Kristnir hóteleigendur ákærðir fyrir að móðga múslíma

Ben and SharonÍ júlí mánuði lentu kristin hjón sem reka hótel í Liverpool  í orðaskaki við einn gesta sinna, íslamska konu. Konan hefur núna kært hjónin fyrir að nota ; ógnandi og móðgandi orðalag og verið með óviðeigandi trúarlegar aðdróttanir í garð hennar.

Hjónin Ben (53) og Sharon Vogelenzang (54), voru í kjölfar kærunnar boðuð á lögreglustöð til yfirheyrslu.

Réttarhöld munu fara fram yfir hjónunum í desember en viðurlög eru allt að 5000 punda sekt fyrir að brjóta hin "almennu siðalög" landsins sem taka til "opinberra móðgana" af þessu tagi.

Þótt að málavextir séu enn óljósir er haldið að hjónin hafi verið að svara fyrir beina árás gests þeirra á kristna trú  þar sem hún hélt því fram að Kristur hafi verið "minniháttar spámaður".

Hjónin eru sögð hafa svarað því til að Múhameð hafi verið stríðsherra og að klæðnaður íslamískra kvenna sé ákveðin tegund af fjötrum.

Þau neita því að andsvör þeirra hafi verið ógnandi og segjast hafa fullan rétt til að útskýra trú sína.

Eftir að hjónin voru kærð hafa viðskipti við Hótelið sem þau stýra dregist mjög saman og þau segja allar líkur á að þau verði að hætta rekstrinum. Hótelið naut góðs af því að vera í nágrenni sjúkrahúss sem beindi talert að viðskiptum til þeirra. Meðal viðskiptavina á vegum sjúkráhússins var einmitt umrædd kona sem kærði þau.

Hjónin eru starfandi í kristnum félagsskap sem heita Bootle Christian Fellowship. Lögmaður þeirra hefur ráðlagt þeim að ræða ekki efnislega orðasamskipti þeirra og Múslíma konunnar. Þau eru einnig studd af þrýstihópnum Christian Institute sem greiðir fyrir lögfræðiþjónustu þeirra.

Margir lögfræðingar hafa tjáð sig í fjölmiðlum um áhyggjur sínar yfir því  hvernig lögreglan notar almennu siðalögin (Public Order Act) til að handtaka fólk sem lendir í orðaskaki þegar lögunum var ætlað að halda uppi einhverri reglu á götum úti þar sem ofbeldi og skrílslæti geta brotist út í kjölfarið á heiftugum orðaskiptum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jesús var vissulega minniháttar spámaður fyrir suma. Múhameð var það líka, en þar að auki var hann gyðingamorðingi, hvatti til að drepa gyðinga, og kvæntist gyðingakonum sem neyddar höfðu verið undir trú þá sem Múhameð boðaði. Hvað fengi ég í sekt á Englandi fyrir að segja þann sannleika?

Múslímar ættu að fara varlega í ásakanir. Bretar ættu að vara sig í því að fara ekki of langt í pólitískri rétthugsun, sérstaklega þegar ekkert samræmi virðist vera í því sem má og ekki má.

Hér í Danmörku er þetta líka slæmt. 17 ára strákur á Jótlandi fékk 600 kr. sekt fyrir að hrópa eitthvað ljótt að löggunni, en nýnasistar mega hrópa "perker" (sem er óskírt skammaryrði um útlendinga) að innflytjendum, án þess að þurfa að borga.

Svo efa ég að konan sem móðgaðist hafi verið "íslamísk".

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.9.2009 kl. 11:32

2 Smámynd: Marinó Óskar Gíslason

Er þetta ekki alver dæmigert. Ef kristnir menn segja eitthvað um önnur trúarbrög eru þeir umsvifalaust kærðir fyrir móðgun og guðlast og fólk tekur undir málstað þess sem ekki er kristinn og allir verða vitlausir. En ef fólk með aðrar trúarskoðanir segir eitthvað um Krist og kristna trú, þá er það allt í lagi. Er ekki verið að mismuna fólki? Í Saudi Arabíu er kristin trú bönnuð og talin hættuleg, en þeir leifa sér svo að vaða yfir aðra með sína íslamstrú. Í Saudi Arabíu viðgengst trúarmisbeiting af verstu gerð. Ég held meira að segja að þeir séu verri en öfgatrúarkarlarnir í Íran.

Marinó Óskar Gíslason, 23.9.2009 kl. 14:29

3 Smámynd: Arnar

Marínó, sömu lög má væntanlega þá nota til að kæra þá sem móðga trú kristinna í bretlandi.

Öfgatrúaðir múslimar eru líka búnir að fá í gegn breytingu á mannréttindasáttmála SÞ þar sem móðgun við trú er flokkað sem brot á mannréttindum.

Sjá td.: http://www.reuters.com/article/worldNews/idUSTRE52P60220090326

Þetta kemur væntanlega til með að nýtast kristnum alveg jafn vel og múslimum við að þagga niður í trúleysingjumj og öðrum sem gagnrýna trúarbrögð.

Arnar, 23.9.2009 kl. 14:37

4 Smámynd: brahim

Af hverju segir þú ekki eins og er Vilhjálmur ? Þú ert gyðingatrúar, en þorir ekki að segja í commenti þínu að gyðingar trúa ekki á Jesú.

Og þið sem þykist kristin trúar, hlaupið upp til handa og fóta vegna þessa máls. Þið eruð ekki kristin frekar en flestir aðrir sem segjast vera það.

Því ef þið væruð það og tækjuð trú ykkar alvarlega, þá væru þvílík mótmæli allstaðar vegna úthrópana gegn kristni og vanvirðingu gegn trúnni, og það af "kristnum" sjálfum, og þar fyrir utan fara sárafáir eftir boðorðunum 10, ef nokkur.

Svo þið ættuð frekar að virða þá sem eru sterkir í sinni trú og fara eftir henni,

Ólíkt kristnu fólki.              Endilega lesið 2 pistla mína frá í kvöld.

Hvað hafa Arabar/múslímar gert fyrir heiminn ? held að þar sem þar stendur komi flestum á óvart.

Lesið einnig En hvað hafa gyðingar fundið upp fyrir heiminn ? Það er fróðlegt, því það eina sem gyðingar hafa fundið upp hefur hingað til verið klínt á múslíma.

brahim, 23.9.2009 kl. 22:41

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hættu þessu rugli brahim. Þú ert vart svara verður. Þú hefur sagt á bloggum manna, að þú sért múslími.  Á á þínu eigin bloggi slefarðu af tilhugsuninni yfir októberfest og als kyns svínaafurðum þú gætir hugasað þér að sporðrenna með ölinu. Svangur við tilhugsunina. http://www.brahim.blog.is/blog/brahim/entry/951150/ Ekki er ég viss um að imam Tamimi vilji sjá þig í Mekkaæfingum.

Þú er nú meiri múslíminn. Ég vissi ekki að tvískinnungur og fals væri ær þínar og kýr eða múslíma. Þú ferð þó sannarlega eftir bókstafnum og orðum Muhammeðs spámanns þegar þú hatast út í gyðinga. Gott að þú rekir ekki hótel.

Nærtækasta spurningin hér er hvað þú hefur gert fyrir heiminn? Ha, fundu gyðingar upp vitleysuna og klíndu henni á trúbræður þína?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.9.2009 kl. 05:24

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Rólegur Arnar, af hverju er ekki búið að banna Íslam með þessari nýju ályktun SÞ frá því í mars? Það er vegna þess að þetta er ekki samþykkt. Kóraninn og fylgirit eru full af gyðingahatri (haturs í garð gyðingdóms og gyðinga) og annarra og ýmsir leiðtogar íslamskra ríkja sýna það svart á hvítu, að þeir fylgja því hatri. Síðast í gær í New York. Þeir myndu fyrstir falla á slíkum reglum. En svona tillögur koma frá fasistaríkjum þar sem þjóðtrú er Íslam, því þær vilja SÞ feigar. Þeir stefna að Ummah. Með brahim sem umboðsmann, verður Ísland víst sem betur fer aldregi hluti af Ummuhnni.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.9.2009 kl. 05:50

7 Smámynd: brahim

Afskaplega aumkunnarvert svar frá þér Vilhjálmur, þú færð  fyrir viðleitnina.

Þar fyrir utan nefni ég ekki á bloggsíðum annarra að ég sé islamstrúar, engin þörf á því þar sem ég nota nafnið (I)brahim sem höfundarnafn, nema ég sé hreinlega spurður að því.

Hér er commentið frá þér sem og svarið sem ég gaf þér vegna Oktoberfest.

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ertu ekki múslími? Hvert rauk Halalið

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.9.2009 kl. 13:47

2 Smámynd: brahim

Hvað kemur það minni trú við hvað ég skrifa um ? Þó svo að ég endi færsluna á "maður verður bara svangur" þá kemur það trú ekkert við, Icon karlinn hefði átt að segja þér eitthvað Vilhjálmur.

Ég borða ekki svínakjöt frekar en gyðingar og væntanlega þú líka. Þannig að ég skil ekki þessa athugasemd þína.

Þar fyrir utan var og er þessi pistill til fróðleiks.

Lestu frekar pistilinn um hryðjuverkaleiðtogan og commentaðu á það, sem sýnir að ég get einnig gagnrýnt múslíma.

Sem er meira en sagt verður um þig þegar gyðingar eru annarsvegar.

Og ekki er ég svo hörundssár að ég muni útiloka þig fyrir gagnrýni.

brahim, 21.9.2009 kl. 16:17

brahim, 24.9.2009 kl. 13:57

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Brahim, þú ert kannski blóðþyrstur?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.9.2009 kl. 06:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband