Klisjukennd ímynd lesbía

graham-nortonGraham Norton, vinsæll spjallþáttarstjórnandi í Bretlandi, sá hinn sami og hefur verið hvað duglegastur við að gera grín að Íslandi og Íslendingum eftir bankahrunið, hefur nú hlotið áminningu frá BBC fyrir að fara niðrandi orðum um samkynhneigðar konur í spjallþætti sínum.

Graham sem er sjálfur samkynhneigður, hefur oft verið staðinn að því áður í þáttum sínum að gefa klisjukennda og móðgandi mynd af lesbíum.

Áminninguna fékk Graham í kjölfarið á þætti þar sem sýnd var mynd af stúlku sem hélt á umsókn fyrir einkaleyfi. Honum varð að orði; Ég veit ekki af hverju þeir fengu einhverja skrýtna lesbíú til að vera fyrirsætan".

Kunnur rithöfundur sem var gestur Nortons reyndi að malda í móinn og útskýra fyrir hinum að ekki ætti að dæma fólk eftir útlitinu. ; "Það getur vel verið að hún sé ekki Lesbía, láttu ekki svona, hvernig lítur annars lesbía út?" 

"Svona"svaraði Norton að bragði og benti á myndina. Norton var samt fljótur að bæta við " það er auðvitað ekkert að því að vera lessa". 

Graham tók að sér að vera kynnir í síðustu Júróvisjon keppni fyrir BBC og er afar vel þekktur sem kynnir í mismunandi stjörnuleitarþáttum í Bretlandi.

Það sem mér finnst merkilegt við þessa frétt er að aðeins ein persóna,  áhorfandi í salnum þegar þátturinn var tekinn upp, klagaði Norton fyrir BBC. BBC brást samt strax við og áminnti Norton og allt tökuliðið um að gæta þess að draga ekki upp klisjukenndar myndir af samkynhneigðum konum í þáttunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Nú þarf gaurinn bara að gera grín að íslenskum lesbíum og þá erum við laus við hann.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 27.9.2009 kl. 01:17

2 Smámynd: halkatla

það má ekkert segja nútildags

halkatla, 27.9.2009 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband