Jessica Simpson um undirfötin sín

jessica_simpson_black_whiteLjósið fer hraðar en hljóðið. Þess vegna virðast sumar manneskjur ljóma þangað til þú heyrir hvað þær eru segja.  

Mér datt þessi lumma í hug þegar ég las þetta (gamla) slúður um Jessicu Simpson sem ég féll fyrir í ca. 10 sekúndur fyrst þegar ég sá myndina af henni.  Svo las ég viðtalið þar sem hún segir að hún "trúi því fastlega" að nærfötin hennar "setji tóninn" fyrir daginn. Þessi 29 ára gamla ljóska sem er nýbúin að setja á markaðinn eigin undirfatalínu sagði þessa ódauðlegu setningu við það tækifæri; "Auðvitað elska ég undirfatnað. Hvaða stelpa gerir það ekki? Undirfatnaðurinn minn endurspeglar hvernig mér líður þegar ég vakna og hjálpar mér að setja tóninn fyrir daginn. Ég klæðist því sem skap mitt segir til um".

Með svona gullkorn á reiðum höndum ætti hún vel heima í Simpson teiknimyndunum. Hún þarf ekki einu sinni að breyta um nafn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Haha Svanur "Ljósið fer hraðar en hljóðið. Þess vegna virðast sumar manneskjur ljóma þangað til þú heyrir hvað þær eru segja." Þarf ekki að segja meira. 

Rut Sumarliðadóttir, 2.9.2009 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband