Átta ára stúlka finnst hengd í svefnherberginu sínu

sadBretar eru í miklum vandræðum með uppeldi og meðhöndlun barna sinna. Skelfilegar fréttir berast nú eina ferðina enn af börnum í öng.

Yfirvöld hafa brugðist við fjölgun barnaníð-tilfella á afar umdeildan hátt.  Þau ætla að fara fram á að allir sem koma á einn eða annan hátt í snertingu (miðað er við tvisvar sinnum í mánuði) við börn og eða einstaklinga sem eitthvað hafa minni getu, verða að framvísa vottorði um að þeir séu ekki á skrá yfir barnaníðinga eða hafi ekki verið sakaðir um slíkt.   Allt að 20.000 manns í Bretlandi munu ekki geta framvísað slíku vottorði. 

Og enn fjölgar fréttum af misnotkun og gróflegri vanrækslu foreldra á börnum sínum.

Í fréttunum í dag er sagt frá átta ára stúlku sem fannst hengd í svefnherbergi sínu á heimili sínu s.l. laugardagskvöld í Nottinhamshire.  Lögreglan er enn að rannsaka málið og verst allra frétta enn sem komið er og engin hefur enn verið handtekin vegna málsins. Fimm ára bróðir hennar var tekinn í vörslu barnaverndaryfirvalda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Guð minn góður! : (

Eygló, 13.9.2009 kl. 16:14

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta eru bara fyrstu fréttir af þessu óhugnanlega máli. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.9.2009 kl. 17:51

3 identicon

Ömurlegt að sjá svona fréttir.

Hey takk fyrir póstinn gamli, ég get ekki svarað þér nema hér þar sem ég hef ekki aðgang að blogginu mínu.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 20:03

4 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Börn geta tekið eigið líf og hafa því miður gert.

Sigurbjörn Sveinsson, 13.9.2009 kl. 21:28

5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ég get vel ímyndað mér, að þessir heimavistaskólar séu grasserandi af t.d. barnaníðingum.

Kristbjörn Árnason, 13.9.2009 kl. 22:02

6 Smámynd:

Félagsleg vandamál Breta eru svo stór í sniðum að stjórnvöld hafa enga burði til að ráða við þau og ég held að litlu breyti þótt svona reglur verði settar - flest ofbeldisverkin gerast inni á heimilunum og flestir sem brjóta á börnum eru nánir vinir/ættingjar.

, 13.9.2009 kl. 23:29

7 Smámynd: Eygló

Fyrstu upplýsingar virðast vera að þetta hafi verið slys. Ljótt að segja það, en mér finnst það örlítið skárra en að henni hafi liðið svo illa að hún hafi fyrirfarið sér þessi litla stelpa.

Eygló, 13.9.2009 kl. 23:42

8 identicon

Ég get ekki skilið hvernig foreldrar í Bretlandi geta sent börnin sín í burtu í heimavistarskóla og sjá þau ekki í marga mánuði.

Ég gæti aldrei verið svona lengi í burtu frá börnunum mínum.

Ingó (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 07:54

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það er einhver ástæða fyrir að bresk börn segjast þau óhamingjusömustu í Evrópu og eru að verða þau feitustu líka.

Allt bendir til að foreldrar séu að bregðast hlutverki sínu.

Ungum einstæðum mæðrum hefur fjölgað mjög mikið enda fríðindi og barnabætur með þeim hæstu sem gerist í heiminum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.9.2009 kl. 12:04

10 identicon

Þetta er merkilegt því á árunum 1960 til 1970 þá börðust Bresk stjórnvöld mikið gegn því að mæður settu börnin sín á leikskóla.

Það voru margir fræðimenn sem komu fram og sögðu að þær mæður sem settu börnin sín á leikskóla væru að búa til glæpamenn framtíðarinnar.

Þetta kom einnig í veg fyrir að konur kæmust út á vinnumarkaðinn.

Ingó (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 12:33

11 identicon

Ofverndunarstefna breta aka Nanny state er að skila þessu.. það má ekki spila fótbolta á ójöfnum völlum, börnin gætu meitt sig... þeir eru eiginlega að banna börnum að vera börn, slíkt er ruglið í The Nanny State

DoctorE (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband