Míkael erkiengill og Michael Jackson

michael-jackson-lachapelle-yvy

Rétt eins og Elvis var á  sínum tíma tekin í dýrlinga tölu af áköfum og einlægum aðdáendum hans, stefnir allt í að helgifárið í kring um Michael Jackson verði svipað eða jafnvel gangi miklu lengra. Nýjar sögur um Jackson halda áfram að flæða um netið og aðra fjölmiðla á hverjum degi. Hann var popp-goð í lifanda lífi og er nú á leiðinni að verða popp-Guð.

David LaChapelle er orðinn vel kunnur fyrir ljósmyndir sínar af frægu fólki. Hann stillir þeim gjarnan upp þannig að útkoman minnir á helgimyndir af Kristi eða einhverjum dýrlingum. Myndir Davids hafa birst í Vanity Fair, Ítalska Vouge og Rolling Stone. Hann hafði lengi vonast eftir að fá tækifæri til að ljósmynda Michael Jackson en af því varð ekki.

Eftir lát Jacksons ákvað David að ljósmynda "tvífara" Jacsons sem hann fann á Havaii. Tvífarinn í gervi Jacksons á myndunum, minnir á erkiengilinn Míkael, sem samkvæmt kristnum hefðum er herforingi Guðs. Hann fór fyrir herjum Guðs þegar að Lúsífer var kastað úr himnaríki og er gjarnan sýndur á helgimyndum þar sem hann er í þann mund að veita Satan náðarhöggið með sverði sínu eða hefur þegar drepið hann. 

Á ljósmynd Davids (sjá hér að ofan) hefur Jackson kastað fá sér sverðinu en stendur með annan fótinn ofaná brjósti Satans og setur saman hendur sínar í bæn. Þannig er gefið til kynna að Michael Jackson sé svo góðhjartaður að hann geti ekki einu sinni unnið skrattanum mein en biður fyrir honum þess í stað.

David LaChapelle segist vera sannfærður um að Michael hafi verið saklaus af þeim ásökunum að vera haldin barnagirnd.

"Ég held að hann hafi ekki geta meitt neinn. Mér finnast örlög hans Biblíuleg. Textar hans eru svo fallegir og ljúfir. Saga hans er sú stórbrotnasta sem um getur á okkar tímum. Hann fer frá hæstu hæðum niður í djúpin. Hann er nútíma píslarvottur."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég verð nú að segja að þessi sem er á myndinni er miklu fríðari en fyrirmyndin var.  Hann hefur nef!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.9.2009 kl. 01:20

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

 Michael var ekki alltaf neflaus ;)

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.9.2009 kl. 01:28

3 identicon

Ég held að það hafi verið búið að eyðileggja Michael andlega, hann fékk ekki að alast upp á eðlilegan hátt eins og flest börn fá að gera.

Ingó (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband