Íslenska þjóðin er allra manna gagn

Straumur_Burars___jpg_280x800_q95Ef eitthvað er að marka fréttaflutning blaða (og ég tek það fram að mér hefur fundist hann afar misvísandi upp á síðkastið, svo ekki sé meira sagt) fara starfsmenn Straums sem nú er í eigu og umsjá ríkisins fram á miklar (milljarða)  bónus greiðslur fyrir að innheimta fyrir fyrirtækið það sem skuldunautar þess skulda því.

(Fjármálaeftirlitið beitti neyðarlögunum á Straum Burðarás þann 9.Mars 2009 til að bjarga tugmilljarða innistæðum sem Íbúðalánsjóður og lífeyrissjóðirnir áttu í bankanum og yfirtók rekstur hans, vegna þessa féllu hlutabréf í félaginu niður um 98,83% þann sama dag í Kauphöll Íslands)

Það verður aldrei sagt um okkur Íslendinga að við kunnum ekki að gera gott úr hlutunum. Þegar ríkið er búið að ausa út peningum til að halda fyrirtækinu á floti, reyna starfsmenn þess að kúga meiri peninga út úr eigendunum með bellibrögðum sem almenningur var að vona að heyrði fortíðinni til.  - 

Fyrst fólk hefur geð í sér til að setja fram slíkar kröfur eftir allt sem á undan er gengið, trúir maður því ekki lengur að einarður brotavilji hafi ekki verið til staðar hjá fólkinu sem fór og fer enn með fjárreiður þjóðarinnar.

Meðhöndlun Icesave samninganna sem var pólitísk refskák frá upphafi sem allir flokkar komu að, hrossakaups-tilraunir skilgetinna afkvæma búsáhaldabyltingarinnar og nú, fréttir af vina og ættingja fyrirgreiðslu skilanefnda bankanna í bland við vafasama meðhöndlun FME á því sem eftir er af eigum þjóðarinnar, sýnir svo ekki verður um villst að þeir sem tækifæri fá til, fara með þjóðina sem allra manna gagn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þessir starfsmenn Straums eru þegar orðnir vanhæfir til starfans þarna. Ætla þeir að vinna lúshægt ef þeir fá ekki bónusgreiðslur? Það er nóg af fv. bankastarfsmönnum atvinnulausir núna og geta hæglega tekið við störfum þeirra - látum Straumsmennina bara fjúka!

Af hverju var Straumi bjargað - það skil ég alls ekki.

Guðmundur Jónsson, 18.8.2009 kl. 23:42

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég held að við ættum að biðja um að sjá nöfn þessara starfsmanna. Það er verið að fjárkúga íslenska skattborgara. Þessu verður að linna.

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.8.2009 kl. 23:59

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Guðmundur. Eina ástæðan sem ég get í fljótu bragði séð að rétlætir að einhverju leiti björgun Straums eru fjárfestingar íslensku lífeyrissjóðanna í félaginu og á vegum þess.

Lára Hanna; Þetta er rétta orðið yfir það, fjárkúgun.

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.8.2009 kl. 01:13

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Fyrirsögnina mætti líka útleggja:  "Íslenska þjóðin, auðhóra".

Annars finnst mér mentalitetið almennt vera í takt við frumskógarlögmál. Sérstaklega á meðan horft er á auðdólgana sjálfa halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þetta viðhorf er að breiðast út ;  if you cant beat them, join them.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 19.8.2009 kl. 14:47

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

.... bæti við, hér hefði verið gott tækifæri fyrir Steingrím eða Jóhönnu að taka upp símann og lesa yfir hausamótunum á þessum starfsmönnum sínum, í anda Obama.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 19.8.2009 kl. 14:55

6 Smámynd: Jón Sveinsson

Góða ferð og meg guð þig geima lifðu heill í huga og Hjarta

Jón Sveinsson, 21.8.2009 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband