12.9.2009 | 02:11
Það má komast af á milljarði....er það ekki annars?
Kúlulán...nei..blessaður vertu, fullkomlega löglegt. Að afskrifa kúlulán til að kaupa hlut í bönkum sem nú eru orðnir verðlausir...hva,,, það var bara gert fyrir starfsmenn og pólitíkusa...Innherjaviðskipti...nei nei..blessaður... áttu sér aldrei stað...Flutningur milljarða úr íslenskum bönkum korter fyrir hrun...Ha, og hvað er ólöglegt við það?.....kennitölur og skúffufyrirtæki til að fá lan, lána örðum, taka vexti, borga arð og og og ....það eru nú bara viðskipti góurinn.
Þessum fréttum og fullyrðingum og viðbrögðum við þeim er ausið daglega yfir þjóðina og fæstir nenna orðið að fylgjast með hver svínaði hvar og hve margir milljarðar voru í spilinu. - Flestir eru jafnframt fullvissir um að það mun enginn svara til saka fyrir nokkuð sem viðkom því sem við köllum "hrunið".
Allir vatnsgreiddu kallarnir sem hingað til hafa fengist til að tala segja það sama. Allt var löglegt. Og það sem kann að hafa orkað tvímælis, voru mistök. Allir voru að gera sitt besta. Lögin voru bara ekki nógu skýr. Og svo vissi enginn að þessi fylking, löglegra, vel meinandi, dálítið óupplýstra manna og kvenna stefndi fyrir björg.
En það kaldhæðnilegasta við þetta allt er, að þrátt fyrir hrunið, þrátt fyrir gjaldþrot banka og fyrirtækja, voru allir þeir sem töpuðu mestu svo ríkir að þeir eru enn vell-auðugir. Það þarf nefnilega ekki nema ja... segjum milljarð, til að hafa það ágætt, næstum sama hvar er í heiminum. Og hver var svo aumur að hann kom a.m.k. ekki milljarði undan?
Áætlar að 60-70 hrunmál komi til rannsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
einn (M) mætti rata í vasann minn!
Hörður Halldórsson, 12.9.2009 kl. 08:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.