12.9.2009 | 10:15
Hallur og vinur hans Magnús Árni
Hér kemur enn eitt dæmið um skaðsemi þess að taka þátt í flokkapólitík. Hér er greinilega ungur ákafur maður á ferð sem langar að ná miklum frama eins fljótt og hægt er. Í Sjálfstæðisflokknum voru of margir gæðingar fyrir svo hann skiptir um flokk, því hann veit að eini möguleikinn til að komast til áhrifa er að komast inn í valdastofnanir þjóðfélagsins í gegnum flokkakerfið. - Nú hefur hann loks komist í stöðu sem er honum og hans vinum gagnleg. En, einhverjir hafa komist að því hvað hann er að bralla. Eins og með alla þessa vatnsgreiddu framagosa, mun hann stíga á stokk og segjast ekki hafa gert neitt ólöglegt.
Þá hafa velviljaðir flokksbræður hans og "vinir" þegar riðið á vaðið og bent á að hann hafi nú ekki gert neitt ólöglegt og þótt hann hafi kannski unnið gegn anda laga Seðlabankans, hafi hann ekki unnið gegn hagsmunum almennings. Þannig er gefið í skyn að stefna Seðlabankans sé í raun gegn hagsmunum almennings og drengurinn hafi bara verið að redda málum. Snilld!! - En svo er tekið fram til vonar og vara að pilturinn hafi verið stutt í Framsókn og mjög "aktívur" þar áður í Sjálfstæðisflokknum.
Þannig taka framsóknarmenn eins og Hallur Magnússon á þessu máli eins og sjá má á bloggsíðu Þorsteins Ingimarssonar hér.
Málið er enn ein sönnun þess að flokkspólitíkin er siðferðilega gjaldþrota. Innan hennar rúmast ekki siðfræði sem grundvallast á hugsunum og gjörðum sem byggja á sannleika, heldur aðeins hvernig hægt er að mylja sem mest undir sig og sína með því að notfæra sér veikt regluverk þjóðarinnar eða þjóðanna.
Gegn markmiðum Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:27 | Facebook
Athugasemdir
Mistök Magnúsar Árna ekki mistök Framsóknarflokksins
http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/947005/
Hallur Magnússon, 12.9.2009 kl. 10:20
Svanur minn.
Vinsamlega vertu ekki að blanda frænda mínum Halli Hallssyni í málið - allavega ekki fyrr en hann hefur tjáð sig!
Ég held reyndar að nafni minn sé ekki allt of hress með að vera kallaður Framsóknarmaður - en það er annað mál!
Bendi þér enn og aftur á blogg mitt:
Mistök Magnúsar Árna ekki mistök Framsóknarflokksins
http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/947005/
Hallur Magnússon, 12.9.2009 kl. 10:22
Þegar leiðrétt.
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.9.2009 kl. 10:29
Sæll Svanur
Hjartanlega sammála - en hvernig í and... getum við breytt því að þessir eiginhagsmunaseggir séu valdir í stjórnunarstöður hjá ríkinu?
Þeir gætu örugglega staðiðst lygamælispróf því þeim finnst þetta bara allt í lagi - mistök -sorry- hinir eru miklu verri
Grímur Kjartansson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 11:06
Sæll Svanur
Þakka þér fyrir góðar færslur, sammála flestu í þessari síðustu en þó ekki öllu.
Fyrirgreiðslu pólitík hefur því miður viðgengist í okkar þjóðfélagi allt frá því fyrsti þrællinn fékk leyfi höfðingja sem hafði velþóknun á honum til þess að pissa hlémegin við hólana í túninu og þróast uppí þennan óskapnað sem við þekkjum í dag, notaður ýmist til þess að komast innundir hjá einum, eða til þess að ná tökum á öðrum. Held reyndar að það fyrrnefnda hafi vakað fyrir Magnúsi Árna.
Erlendis víða hefur það tíðkast að gera byltingar reglulega þegar siðleysi valdamanna er orðið of mikið, en hér á Íslandi þrösum við svolítið og lokum síðan augunum, við semsagt "klæðum" þetta af okkur eins og norðan garrann og vonum að hann lægi um síðir en gleymum gjarnan að það hvessir alltaf aftur.
Ég vona bara að Magnús Árni sýni manndóm og taki pokann sinn.
Róbert Tómasson, 12.9.2009 kl. 11:21
Gegn hagsmunum þjóðar og vinnuveitanda á ögurstundu. Á virkilega að telja manni trú um að starfsmaður í einni æðstu sjórnunar- og ábyrgðarstöðu landsins sé "tæknilega ekki að fremja glæp" og málinu sé þar með lokið?
Takið líka eftir því hvað ónefndir menn verja FLokkinn sinn og hvað sá beri litla ábyrgð á þessu. Sömu menn minnast ekki orði á og virðast engar áhyggjur hafa af því að hér var unnið gegn hagsmunum almennings í landinu. Það er ekki þeirra að skipta sér af svoleiðis smámunum. FLokkurinn ofar þjóðarhagsmunum úber alles!
sr (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 11:57
Sæll Grímur.
Eins og Róbert kemur reyndar inn á voru blóðugar byltingar leiðin til að hreinsa til. Ég veit ekki hvenær það sýður upp úr hér, hjá þeim sem ekki geta lengur "klætt" af sér spillinguna, en það hlýtur að koma að því.
Ég er samt ekki á því að vopnuð átök verði til að leysa þessi mál þegar til lengri tíma er litið. Það sem við íslendingar sem aðrir þráast við að horfast í augu við er að það þarf að fara fram alvöru hugarfarsleg bylting. Gamla gervi-lýðræðið þar sem fólk skiptir sér upp í fylkingar eftir eigin-hagsmunum og kýs sér fulltrúa inn á þing til að vernda þessa hagsmuni, gengur ekki lengur. -
Stærsta stjórnfarslega siðbótin sem hægt væri að gera með lagasetningu væri að banna stjórnmálflokka, gera landið að einmenningskjördæmi og koma á alvöru persónukjöri til þings. - Samhliða verður að taka upp siðmenntarkennslu fyrir almenning. - Hverfa frá þessu einhliða lofi á samkeppni og skýra kosti samvinnu, gefa fólki kost á samráði í stað þrætukeppni sem endar ætíð með að allir beygja sig undir foringjann. -
Og síðast en ekki síst, endurskoða í fullri alvöru gildi efnishyggjunnar sem börnum eru innrætt frá blautu barnsbeini. - Þessari umræðu hefur alltaf verið ýtt út af borðinu af því hún er ekki "patent" lausn á flóknu vandamáli og af því hún krefst þess að fólk sjálft, ekki einhver stjórnvöld, grípi til aðgerða og breyti hugarfari sínu.
Þakka ykkur gagnlegar athugasemdir,
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.9.2009 kl. 12:01
sr.
"Magnús Árni er góður hagfræðingur með mikla þekkingu og innsýn í íslenskt efnahagslíf. Það var á þeim forsendum sem hann kjörinn í bankaráðið."
Erwin Johannes Eugen Rommel var líka faglega og fræðilega frábær hershöfðingi.
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.9.2009 kl. 12:16
Spot on as usual.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2009 kl. 13:49
Góður pistill Svanur, skarpur alltaf. kv. B
Baldur Kristjánsson, 12.9.2009 kl. 15:42
Var það ekki sjálfur Alfreð Þorsteinsson sem sagði "við þurfum ekki að flytja inn spillingu" þegar hann ætlaði að bjóða sig fram í stjórn Framsóknar. Hann hætti við að bjóða sig fram eftir að þessi orð féllu en fór bara í bankann í staðinn.
Finnur Bárðarson, 12.9.2009 kl. 16:55
Finnur: Ef fólk hefur nokkurn áhuga á að læra af reynslunni ætti það að vera ljóst af reynslu s.l. ára að það hentar afar illa að skipa "pólitískt" í bankaráð og er hreint út sagt siðlaust að skipa þannig í ráð seðlabankans. - Hvað hafa pólitíkusar yfirleitt að gera í faglegum nefndum og ráðum annað en að vera fulltrúar og hagsmunagælumenn þess flokks sem þeir tilheyra og fá í staðinn persónuleg völd.
Þeir sem sækjast eftir völdum valdanna vegna er fólk með afar brotna sjálfsmynd. Það verður stöðugt að fullvissa sig um að það sé einhvers virði og gerir það með að sýna vald sitt. -
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.9.2009 kl. 17:22
en aftur á móti HEYR hér Svanur minn breyta verður ríkjandi Stjórnkerfi ! og það innanfrá en ekki með BLÓÐI þar sem aflsmunur ræður alltaf og allir tapa !
Grétar Eir (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.