10.9.2009 | 00:28
Þefurinn af þrotabúinu trekkir
Hinar alþjóðlegu auðhyggjugammar eru fljótir að renna á blóðlyktina. Ísland er í sárum og fréttir berast af fljótfærum og áköfum pólitíkusum suður með sjó sem gerst hafa sölumenn náttúru-auðlinda landsins og láta þær fyrir lítið. Þeir vilja sjálfsagt láta hylla sig sem bjargvætti en sagan mun bölva þeim.
Þar er ekki tjaldað til einnar nætur, heldur munu afkomendur kaupendana njóta þessara hagstæðu viðskipta í nokkrar kynslóðir. Vatn og jarðvarmi er til lengra tíma litið besta fjárfesting sem hægt er að hugsa sér hér i heimi. Betra en olía sem fyrr eða síðar mun þverra, betra en gullið sem glóir en gefur ekki frá sér hita.
Þessi "hópur Japana" sem segir frá í þessari frétt, verður ekki sá síðasti sem kemur til með að hafa áhuga á orkuútsölunni á Íslandi. Því fyrir utan að mega nýta orkuna í jörðinni, búa orkufyrirtækin yfir þekkingu sem hægt er að selja háu verði út um allan heim. - Þetta vita fullt af hópum frá Japan og Kanada og Noregi og jafnvel Rússlandi sem eru í þann mund að stökkva upp í flugvél til Íslands með milljarð af einhverju í tösku.
Og bráðum verður líka til stór sjóður á vegum snjallra íslenskra peningamanna frá íslensku lífeyrissjóðunum sem ætlar að "fjárfesta" í íslensku atvinnulífi. Þeir ætla að blása lifi í glæðurnar á útbrunnum eldum fyrirtækjanna sem fóru illa í hruninu.
Þeir hafa ekki nefnt neinar upphæðir enn, því þær skipta ekki máli vegna þess að lífeyrisgreiðslur til lífeyrisþeganna sem eiga sjóðina hafa þegar verið skertar. Þannig verður til áður ónýtt fjármagn sem þarf að nýta.
Lengi lifi "Nýja Ísland".
Vilja fjárfesta fyrir milljarð dala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fjármál | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 01:06 | Facebook
Athugasemdir
Beittur að vanda Svanur, bestu kveðjur frá norge.
Óskar Þorkelsson, 10.9.2009 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.