U hu hu "það særir"

Jóhanna Sigurðarsóttir er að verða einn þeirra snillinga hvers snilligáfa er fólgin í að geta staðhæft hið augljósa og láta sem á ferðinni séu mikil og ný tíðindi.

Les konan ekki blogg eða hvað :)

3295519146_fc3db6a318Þetta viðtal við Jóhönnu í Financial Times er eins og það hafi verið tekið fyrir átta mánuðum. Ekki stafkrókur sem ekki hefur verið marg-tíundaður af fjölmiðlum landsins að ekki sé talað um öll bloggin. Svona frammistaða undirstrikar aðeins ráðaleysi hennar og í raun hugsjónalegt gjaldþrot. -

Almenningur heldur gjarnan að ráðamenn þjóðarinnar hljóti að vita eitthvað sem hann veit ekki og þess vegna sé hegðun þeirra svona á skjön við það sem virðist skynsamlegt.

En þegar frá líður kemur í ljós að þeir vita ekkert meira, jafnvel minna og að auki eru þeir að mestu blindir á það sem  altalað er í samfélaginu. - 

Jóhönnu  sárnar að Brown hafi sett á okkur hryðjuverkalögin sem voru viðbrögð við orðum Davíðs Oddsonar um að Íslendingar ætluðu ekki að borga skuldir óreiðumanna.

Hvar hefur maður heyrt þetta áður??

 


mbl.is Jóhanna gagnrýnir Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fattarinn hennar er með dílei upp á ár eða svo.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2009 kl. 15:34

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hann nær alla leið suður í Sandgerði eins og sagt var hér í denn á mínum æskuslóðum :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.10.2009 kl. 16:32

3 Smámynd: Sævar Helgason

Góð vísa er aldrei of oft kveðin... Kannski nær þetta betur eyrum margra nú en fyrir einu ári þegar menn héldu að allt alþjóðahagkerfið væri að hrynja eða hrunið.. Nú er betri tíð og menn rólegri og hlusta kannski betur ? Vonum það - það er okkar hagur.

Sævar Helgason, 6.10.2009 kl. 17:04

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Tek undir með Sævari!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.10.2009 kl. 22:04

5 identicon

Hún tekur sig vel út á þessari mynd... ef maður pírir augun smá.. þá fæ ég ekki betur séð en að þarna sé Jóhanna erkiengill.

Blessun drottins sé yfir oss.. foss, moss kross...kikkilanikoff

DoctorE (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 22:21

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég hef lengi velt því fyrir mér hvað það er sem ráðamenn vita en við ekki og hefur valdið allri þessari ringulreið og ráðlaeysi. Kannski er það einmitt málið að þeir vita akkurat ekki neitt???

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 7.10.2009 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband