Að fella tár á tímans hvarm

SuperStock_1560R-2054287Það hefur oft verið sagt um Íslendinga að þeir séu frekar lokaðir tilfinningalega og beri jafnan áhyggjur sínar og sorgir ekki á torg. Satt að segja hélt ég að þetta hefði breyst mikið á síðustu árum, ekki hvað síst meðal karlmanna.  En þessi frétt undirstrikar  hversu sterk þessi tilfinningabæling er í þjóðarsálinni. Það þykir með öðrum orðum fréttnæmt að einhver felli tár yfir meitlaðri kynningu á döprum örlögum lands og þjóðar eins og auglýsingastiklan um kvikmynd Helga Felixsonar Guð Blessi Ísland er.

Vá, einhver fór að gráta!!!!

Það hefði ekki verið fréttamatur ef einhver hefði bölvað, jafnvel þótt hann hefði gert það upphátt. Enn að fella tár yfir einhverju svona, að gráta yfir kvikmynd....það er eitthvað svo.. svo..yfirdrifið, svo...svo ókarlmannlegt....svo..svo óíslenskt. - Að gráta örlög sín og meðbræða sinna eru fullkomlega eðlileg viðbrögð. Mætið ófeimin með snýtuklútana ykkar í bíó því Guð blessi Ísland er "þriggja klúta mynd" fyrir eðlilegt fólk.


mbl.is Tárfelldi yfir stiklu úr Guð blessi Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hef þurft að skipta þrisvar um kodda s.l. 11 mánuði. 

Þeir voru klístraðir af tárum,  tárum yfir örlögum Íslands og fólksins sem ég ann.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 5.9.2009 kl. 17:17

2 identicon

Hættum að láta fréttamenn tala okkur niður í svaðið. Vindum klútinn, bítum á jaxlinn, brettum upp ermarnar og  förum að vinna okkur upp úr krísunni.

Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 21:50

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Gísli Svanur; stundum ert þú bara alveg bril.....

Hildur Helga Sigurðardóttir, 8.9.2009 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband