Rétt ákvörðun af röngum ástæðum

walking-awayMagnús Árni ætlar að segja sig úr Seðlabankaráðinu. Ekki vegna þess að honum hafi orðið á mistök eða eitthvað þess háttar. Nei, hann gerir það vegna þess að Mogginn gerði störf hans tortryggileg, opinberlega! -

Nú þarf bara að finna annan flokks-ling til að taka stöðuna sem losnar. Vandamálið verður enn til staðar því það er fólgið í þessum vinnubrögðum að skipa í þetta starf á pólitískum forsendum.


mbl.is Fer fram á lausn frá störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það duga engin rök á menn eins og þig, og ætla ég því ekki að rökræða þetta.

Ómaklegt að hengja mann svona án réttarhalda.

Viljum við byggja nýja Ísland á sleggjudómum?

Nei er mitt svar. 

Einar Freyr (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 18:52

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Einar Freyr. - það verða engin réttarhöld enda engin lög brotin.

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.9.2009 kl. 19:22

3 identicon

Ef hann er svona rosalega saklaus þá er hreint bull að hlaupa í burtu, það myndi saklaus maður varla gera.

DoctorE (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 20:32

4 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Menn eru duglegir að hlaupa í kringum löginn og finna öll þau göt sem finnast til að sleppa í gegn , slíkt er með öllu óþolandi og reyndar er með öllu óþolandi að ekki sé hægt að búa til einföld lög sem eru skýr og eru ekki með götum hingað og þangað ,það er siðspillingin sem um er að ræða ekki hvort viðkomandi hafi brotið lög eða ekki ,fólk er orðið ansi þreytt á að hlusta á slíkt trekk í trekk .

Svo legg ég til að:

Þessir svokölluðu útrásavíkingar ásamt hjálparkokkum með græðgi að vopni sem gengu berserksgang á kostnað þjóðarinnar verði látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum ,það er ekki réttlát að ætla almenningi að borga brúsann og þeir sem fengu borgað milljónir á mánuði fyrir ábyrgð sleppi svo,almenningur mun ekki samþykkja það

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 13.9.2009 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband