14.9.2009 | 23:52
Af káfi japanskra karlmanna
Allt frá því að neðanjarðarlestarnar í Tókýó urðu að stærstu samgönguæðum borgarinnar hefur þukl og káf í lestunum viðgengist.
Í lestarvögnunum sem eru yfirleitt svo troðnir af fólki að það notar sérstaka nælon jakka og kápur til að vera sleypara í troðningunum, stendur fólk svo þétt upp að hvert öðru að stundum er erfitt fyrir það að greina hvort þuklið er með vilja gert eða ekki.
Þessi einkennilega ópersónulega leið til að snerta og vera snertur virðist henta mörgum Japönum vel. Um þessa sérkennilegu aukaverkun japanskrar borgarmenningar hefur oft verið fjallað í ræðu og riti og margir velt því fyrir sér hvers vegna það er svona vinsælt, sérstaklega meðal karlamanna á leið í og úr vinnu að þukla konur sem þeir þekkja ekki neitt.
Um leið og flestu fólki hefur fundist þessi hegðun óásættanleg og ósiðleg, hafa, eins og reyndar minnst er á í fréttinni, lestaþuklarar komið sér upp samtökum og meira að segja siðareglum. Í mörgum greinum sem skrifaðar hafa verið um málið hafa "fórnarlömbin" sem oftast eru konur, sagst hafa vanist þessu og jafnvel ekki verið því andsnúnar.
Lögreglan vill stöðva þuklara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Löggæsla | Breytt s.d. kl. 23:58 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er svona rassaklíp nokkuð einskorðað við Japani, ég man ekki betur en t.d. nútíma rómverjar (Ítalir ?) hafi einhvern tíman ekki alls fyrir löngu verið álitnir duglegir í þeirri iðju. En það sem er kannski athyglisvert við þessa ( ekki-)frétttaklausu , er kannski "..eða tekið ljósmyndir af því í heimildarleysi." ?, er bannað að taka myndir af fólki án þess að biðja um leyfi fyrst í Japan , ef svo er þá tek ég ofan fyrir þeim , ég er nefnilega á þeirri skoðun , að myndefnið sé fyrsti rétthafi ljósmyndar, en ekki myndasmiðurinn.
Bjössi (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 00:21
Þetta er hárrétt athugað hjá þér Bjössi. Lög í Japan eru mjög ströng hvað ljósmyndun varðar og ólöglegt að birta myndir af fólki, líka almenningi, ef það hefur ekki gefið leyfi til þess.-
Japan er eina landið sem ég hef heyrt um þar sem þukl og káf (ekki "rassaklíp") um borð í lestum er einskonar jaðarmenningarlegt fyrirbæri. Þess er getið í nokkrum japönskum nútíma skáldsögum og bíómyndir hafa verið gerðar um efnið.
Svanur Gísli Þorkelsson, 15.9.2009 kl. 00:38
"Þessi einkennilega ópersónulega leið til að snerta og vera snertur virðist henta mörgum Japönum vel." Þú átt væntanlega við karlmenn með þessari setningu. Það er varla að því að konur séu svo sáttar við káfið að borgaryfirvöld eru að/ eða eru búin að koma upp sérstökum kvennavögnum þar sem þær geta ferðast í friði fyrir dónaskap karlkyns ferðafélaga sinna.
Mér finnst það liggja í orðum þínum að þér finnist þetta bara allt í lagi. Svanur, þetta er ekki allt í lagi!
Heiða (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 08:46
Heiða
Hann var nú einmitt að benda á að til væru konur sem væru þessu ekki andsnúnar.
Þú ert bara íhaldssöm, kannski er þetta bælda samskiptaform það sem koma skal
mbk,
Kristinn Theódórsson, 15.9.2009 kl. 09:27
ég las einu sinni um það að svona ókunnugra þukl (gróft káf meiraðsegja) sé mjög mikið vandamál í samgöngukerfi Mexíkóborgar. Annars er það bara þegar öllu er á botninn hvolft mjög sorglegt að fólk sé upptilhópa svo firrt og úr tengslum við manndóm sinn að það þurfi á því að halda að káfa óumbeðið á öðru fólki þegar tækifærið til þess gefst, það er náttúrulega bara sorglegt, hvort sem fórnarlömbin sætta sig við það, líkar það eða hata það (t.d konur sem urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku, hvernig ætli þeim finnist að ókunnugir menn séu að þukla á þeim í tíma og ótíma, sérstaklega á stað þarsem þær komast ekki burt, einsog í lest???)
þetta er líka vandamál í nánast öllum stórborgum, ákveðinn hluti karlmanna er eins all over the world...
halkatla, 15.9.2009 kl. 09:44
afhverju stofna þessir einmana káfarar ekki bara samtök og hittast á fundum og káfa á hverjum öðrum? það væri svo mikil snilld og ég myndi bera virðingu fyrir því, mjög margt fólk þarf snertingu, hún getur verið læknandi. Við erum eftir allt mjög félagsleg dýrategund, og þetta er sennilega svipuð þörf einsog þegar hestar eru að nudda saman hálsunum osfrv
halkatla, 15.9.2009 kl. 09:47
Ég er sammála þér pirrhringur. Það sem gerir káfið í Japan samt sérstætt er hversu algengt það er. Sumir sem hafa skrifað um fyrirbærið setja það í samband við einmannleika og firringu karlmanna í Japan sem tekst ekki að bindast konum sínum djúpum böndum (fjölskyldubönd eru formlegri) og tína sér í spilasölum eða við að drekka Whiskey á karaoke börum eftir vinnu í stað þess að fara heim og njóta fjölskyldunnar.
Svanur Gísli Þorkelsson, 15.9.2009 kl. 09:56
Heiða; Ég held að það sem þú segist lesa úr mínum orðum sé ekki til staðar í raunveruleikanum. Eins og Kristinn bendir á segi ég aðeins frá því sem einhverjar konur hafa tjáð sig um í blaðagreinum í Japan. En ég segi líka að flestu fólki hefur fundist þessi hegðun óásættanleg og ósiðleg.
Svanur Gísli Þorkelsson, 15.9.2009 kl. 10:25
Ætli það veljist sérstakar manngerðir í það að ýta fólkinu inn í troðfulla vagnana? Þar er mikið tekið á fólki og handapat notað??
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.9.2009 kl. 11:21
Ég leigði lengi með tveimur japönskum stelpum og svo þekkti ég ein Ameriska sem bjó þar.
Málið er að Japanskar konur eru sérstaklega kurteisar og dannaðar. Og það er Tabú að vekja á sér athygli, þær ræða þetta mikið innbyrðis og eru mjög þreittar á ástandinnu.
Aftur á móti þá rak ameriska vinkona mín mannin út úr lestinni með barsmíðum. Sá hefur öruglega ekki reynt þetta aftur við neina Vesturlanda píu.
Ég var í sporvagni með nemendur mína í Mílano, þegar ég sá til eins með allt úti, nudda sér og sínu upp við nemanda minn kvennkinns. Ég tala ítölsku og trúðu mér, ég sendi hann út í hvelli.
Því tel ég þetta menningarlegt fyrirbæri. Er þetta umborið eða ekki.
En gerendurnir eru hugleisingjar sem leita á þær/þá sem eru ungir og feimnir. En fórnarlömbin eru ekki bara konur.
Matthildur Jóhannsdóttir, 15.9.2009 kl. 13:06
Þetta viðhorf japanskra kvenna sem þú lýsir Matthildur, á pottþétt þátt í að ekki hefur verið brugðist við þessu framferði af hörku fyrr en nú. Takk fyrir þetta.
Jóna: Ég held að kvartanirnar beinist aðallega að farþegum, ekki starfsmönnum lestanna.
Svanur Gísli Þorkelsson, 15.9.2009 kl. 13:36
Vinkona mín sagði mér frá því að sumir karlmenn hefðu jafnvel nauðgað konum við þessar aðstæður.
Ingó (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 18:01
Hér á landi er árlega keppt í hrútaþukli.
Væri ekki ráð að fara í útrás með þá íþrótt, eins og glímuna - byrja mætti í Japan.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.