Af gjábakkanum á Bessastöðum

crop_500xHvað hefði gerst ef forsetinn hefði neitað að skrifa undir Icesave. Jú, það mundi hafa myndast mikil "gjá" milli hans og þjóðarinnar. Líka milli hans og alþingis sem segist vera hluti af þjóðinni þrátt fyrir að þeir samþykktu lög sem mikill meir hluti hennar er á móti. En það heitir víst lýðræði.

Lögin hefðu svo beðið eftir að alþingi kæmi saman á ný, til að hægt yrði að ákveða örlög þeirra og permafrostið í samskiptum Íslands við fjármálheiminn mundi halda áfram um ófyrirsjáalegan tíma.

Við að samþykkja lögin, hefur víst myndast "mikil gjá" milli forsetans og a.m.k. 10.000 þeirra landsmanna sem skoruðu á hann að samþykkja ekki lögin og svo milli hans og einhvers hluta þess mikla meiri hluta þjóðarinnar sem var á móti því að þingið samþykkti þau.

Mér sýnist að á hvorn veginn sem þetta er litið, Ólafur gat ekki komið vel út úr þessu. Hann var milli steins og sleggju, bölvaður ef hann stæði og bölvaður ef hann hrykki. Svo hafði hann sett ákveðið fordæmi sjálfur með að samþykkja ekki umdeildfjölmiðla-lög á sínum tíma. Það eitt virðist fá suma til að halda að hann eigi að gera slíkt að reglu frekar en undantekningu.

Margir fara mikinn í bloggheimum út af þessu máli og spara ekki stóru orðin. Sumir kallar Forsetann "ekki sinn"  og aðrir kalla eftir afsögn hans vegna þess að hann fór ekki eftir því sem þeir sögðu. Hann er sakaður um að vera heigull og gunga, svo einhver orðfæri bloggara séu hér staðfærð sem dæmi. Meira að segja Mogginn sjálfur byrjaði að blogga um málið til að benda á að Ólafur hafði hafnað fjölmiðlalögunum til að koma höggi á Davíð Oddsson. - Það er greinilegt að sumir eru þegar farnir að undirbúa forsetaframboð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Svanur,

Íslenska forsetaembættið er fyrst og fremst "virðingarembætti".  Á gleðistundum og ögurstundum lítur þjóðin til forseta síns, sem gleðst með eða drjúpir höfði af samhyggð þegar sorg steðjar að.  Þessu hlutverki tókst Vigdís að skila á aðdáunarverðanhátt, enda er djúp og sönn virðing borin fyrir henni og störfum hennar.

Pólitíski draugur núverandi forseta hefur aldrei verið langt undan.  Hatur og óvild þeirra ÓRG og DO hefur heldur ekki farið fram hjá neinum einasta manni.  Það er næstum hjákátlegt að hugsa til þess að bloggarar fara nú hamförum í að saka hvorn annan um persónuníð og ótuktaskap, þegar rifjuð er óvildin og munnsöfnuðinn sem þessir tveir höfðu um hvorn annan frá ekki ómerkari stað en ræðustól Alþingis.

Nú er svo komið að ÓRG hefur gjörtapað virðingu almennings, ásamt flestum þeim sem stóðu vaktina þegar Ísland hrundi.   Það þarf ekki sjáanda  eða skyggnigáfu til að skynja þá andúð og þann kulda sem blæs að Bessastöðum.  Það er helst að hin bráðskemmtilega og töfrandi persóna Dorrit, nái að dempa andúðina, en hún er því miður ekki forsetinn.   

Hlustaði á áramótaávarpið síðasta og var eiginlega sannfærð um að hann myndi, tilkynna afsögn sína.  Þess í stað hefur hann verið í hálfgerðum felum og farið um landið í kyrrþei að hitta þjóð sína, auga fyrir auga.

Forsetinn á hvorki að gera sjálfum sér það, konunni sinni og fjölskyldu, né þjóðinni að þrásitja í þessu virðingarembætti, án virðingar.  Þess vegna á hann að segja af sér.  Davíð Oddsyni dettur ekki í hug að sækjast eftir þessu embætti, enda hefur hann stærra pólitískara nef en svo.

Já .... þetta finnst mér.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 3.9.2009 kl. 06:03

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta er nú fjári vel að orði komist hjá þér Jenný. Ég er líka á því að stóru orðin í garð forsetans séu endurómurinn af munnsöfnuðinum sem ÓRG og DO höfðu um hvorn annan eða sé í anda hans alla vega. Takk fyrir þetta.

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.9.2009 kl. 11:20

3 identicon

Svanur:

Ég held ekki að það hefði orðið gjá milli forseta og þjóðar ef hann hefði leyft þjóðinni að kjósa.  Og það var eina eðlilega leiðin fyrir hann að mínum dómi í hinu illvíga Icesave-risa-máli sem er bara nauðung.   Núna er hinsvegar haf og himinn milli forseta og þjóðar og milli þings og þjóðar.  

ElleE (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 14:51

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svona fyrir tölfræðina þá minni ég á að núverandi forseti hafði ekki úr háum aðdáendasöðli að detta miðað við að upphaflega náði hann rétt rúmlega þriðjungsmeirihlutakjöri.  Gárungar sögðu þá að margir hefðu í raun verið að kjósa sér forsetafrú.

Þá fráfarandi forseti var upphaflega kjörin með svipuðum meirihluta, en tókst í sinni embættistíð að vinna hug og hjörtu meirihluta þjóðarinnar vegna eigin kosta.    ÓRG hefur ekki haft lag á því að fylgja fordæmi forvera síns þrátt fyrir dygga aðstoð sinna öndvegiskvenna. 

Ætli uppgjafapólitíkusar séu ekki alveg jafn misheppnaðir í forsetaembætti sem seðlabankastjórn?

Kolbrún Hilmars, 3.9.2009 kl. 15:35

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

ElleE. Það er ekki hlaupið að því að leyfa þjóðinni að kjósa jafnvel þótt forseti hafni að samþykkja lögin. Þessi lög hefðu þurft að fara aftur í umfjöllun þingsins, rétt eins og var með fjölmiðlalögin forðum. Síðan hefði þingið þurft að ákveða meðhöndlun þeirra eftir það. þannig skil ég alla vega ferilinn. En það er satt að varla er hægt lengur að tala um eina gjá, heldur er þetta orðið eitt sprungusvæði sem ófært virðist öllum mönnum.

Kolbrún; Ég er sammála því í grundvallaratriðum að pólitíkusar ættu ekki að veljast til þessa embættis. Það á fyrst og fremst að vera sameiningatákn þjóðarinnar eins og við vitum og það verður aldrei nein eining um atvinnupólitíkusa. Allt annað gildir um fornleyfafræðinga og leikhússtóra :)

Þakka ykkur góðar athugasemdir

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.9.2009 kl. 16:05

6 identicon

Svanur:

Langaði að bæta við að þó það hafi ekki verið hlaupið að því var það í alvöru lýðræðislegast og að mínum dómi algjörleg nauðsynlegt að þjóðin, sem var stórlega andvíg skrímslinu Icesave, fengi síðasta orðið.  Það var sko heldur ekki hlaupið að því að eyða óratíma í Icesave og þó var það gert.   Við fengum ekki fyrsta orðið heldur.  Við vorum ekkert spurð og það er forkastanlegt í ljósi þess að enginn hefur getað bent á nein lög fyrir ríkisábyrgð á Icesave og fjöldi lögmanna hefur skrifað gegn ríkisábyrgð.  Og EEA/EU lögin eru þarna svart á hvítu og standa með okkur.   

ElleE (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband