Mundir þú vilja lúmskan rass?

Þegar ég sá þessa auglýsingu á netinu, vissi ég að ég gat ekki látið hjá líða að segja ykkur frá henni. Fyrirtækið  The Pond Inc. hefur hafið framleiðslu á vöru sem það kallar  "Subtle Butt", eða "lúmskur rass" sem hefur þá eiginleika að geta komið í veg fyrir að prump lykti illa.  

Það þekkja flestir hið vandræðalega andrúmsloft sem getur skapast þegar einhverjum, að ekki sé talað um þegar það kemur fyrir þig sjálfan, verður á að leysa vind svo mikill fnykur verður af.

Nú er þetta vandmál úr sögunni með tilkomu Carbon-innleggsins frá The Pond Inc. sem líma má innan í nærbuxur eða vefja utan um g-strengi. Þegar að þú rekur við, dregur þessi carbon-rassbót í sig allan óþefinn. Nú getur þú sem sagt borðað hvað sem er án þess að eiga það á hættu að verða þér til skammar og öðrum til óþæginda vegna óþefsins af fretunum frá þér.

PS. Tilvalin tækifærisgjöf eða bara leið til að segja við maka þinn; "ég elska þig".

En sjón er sögu ríkari. Hér kemur auglýsingin.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Sæll Svanur Gísli,

Sem betur fer er netið mitt hljóð- og lyktarlaust sem stendur.

Hef þó áhuga á þessu fyrirbæri, sem þú ert að auglýsa þarna, þar sem heimilishundurinn á það til að leysa vind með þvílíkum afleiðingum að það þarf að rýma húsið í a.m.k. 2 klst.

(Ýkjur reyndar, en samt óþolandi þegar það gerist).

Þó að hundgreyinu sé hent út í garð um leið og fnykurinn finnst verður hann auðvitað eftir. Þ.E. fnykur, ekki hundur, sem skilur ekki af hverju allir rjúka upp með skömmum og látum og reka hann út.

Endilega láttu mig vita ef hægt er að fá svona "Lúmskt rassadæmi" fyrir ferfætlinga. Ég og mín fjölskylda yrðum þér afar þakklát.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 25.8.2009 kl. 02:52

2 Smámynd: Eygló

(samkvæmis-) lífi mínu er borgið!

Eygló, 25.8.2009 kl. 02:52

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Hildur og þakka þér áhugann. Það væri tær snilld og mikil bót ef þessi uppfinning fengist líka fyrir dýr, hunda og jafnvel svín. Auðvitað þyrfti þá að fylgja einhverskonar afturendagjörð til að koma bótinni fyrir á. Ég tek að mér að hanna þetta strax og býð svo The Pond Inc. samvinnu.

Gló; Rétt, lífi þínu er borgið, þú vissir aldrei einu sinni hversu nálægt þú varst við að missa það :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.8.2009 kl. 11:08

4 identicon

Var það ekki vinur þinn "Ólafsvíkur" eitthvað sem sagði að ást væri skítalykt? Þetta rústar þeirri aðlöðun, er það ekki?

gp (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 20:06

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jú gp, en það sem hann meinti greinilega var ; " Hún ilmar eins og nýslegið tún"

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.8.2009 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband