Dvergar í Kína byggja sér þorp

00 Dvergar í KínaDvergar í Kína hafa stofnað með sér sérstakt samfélag og byggt sér þorp í Kunming í Yunnan héraði  þar sem eingöngu dvergvaxið fólk fær að búa.
Engum er leyft að setjast að í þorpinu sem er hærri en 131cm.
Dvergarnir segjast hafa byggt þorpið til að flýja þann félagslega mismun sem þeim er sýndur af venjulegu fólki.
Þeir hafa komið sér upp eigin lögreglu og slökkviliði en þorpsbúar telja rétt um hundrað og tuttugu manns sem stendur.
Hugmynd Dverganna er að afla tekna af ferðamönnum sem heimsækja þorpið. Hús þeirra eru byggð þannig að þau líta út eins og sveppar og þorpsbúar klæðast öllu jöfnu í fatnað sem minnir mjög á klæðnað sögupersóna úr ævintýrum.
Á myndinni sjást dvergarnir sýna söngleik í miðju þorpinu sem gæti alveg heitið; "Það búa litlir dvergar í björtum sal".

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta er hægt í fjölmennu ríki! En þeir gera sig að sirkusdýrum.

Hólmdís Hjartardóttir, 4.10.2009 kl. 02:11

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Eins og þeir séu það ekki fyrir, Hólmdís mín. Kínverjar og sérstaklega kommúnistar hafa gegnum tíðina ekki sýnt af sér fallegar kenndir í garð smælingja, þó þeir segist vilja öllum vel. Svo á einhverju verður þetta fólk að lifa meðan bylgingin og græðgisflotið í kínverska alþýðulýðveldinu étur börnin sín eða selur úr þeim líffærin.

Það er þó leiðinlegt að það skuli þurfa að vera freek show, sem Svanur Gísli hefur gaman að og hverfur aftur til barnasöngva til að gantast með.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.10.2009 kl. 06:05

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

http://english.people.com.cn/90001/90776/90882/6742781.html á þessum hlekk getið þið lesið uppbyggilegri sögu um dvergvaxna í Kína, en andlega dvergvaxna frétt Svans Gísla.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.10.2009 kl. 06:16

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Gantast og gantast. Mér finnst það nú frekar vera þú Villi minn sem gantast með allan fjandann. Auðvitað er sumt af því sem Svanur Gísli fræðir okkur um byggt á frásögnum úr fjölmiðlum. Úr kommentum þínum má lesa hve lengi þú ert að gúgla.

Sæmundur Bjarnason, 4.10.2009 kl. 10:19

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hve lengi ég var að gúgla?? Undir 5 mínútum. ÉG sá blogg Svans, las hana, fann strax sómasamlega umræðum um dverga og hana nú. Ekki var það nú lengra og mér var fúlasta alvara og vona að Svanur hafi verið að gantast. Þú ert hins vegar allta jafnfúll.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.10.2009 kl. 11:51

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Vilhjálmur Örn; Ef ég hefði slegið upp fréttinni með þínum stæl hefði hún hljómað svona; "Kínverskir dvergar, júðar heimsins."

Þú ert einn þeirra sem notar hvert tækifæri til að bjaga fréttir og setja annarlegt sjónarhorn á þá hluti sem þú fjallar um og einnig þá sem þú gerir athugasemdir við. 

Þú verndar sjálfan þig með að velja úr þeim athugasemdum sem birtast á þinni síðu, en hikar ekki við að notafæra þér athugasemdakerfið hjá öðrum, til að koma rætnum og ögrandi athugasemdum að. -

En og aftur reynir þú að veitast að minni persónu að tilefnislausu.  Ég veit alveg hvaða mann þú hefur að geyma Vilhjálmur, það hefur þú margoft opinberað í skrifum þínum og sérstaklega eftir að þú hefur verið gerður heimaskítsmát í málflutningi þínum. Þá grípur þú til illgjarnra athugasemda á borð við þessar hér að ofan. ´

Ég þakka þér Sæmundur minn fyrir að bera af mér blak og verjast þessum súper-gúglara :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.10.2009 kl. 12:24

7 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Ekki tel ég marga cm í lofti, stend alveg fyrir mínu og er er meira en tilbúin að gera mér peninga úr heimsku annarra.   

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 4.10.2009 kl. 13:05

8 identicon

Skemmtileg saga.

Annars er Kunming höfuðborg í Yunnan héraði en það breytir ekki öllu.

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 13:08

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir það Guðmundur :)

Snjólaug; Ég er ekki svo viss um að fólk þurfi að vera heimskt til að borga fyrir að sjá dverga syngja og dansa.

Mjög margir dvergar, eða smáfólk eins og þeir vilja kalla sig t.d. í USA, hafa vinnu að því einu að nýta sér smáleika sinn í kvikmyndum, leikritum og öðrum sýningum.

Þessir smávöxnu Kínverjar eru að gera tilraun til að lifa saman í samfélagi þar sem þeir mæta fólki á eigin forsendum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.10.2009 kl. 13:27

10 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Svanur það er einmitt málið, þú ert að fara að sjá eitthvað sem þér finnst  kitla þig á einhvern hátt.  Það vilja flestir vera eins og flestir eru, það er bara þannig. Vegna þess að flestir eru dálitlir kjánar

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 4.10.2009 kl. 13:35

11 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þessir smávöxnu Kínverjar minna svolítið á Umpalúmpana í kvikmyndinni Kalli og súkkulaðiverksmiðjan, e. sögu Roalds Dahl.

Nema hvað kínversku dvergarnir eru auðvitað ekki allir eins, enda voru Umpalúmparnir allir leiknir af sama manninum og fjölfaldaðir í stórkostleg hópatriði, m.a. dans og söng, með nútíma kvikmyndatækni.

Ef það er rétt hjá þér Svanur, að dvergarnir ætli -og fái frið til- að reka þorpið sitt á eigin forsendum, þá sé ég enga ástæðu til þess að við, sem eru nokkrum cm. hærri, séum að setja út á það, af einhverri misráðinni pólitískri rétthugsun.

Ef þeir vilja græða á því að sýna sig, þá þeir um það, svo fremi þeir séu sjálfir sáttir.

Fyrr má nú vera bessagangurinn en að ætla að hafa vit fyrir heilu dvergaþorpi í Kína ! (Greindarvísitala fer heldur ekki eftir hæð eða þyngd).

Vonandi munu íbúarnir þar ráða meiru um sín mál en dvergaskarinn, sem Rússakeisarar söfnuðu við sínar hirðir fyrir ekkert svo margt löngu.

Sú saga væri nú þess virði að þú rifjaðir hana upp, Svanur.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 4.10.2009 kl. 16:25

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Að því ógleymdu að það er ekki skortur á sentimetrum sem veldur skelfilegum árangri íslenskrar stjórnsýslu. Og ekki eru þeir hávaxnir starfsmenn Hafró ef gáfnafarið er í beinu hlutfalli við kollhæð.

Árni Gunnarsson, 4.10.2009 kl. 16:55

13 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Vilhjálms vondi kóði
vafasamur er.
Gúglmeistarinn góði
glennir sig og fer.

Sæmundur Bjarnason, 4.10.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband