
Best væri að framkvæma þetta með því að takmarka aðgengi karlmanna að bloggi þar til jafnstaða hefur náðst.
Íslenskir feministar hafa lengi barist fyrir jafnrétti og jafnstöðu kynjanna og það verður engin breyting á því hvað þetta mál varðar.
Hulda (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 04:49
Athyglisvert að hér í Svíþjóð eru öll vinsælustu bloggin táningsstelpur sem skrifa um tísku og tengd efni. Margar af þessum stelpum hafa alveg fínustu tekjur af blogginu og sú tekjuhæsta (blondinbella kallaði hún sig) var víst að hafa um 300.000 sænskar krónur á ári í tekjur af sínu bloggi.
Annars tek ég eftir stórmun á því hvernig Íslendingar blogga og hvernig flestar aðrar þjóðir sem ég þekki til í blogga, Íslendingar blogga um fréttir og lítið annað, aðrar þjóðir nota bloggið meira til að skrifa um eigin áhugamál og ná þannig að gera bloggið að tekjulind. Kannski fámennið standi í vegi fyrir þessu eða þessi ofuráhersla á að vera á blog.is með bloggið sitt.
Gulli (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 07:45
Svanur: Þú ert svona maður sem á að fjölfalda og dreifa um heiminn. Þú ert nefnilega með gagnrýna hugsun og veltir fyrir þér hlutunum.
Ég held að ein aðalskýringin sé ótti kvenna við að láta í sér heyra á opinberum vettvangi. Þær eru svakalega varkárar enda ekki með aldanna reynslu í farteskinu við að láta skoðanir sínar í ljós.
Þetta er lífsseigur fjandi.
Þetta kemur alls staðar fram.
Það er líka síður leitað til kvenna sem álitsgjafa og þær tregari til að hlaupa í viðtöl svo tekið sé dæmi.
Karlmenn eru oft kjaftaglaðari og það um of og konur of varkárar.
Skemmtileg umræða hjá þér.
Hafðu þökk fyrir að vera svona mikið krútt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.10.2009 kl. 08:29
Eru ekki konurnar bara meira inn á er.is? Þar er auðveldara að halda uppi samræðum heldur en hér á blog.is, eða það finnst mér alla vegana, ég fæ a.m.k. sárasjaldan einhver komment á mínar færslur hérna á blog.is en yfirleitt alltaf svör þar
Mama G, 8.10.2009 kl. 10:33
Eygló;Þakka þér þessar vangaveltur. Stærsti hlutinn af öllu bloggi er kýt og gaspur, veit ég vel, en að karlmenn séu leiknari í þeirri list er ég ekki viss um. Ég veit um nokkra ansi skelegga kvennabloggara sem ég gæti tilgreint. Ég er samt sammála því að upp til hópa eru konur ekki eins þrætugjarnar og karlar. - En á móti kemur að margir nenna ekki að lesa athugasemdahala upp á 100 innlegg sem oftast eru eftir sömu tvo þrjá mennina.
Hulda; Ég átti von að athugasemd í þessum dúr en taldi víst að hún kæmi frá karlmanni. Sýnir hversu fordómafullur maður sjálfur er :)
Gulli; Það er alveg rétt að hér er mikið bloggað við fréttir og sumir afar vinsælir bloggarar gera ekkert nema endursegja fyrirögnina og setja nafnið sitt fyrir neðan. Ég hef aldrei skilið hvaða tilgangi það þjónar að draga fyrirsagnirnar á fréttum inn á bloggsíðulistana, nema auðvitað fyrir mbl.is sem vill að fréttirnar sé lesnar og sýnilegar af flestum. Þess vegna eru mjög margir karlar sem nenna þessu, mjög ofarlega á listum hér um slóðir og það kemur einnig heim og saman við þá sem halda því fram að karlar eyði meiri tíma við tölvuna en konur þótt þeir hafi e.t.v. ekkert meira að segja, samanber allt innihaldslausa fréttabloggið.
Tískublogg á blog.is hafa aldrei náð flugi, en ég veit að þetta er satt um flest vinsælustu blogg veraldar. Þau eru tísku og popp-kultúr blogg sem sum fá allt að tvær milljónir gesta á dag. Blogg sem helguð eru sér-áhugamálum eru afar fá, en sum þeirra eru samt bestu bloggin, eins og t.d. "orkubloggið" svo dæmi sem nefnt.
Sæl Jenný mín Anna. Ég er á því að þetta sé enn ein ástæðan þ.e. að konum finnist þær of berskjaldaðar á svona opinberum vettvangi til að halda fram stífum meiningum og þess vegna verði framsaga þeirra ekki eins beinskeytt og í framhaldi áhugaverð og ella. Þú ert meðal undantekninganna sem sanna regluna.
bestu kv,
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.10.2009 kl. 11:26
Takk fyrir þetta Mama G. Ég veit ekki hvernig er.is er samsett svæði, en ef þetta er satt, þá verður maður að viðurkenna að óumdeilanlega fjölsóttasta bloggsvæði Íslands, þ.e. blog.is hentar ekki konum vegna þess hve agressívir karlarnir þar eru og hvað þeir láta sig mál kvenna litlu varða.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.10.2009 kl. 11:41
Má ég ekki benda ykkur á sjónvarpsþáttinn ALDAMÓTABÖRN, sem ég horfði nýlega á í Ríkis-sjónvarpinu, hann verður endurtekinn 11. nóv, og var einstaklega athygliverður. Það sjáum við stóra mismuninn á kynjunum. Skora á ykkur að horfa--...............
vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 13:14
Ef þú slærð inn blog.is og sérð þá sem eru í "Umræðunni" þá er t.d. núna þegar ég leit 7 karlar og 1 kona. Þetta er fólk sem mbl.is velur sem áhugaverða bloggara. Fór aftur nokkrum sek seinna og þá voru það 7 karlar og svo Evrópusamtökin.
Fór í 3. skiptið og þá voru hlutföllin 6 á móti 2 ... There you have it! ;-) ..
Það virkar líka þannig í kaupfélaginu að nammið við kassann selst meira en það sem er í hillunum!
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.10.2009 kl. 22:11
Ég vil koma því á framfæri, að þátturinn Aldamótabörn verður endursýndur í Ríkissjónvarpi kl.10.5. f.h. næsta sunnudag.,en ekki 11. nóv. eins og stóð hér fyrir framan.
þessi þáttur er frábær, ekki missa af honum ............
vigdís ágústsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 07:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.