Keppt um að komast til Tortóla

modern-vikings-the-race-to-tortola"Nútíma Víkingar" setur þig í spor nútíma víkinga eða "útrásarvíkinga" eins og þeir eru kallaðir á Íslandi. Markmið leiksins er að koma eins miklu af "skítugum" peningum til karabísku eyjarinnar Tortóla til hreinsunar. Komdu eins miklu af skítugum peningum undan og hægt er áður en að lögreglan nær þér. Lykilinn að góðum árangri er í verðbréfunum. Safnaðu peningum og verðbréfum.

Þetta eru byrjunarleiðbeiningarnar í tölvuleik sem þau Friðrik, Guðný og Friðbert hafa hannað og heitir "Modern Viking - The Race to Tortola". Hann er að finna hér. og víða annarsstaðar á netinu.

dickheadEins og kom fram í fréttum fyrr á árinu voru mörg hundruð félög stofnuð á Tortóla eyju af íslenskum aðilum og dótturfélögum íslenskra fyrirtækja erlendis.

Eflaust hafa þær fréttir orðið kveikjan að leiknum. Í leiknum er löggan á fleygiferð til að reyna að ná útrásarvíkingunum og að því leiti er hann ekki raunveruleikanum samkvæmur.

Tortóla er mikil skattaparadís og hefur eins og hinar Jómfrúareyjarnar miklar tekjur af að þjónusta þá sem vilja skjóta peningum sínum undan skatti í heimalöndum sínum.

Á Tortóla er líka góð aðstaða er fyrir þá sem geta hugsað sér að setjast í helgan stein eftir að hafa sankað að sér einhverju fé, illa fengnu eða ekki og sólað sig í góðu yfirlæti í sundlaugum eða heitum hafstraumunum sem leika um eyjarnar. Aðeins 7% eyjarbúa eru ekki innfæddir og Íslendingana sem þar búa má t.d. þekkja úr langri fjarlægð.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Í frægu viðtali í Silfri Egils s.l. haust, sagðist Jón Ásgeir ekkert kannast við þessa eyju.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 31.8.2009 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband